Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 08:54 Flugfélagið Niceair mun fljúga frá Akureyri til útlanda. Niceair Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu nýja en þar segir að nafnið Niceair vísi til norður Íslands, það er North Iceland. Til að byrja með verði flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og sala hefjist á næstu vikum. Flugfélagið hefur fest sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum. Þessi tegund flugvéla er langdræg og er sögð henta vel til aðstæðna á Akureyri auk þess sem fraktrýmið sé gott. Fram kemur í tilkynningunni að forsendur fyrir flugi til og frá Akureyri hafi breyst verulega á undanförnum árum og að stofnun félagsins byggi á tveggja ára rannsóknarvinnu í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. „Ætlun félagsins er að festa í sessi áætlunarflug allt árið á erlenda áfangastaði frá Akureyrarflugvelli. Þetta mun í senn bæta lífsskilyrði einstaklinga á svæðinu, bæta aðgengi erlendra ferðamanna að Norðurlandi og síðast en ekki síst stóreykst samkeppnishæfi fyrirtækja á svæðinu,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair í tilkynningunni. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair.Niceair Þar segir að til að byrja með verði flugrekstrarleyfið í höndum evrópsks flugrekanda, sem ekki er nafngreindur í tilkynningunni. Á Akureyri muni um tuttugu störf skapast en áhafnir félagsins verði bæði íslenskar og erlendar. Launakjör verði sambærileg þeim sem tíðkist á íslenskum vinnumarkaði. Almenningi boðið að kaupa hlut á næstu misserum Meðal hluthafa í félaginu er fjöldi fyrirtækja af Norðurlandi, þar á meðal KEA, Höldur, Kaldbakur, Norlandair, Armar, Ferðaskrifstofa Akureyrar, Norðurböð, brugghúsið Kaldi, kælismiðjan Frost og Finnur ehf. Enginn hluthafa sé áberandi stór og enginn eigi yfir 8% í félaginu. „Á næstu misserum verður almenningi og fyrirtækjum boðið að eignast hlutdeild í félaginu,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Stefnan sé sett á áætlunarflug allt árið um kring sem þjóna muni farþegum bæði á Norðurlandi og Austurlandi, sem nú muni ekki þurfa að ferðast alla leið til Keflavíkur til að komast út fyrir landsteinana. Áfangastaðir verða kynntir á næstu vikum og mun sala hefjast strax í kjölfarið á heimasíðu félagsins. Bókunarvél Niceair verður tengd Dohop og öðrum bókunarvélum sem einfalda muni farþegum félagsins að bóka sig beint á milli Akureyrar og áfangastaða erlendis um tengivelli félagsins í Evrópu. Fréttir af flugi Akureyri Niceair Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu nýja en þar segir að nafnið Niceair vísi til norður Íslands, það er North Iceland. Til að byrja með verði flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og sala hefjist á næstu vikum. Flugfélagið hefur fest sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum. Þessi tegund flugvéla er langdræg og er sögð henta vel til aðstæðna á Akureyri auk þess sem fraktrýmið sé gott. Fram kemur í tilkynningunni að forsendur fyrir flugi til og frá Akureyri hafi breyst verulega á undanförnum árum og að stofnun félagsins byggi á tveggja ára rannsóknarvinnu í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. „Ætlun félagsins er að festa í sessi áætlunarflug allt árið á erlenda áfangastaði frá Akureyrarflugvelli. Þetta mun í senn bæta lífsskilyrði einstaklinga á svæðinu, bæta aðgengi erlendra ferðamanna að Norðurlandi og síðast en ekki síst stóreykst samkeppnishæfi fyrirtækja á svæðinu,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair í tilkynningunni. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair.Niceair Þar segir að til að byrja með verði flugrekstrarleyfið í höndum evrópsks flugrekanda, sem ekki er nafngreindur í tilkynningunni. Á Akureyri muni um tuttugu störf skapast en áhafnir félagsins verði bæði íslenskar og erlendar. Launakjör verði sambærileg þeim sem tíðkist á íslenskum vinnumarkaði. Almenningi boðið að kaupa hlut á næstu misserum Meðal hluthafa í félaginu er fjöldi fyrirtækja af Norðurlandi, þar á meðal KEA, Höldur, Kaldbakur, Norlandair, Armar, Ferðaskrifstofa Akureyrar, Norðurböð, brugghúsið Kaldi, kælismiðjan Frost og Finnur ehf. Enginn hluthafa sé áberandi stór og enginn eigi yfir 8% í félaginu. „Á næstu misserum verður almenningi og fyrirtækjum boðið að eignast hlutdeild í félaginu,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Stefnan sé sett á áætlunarflug allt árið um kring sem þjóna muni farþegum bæði á Norðurlandi og Austurlandi, sem nú muni ekki þurfa að ferðast alla leið til Keflavíkur til að komast út fyrir landsteinana. Áfangastaðir verða kynntir á næstu vikum og mun sala hefjast strax í kjölfarið á heimasíðu félagsins. Bókunarvél Niceair verður tengd Dohop og öðrum bókunarvélum sem einfalda muni farþegum félagsins að bóka sig beint á milli Akureyrar og áfangastaða erlendis um tengivelli félagsins í Evrópu.
Fréttir af flugi Akureyri Niceair Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira