Lagðist sáttur á koddann eftir 70 kílómetra akstur á vélsleða Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. febrúar 2022 22:39 Neyðarkall frá neyðarsendi barst björgunaraðilum í gær og var fjölmennt lið björgunarsveita kallað út til að halda á jökulinn. Björgunarfélag Hornafjarðar Kristinn Ólafsson framkvæmdastjóri Grænna skáta tók þátt í björgun tveggja ferðamanna á Vatnajökli í gær. Björgunin gekk eins og í sögu og Kristinn segist hafa farið sáttur að sofa eftir langan og krefjandi dag. Kristinn hrósar samstarfsfólki og björgunarsveitarmönnum í hástert í færslu á Facebook síðu sinni. Hann segir samstarf björgunaraðila hafa gengið eins og smurð vél enda þurfi allt að ganga eftir í jafnerfiðum aðstæðum og um ræddi. Hér að neðan má sjá myndband af aðstæðum á vettvangi. Óskað var eftir snjóbíl frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík og sleðamenn frá Björgunarfélagi Hornafjarðar tóku þátt í aðgerðunum auk snjóbíls frá Árborg. Brjálað var á svæðinu og vindhraði um þrjátíu metrar á sekúndu. „Vel gekk að finna ferðamennina og var ástand þeirra gott miðað við aðstæður. Við gáfum þeim heitt að drekka og reyndum að tryggja ástand þeirra þar til snjóbílinn kæmi. Félagar okkar frá Höfn bættust fljótlega í hópinn og hjálpuðu til á vettvangi.“ Kristinn segir heimferðina hafa gengið vel þrátt fyrir ekkert skyggni og mikinn snjóþunga. Blessunarlega hafi allir komist heilir niður af jöklinum: „Innan björgunarsveita landsins eru miklir fagmenn á öllum sviðum og það koma margir að svona aðgerð. Allt samstarf þarf að ganga eins og smurð vél. Þannig var þetta í gær.“ „Ég var sáttur þegar ég lagðist á koddann í gær eftir 740 km akstur í bíl og 70 km akstur á vélsleða á Vatnajökli í engu skyggni og ekki síst góða niðurstöðu. Ferðamennirnir sem við sóttum brugðust rétt við aðstæðum og sleppa því heilir frá þessu ævintýri.“ Hér að neðan má sjá myndband sem Kristinn setti saman af björguninni. Björgunarsveitir Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. 15. febrúar 2022 14:50 Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04 Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Kristinn hrósar samstarfsfólki og björgunarsveitarmönnum í hástert í færslu á Facebook síðu sinni. Hann segir samstarf björgunaraðila hafa gengið eins og smurð vél enda þurfi allt að ganga eftir í jafnerfiðum aðstæðum og um ræddi. Hér að neðan má sjá myndband af aðstæðum á vettvangi. Óskað var eftir snjóbíl frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík og sleðamenn frá Björgunarfélagi Hornafjarðar tóku þátt í aðgerðunum auk snjóbíls frá Árborg. Brjálað var á svæðinu og vindhraði um þrjátíu metrar á sekúndu. „Vel gekk að finna ferðamennina og var ástand þeirra gott miðað við aðstæður. Við gáfum þeim heitt að drekka og reyndum að tryggja ástand þeirra þar til snjóbílinn kæmi. Félagar okkar frá Höfn bættust fljótlega í hópinn og hjálpuðu til á vettvangi.“ Kristinn segir heimferðina hafa gengið vel þrátt fyrir ekkert skyggni og mikinn snjóþunga. Blessunarlega hafi allir komist heilir niður af jöklinum: „Innan björgunarsveita landsins eru miklir fagmenn á öllum sviðum og það koma margir að svona aðgerð. Allt samstarf þarf að ganga eins og smurð vél. Þannig var þetta í gær.“ „Ég var sáttur þegar ég lagðist á koddann í gær eftir 740 km akstur í bíl og 70 km akstur á vélsleða á Vatnajökli í engu skyggni og ekki síst góða niðurstöðu. Ferðamennirnir sem við sóttum brugðust rétt við aðstæðum og sleppa því heilir frá þessu ævintýri.“ Hér að neðan má sjá myndband sem Kristinn setti saman af björguninni.
Björgunarsveitir Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. 15. febrúar 2022 14:50 Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04 Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Tékkarnir kaldir en í lagi með þá Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði. 15. febrúar 2022 14:50
Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15. febrúar 2022 13:04
Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17