Fyrsta konan sögð læknuð af HIV-veirunni Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2022 14:57 Konan fékk stofnfrumur úr blóðvökva sem tekinn var úr naflastreng ungabarns með náttúrulegar varnir gegn HIV-veirunni. Getty Bandarísk kona með hvítblæði er sögð hafa læknast af HIV-veirunni við stofnfrumuígræðslu frá gjafa með náttúrlegar varnir gegn veirunni sem veldur alnæmi. Um er að ræða fyrstu konuna sem læknast af veirunni en tveir menn hafa áður læknast. Vísindamenn sögðu frá þessum vendingum í gær en fjögur ár eru síðan konan fékk stofnfrumur úr blóðvökva sem tekinn var úr naflastreng nýfædds barns, samkvæmt frétt Washington Post. Fjórtán mánuðir eru síðan veiran greindist síðast í konunni. Þá hætti hún að taka lyf sem halda veirunni niðri og þrátt fyrir það hefur hún ekki greinst aftur í konunni. Konan ku vera á miðjum aldri og af blönduðum uppruna. Árangurinn þykir til marks um að þessi nýja aðferð gæti verið notuð til að lækna fleiri af HIV-veirunni. Þeir tveir sem höfðu áður læknast voru hvítur maður og annar af rómönskum uppruna. Þeir höfðu báðir fengið stofnfrumur úr fullorðnum gjöfum. Öll voru læknuð af HIV við krabbameinsmeðferð. Fylgjast með 25 öðrum sjúklingum Reuters segir konuna taka þátt í rannsókn þar sem fylgst er með 25 einstaklingum sem eru með HIV og hafa fengið stofnfrumuígræðslu úr blóði úr naflastreng vegna krabbameins eða annarra alvarlegra veikinda. Fyrst fara sjúklingarnir í lyfjameðferð og í kjölfar hennar fá þeir stofnfrumuígræðslu frá aðilum með sérstakar stökkbreytingar sem verja þau gegn HIV-veirunni. Samkvæmt Reuters telja vísindamennirnir sem að rannsókninni koma að það veiti ónæmiskerfum sjúklinganna auknar varnir gegn veirunni. Þessari aðferð væri ekki hægt að beita til að lækna langflesta HIV-sjúklinga en sérfræðingar segja þetta skref í rétta átt. Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Vísindamenn sögðu frá þessum vendingum í gær en fjögur ár eru síðan konan fékk stofnfrumur úr blóðvökva sem tekinn var úr naflastreng nýfædds barns, samkvæmt frétt Washington Post. Fjórtán mánuðir eru síðan veiran greindist síðast í konunni. Þá hætti hún að taka lyf sem halda veirunni niðri og þrátt fyrir það hefur hún ekki greinst aftur í konunni. Konan ku vera á miðjum aldri og af blönduðum uppruna. Árangurinn þykir til marks um að þessi nýja aðferð gæti verið notuð til að lækna fleiri af HIV-veirunni. Þeir tveir sem höfðu áður læknast voru hvítur maður og annar af rómönskum uppruna. Þeir höfðu báðir fengið stofnfrumur úr fullorðnum gjöfum. Öll voru læknuð af HIV við krabbameinsmeðferð. Fylgjast með 25 öðrum sjúklingum Reuters segir konuna taka þátt í rannsókn þar sem fylgst er með 25 einstaklingum sem eru með HIV og hafa fengið stofnfrumuígræðslu úr blóði úr naflastreng vegna krabbameins eða annarra alvarlegra veikinda. Fyrst fara sjúklingarnir í lyfjameðferð og í kjölfar hennar fá þeir stofnfrumuígræðslu frá aðilum með sérstakar stökkbreytingar sem verja þau gegn HIV-veirunni. Samkvæmt Reuters telja vísindamennirnir sem að rannsókninni koma að það veiti ónæmiskerfum sjúklinganna auknar varnir gegn veirunni. Þessari aðferð væri ekki hægt að beita til að lækna langflesta HIV-sjúklinga en sérfræðingar segja þetta skref í rétta átt.
Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira