Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. febrúar 2022 10:13 Hagfræðideild Landsbankans varar við alvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast. Vísitala íbúðarverðs heldur áfram að hækka milli mánaða en í janúar 2022 mældist hún 823,7, sem er 1,7 prósentustiga hækkun milli mánaða. Síðustu sex mánuði hefur vísitalan hækkað um 8,7 prósent og um 20,3 prósent síðustu tólf mánuði. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Að því er kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans lítur ekki út fyrir að markaðurinn róist á næstunni. Þá geri sú staðreynd að verðbólga sé mun almennari nú en áður það að verkum að afleiðingar af hækkandi húsnæðisverði eru alvarlegri en áður. „Verðbólga mældist 5,7% í janúar og hafði ekki verið meiri síðan 2012. Horft til undirliða sést að húsnæði skýrir hátt í helming verðbólgunnar. Því er mikilvægt að koma böndum á húsnæðismarkaðinn ef hemja á verðbólguna almennt,“ segir í Hagsjánni. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem að vísitala íbúðaverðs hækkar mikið en í desember hækkaði hún um 1,8 prósentustig, sem kom á óvart þar sem verðþróun mánuðina á undan hafði gefið tilefni til að ætla að markaðurinn væri farinn að róast. Raunverð hækkar ekki jafn hratt og nafnverð Fjölbýli hækkaði um 1,8 prósent milli mánaða og sérbýli um 1,1 prósent. Tólf mánaða hækkun fjölbýlis mælist nú 19,6 prósent, sérbýlis 22,5 prósent og vegin hækkun alls íbúðarhúsnæðis mældist 20,3 prósent. Tólf mánaða hækkun sérbýlis hefur ekki mælst meiri síðan í mars 2006. „Síðast þegar hækkanir á húsnæðismarkaði voru áþekkar og nú var spennan meiri á markaði fyrir fjölbýli sem hækkaði um allt að 24,4% þegar mest lét í maí 2017. Núna virðist spennan vera meiri á markaði fyrir sérbýli sem hækkar meira en fjölbýli horft til 12 mánaða þróunar,“ segir í Hagsjánni. Þá hækkaði raunverð íbúða um 1,5 prósent milli mánaða en þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem hækkunin mælist 1,5 prósent, sem er talsvert meiri hækkun en mánuðina þar áður. Raunverð hækkar þó ekki jafn hratt og nafnverð. Þróun raunverðs er þó rólegri en í síðustu hækkunarhrinu á íbúðamarkaði. Samkvæmt hagfræðideildinni virðist staða kaupenda ekki jafn slæm og á árunum 2016 til 2018. „Staðan er engu að síður orðin nokkuð alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tók nokkuð stórt skref í síðustu viku þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,75 prósentustig til þess að slá á eftirspurn á íbúðamarkaði og í hagkerfinu almennt. Nýjustu gögn benda þó til þess að mögulega þurfi að stíga enn stærri skref ef kæla á markaðinn meira,“ segir í Hagsjánni. Húsnæðismál Verðlag Tengdar fréttir Sumarhús seldust sem aldrei fyrr Metsala var á sumarhúsum á síðasta ári. Hinn aukni áhugi er rakinn til lægri vaxta, aukins sparnaðar og færri ferðalaga vegna kórónuveirufaraldursins. 7. febrúar 2022 10:11 Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020. 3. janúar 2022 13:27 Fyrstu kaupendur hafa aldrei verið fleiri Tæplega 34 prósent allra kaupenda íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu á þriðja ársfjórðungi voru að kaupa sína fyrstu íbúð. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra. 22. nóvember 2021 11:08 Meðalkaupverð íbúða í landinu átta milljónum hærra en fyrir ári Meðalkaupverð íbúða á landinu var 58,5 milljónir króna í nóvember síðastliðinn samanborið við 50,8 milljónir króna nóvember árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu var meðalkaupverð 67,6 milljónir króna en þar af var það 58 milljónir króna fyrir íbúðir í fjölbýli og 98 milljónir fyrir sérbýli. 17. janúar 2022 07:25 Aldrei selst fleiri íbúðir en í fyrra og verðið hækkaði mikið Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári og var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent. Fasteignasali reiknar með áframhaldandi skorti á íbúðarhúsnæði á allra næstu misserum. 21. janúar 2022 20:15 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Vísitala íbúðarverðs heldur áfram að hækka milli mánaða en í janúar 2022 mældist hún 823,7, sem er 1,7 prósentustiga hækkun milli mánaða. Síðustu sex mánuði hefur vísitalan hækkað um 8,7 prósent og um 20,3 prósent síðustu tólf mánuði. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Að því er kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans lítur ekki út fyrir að markaðurinn róist á næstunni. Þá geri sú staðreynd að verðbólga sé mun almennari nú en áður það að verkum að afleiðingar af hækkandi húsnæðisverði eru alvarlegri en áður. „Verðbólga mældist 5,7% í janúar og hafði ekki verið meiri síðan 2012. Horft til undirliða sést að húsnæði skýrir hátt í helming verðbólgunnar. Því er mikilvægt að koma böndum á húsnæðismarkaðinn ef hemja á verðbólguna almennt,“ segir í Hagsjánni. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem að vísitala íbúðaverðs hækkar mikið en í desember hækkaði hún um 1,8 prósentustig, sem kom á óvart þar sem verðþróun mánuðina á undan hafði gefið tilefni til að ætla að markaðurinn væri farinn að róast. Raunverð hækkar ekki jafn hratt og nafnverð Fjölbýli hækkaði um 1,8 prósent milli mánaða og sérbýli um 1,1 prósent. Tólf mánaða hækkun fjölbýlis mælist nú 19,6 prósent, sérbýlis 22,5 prósent og vegin hækkun alls íbúðarhúsnæðis mældist 20,3 prósent. Tólf mánaða hækkun sérbýlis hefur ekki mælst meiri síðan í mars 2006. „Síðast þegar hækkanir á húsnæðismarkaði voru áþekkar og nú var spennan meiri á markaði fyrir fjölbýli sem hækkaði um allt að 24,4% þegar mest lét í maí 2017. Núna virðist spennan vera meiri á markaði fyrir sérbýli sem hækkar meira en fjölbýli horft til 12 mánaða þróunar,“ segir í Hagsjánni. Þá hækkaði raunverð íbúða um 1,5 prósent milli mánaða en þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem hækkunin mælist 1,5 prósent, sem er talsvert meiri hækkun en mánuðina þar áður. Raunverð hækkar þó ekki jafn hratt og nafnverð. Þróun raunverðs er þó rólegri en í síðustu hækkunarhrinu á íbúðamarkaði. Samkvæmt hagfræðideildinni virðist staða kaupenda ekki jafn slæm og á árunum 2016 til 2018. „Staðan er engu að síður orðin nokkuð alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tók nokkuð stórt skref í síðustu viku þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,75 prósentustig til þess að slá á eftirspurn á íbúðamarkaði og í hagkerfinu almennt. Nýjustu gögn benda þó til þess að mögulega þurfi að stíga enn stærri skref ef kæla á markaðinn meira,“ segir í Hagsjánni.
Húsnæðismál Verðlag Tengdar fréttir Sumarhús seldust sem aldrei fyrr Metsala var á sumarhúsum á síðasta ári. Hinn aukni áhugi er rakinn til lægri vaxta, aukins sparnaðar og færri ferðalaga vegna kórónuveirufaraldursins. 7. febrúar 2022 10:11 Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020. 3. janúar 2022 13:27 Fyrstu kaupendur hafa aldrei verið fleiri Tæplega 34 prósent allra kaupenda íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu á þriðja ársfjórðungi voru að kaupa sína fyrstu íbúð. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra. 22. nóvember 2021 11:08 Meðalkaupverð íbúða í landinu átta milljónum hærra en fyrir ári Meðalkaupverð íbúða á landinu var 58,5 milljónir króna í nóvember síðastliðinn samanborið við 50,8 milljónir króna nóvember árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu var meðalkaupverð 67,6 milljónir króna en þar af var það 58 milljónir króna fyrir íbúðir í fjölbýli og 98 milljónir fyrir sérbýli. 17. janúar 2022 07:25 Aldrei selst fleiri íbúðir en í fyrra og verðið hækkaði mikið Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári og var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent. Fasteignasali reiknar með áframhaldandi skorti á íbúðarhúsnæði á allra næstu misserum. 21. janúar 2022 20:15 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Sumarhús seldust sem aldrei fyrr Metsala var á sumarhúsum á síðasta ári. Hinn aukni áhugi er rakinn til lægri vaxta, aukins sparnaðar og færri ferðalaga vegna kórónuveirufaraldursins. 7. febrúar 2022 10:11
Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020. 3. janúar 2022 13:27
Fyrstu kaupendur hafa aldrei verið fleiri Tæplega 34 prósent allra kaupenda íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu á þriðja ársfjórðungi voru að kaupa sína fyrstu íbúð. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra. 22. nóvember 2021 11:08
Meðalkaupverð íbúða í landinu átta milljónum hærra en fyrir ári Meðalkaupverð íbúða á landinu var 58,5 milljónir króna í nóvember síðastliðinn samanborið við 50,8 milljónir króna nóvember árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu var meðalkaupverð 67,6 milljónir króna en þar af var það 58 milljónir króna fyrir íbúðir í fjölbýli og 98 milljónir fyrir sérbýli. 17. janúar 2022 07:25
Aldrei selst fleiri íbúðir en í fyrra og verðið hækkaði mikið Metfjöldi íbúða seldist á síðasta ári og var fjölgunin milli ára töluvert yfir meðaltali fyrri ára á þessari öld og íbúðaverð hækkaði um 18,4 prósent. Fasteignasali reiknar með áframhaldandi skorti á íbúðarhúsnæði á allra næstu misserum. 21. janúar 2022 20:15