Á þetta bæði við um þá sem voru bólusettir áður en þeir greindust með Covid-19 og þá sem voru bólusettir eftir að þeir höfðu fengið sjúkdóminn og langvinna fylgifiska hans.
Niðurstöðurnar eru byggðar á fimmtán rannsóknum þar sem ofangreint var skoðað. Samkvæmt tveimur rannsóknum reyndust þeir sem höfðu verið fullbólusettir vera minna líklegir en óbólusettir til að þjást af fjölda langvarand einkennum; til að mynda þreytu, höfuðverkjum, máttleysi í hand- og fótleggjum, vöðvaverkjum, svima, andþyngslum og breyttu lyktarskyni.
Þá voru einnig vísbendingar um að þeir sem höfðu fengið Covid-19 þegar þeir voru óbólusettir og verið með einkenni til lengri tíma, fundu fyrir vægari eða færri einkennum eftir að þeir voru svo bólusettir.
Þess ber þó að geta að hjá sumum versnuðu einkennin við bólusetningu.
Sérfræðingar segja mögulegt að bóluefnin aðstoði líkamann við að losa sig við leifar af kórónuveirunni en annar möguleiki er að bólusetningin komi jafnvægi á ónæmisviðbrögð líkamans hjá þeim sem sýna einkenni vegna ofsvörunar ónæmiskerfisins.
Þetta samspil bóluefnisins og ónæmiskerfisins kann einnig að vera orsök þess að einkenni sumra versna.
Stephen Powis, yfirlæknir NHS á Englandi, fagnar niðurstöðunum og segir þær þarfa áminningu um mikilvægi bólusetninga nú þegar fleiri en 10 þúsund manns séu inniliggjandi vegna Covid á Bretlandseyjum.