Segja hluta greiðslu Andrésar til Giuffre úr vasa drottningarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. febrúar 2022 08:05 Elísabet önnur Bretlandsdrottning. Chris Jackson - WPA Pool/Getty Images Andrés prins mun greiða Virginu Giuffre og góðgerðarsamtökum hennar meira en tólf milljónir punda, um tvo milljarða íslenskra króna, vegna samkomulags þeirra um að mál Giuffre á hendur honum verði fellt niður. Bretlandsdrottning mun fjármagna greiðsluna að hluta. Þetta kemur fram í frétt forsíðufrétt Daily Telegraph í morgun. Greint var frá því í gær að Andrés og Giuffre hefðu komist að samkomulagi um að binda enda á einkamál hennar á hendur honum. Giuffre hafði sakað hann um að misnota sig kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Giuffre sagðist hafa verið fórnarlamb mannsals og sagði Andrés hafa nauðgað sér þrisvar sinnum á heimilum auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Greint var frá því í gær að hvorugur aðilinn gæti tjáð sig nánar um samkomulagið. Telegraph segist þó hafa heimildir fyrir því að heildarfjárhæð samkomulagsins sé yfir tólf milljón punda eins og áður sagður. Í frétt Telegraph kemur einnig fram að Elísabet II Bretlandsdrottning, móðir Andrésar, muni fjármagna greiðsluna að hluta, svo að ljúka megi málinu sem hefur legið þungt á bresku konungsfjölskyldunni. Í fréttinni kemur einnig fram að Elísabet hafi einnig komið að því að greiða fyrir lögfræðinga Andrésar í málinu. Í fréttinni kemur einnig fram að samningaviðræður á milli lögfræðinga Andrésar og Giuffre hafi tekið um tíu daga. Góður gangur hafi komist í þær þegar dómari í málinu ákvað að vitnaleiðslur vegna málsins færu fram í næsta mánuði. Þá hefði Andrés þurft að svara spurningum lögfræðinga Giuffre undir eið. Lítil sem engin eftirspurn eftir kröftum Andrésar Samkvæmt Daily Telegraph í dómsskjölum vegna sáttarinnar að Andrés segist sjá eftir tengslum sínum við Epstein. Talsmenn hans segja að hann muni ekki tjá sig frekar um sáttina. Óvissa ríkir um framtíð hlutverks Andrésar innan konungsfjölskyldunnar en hann var látinn hætta að koma fram fyrir hönd hennar eftir að mál Giuffre gegn honum komst í hámæli. Í frétt Daily Telegraph segir að honum hafi verið ráðlagt að hafa hljóttu m sig út árið hið minnsta. Ekki ríki mikil eftirspurn eftir kröftum hans vegna málsins. Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Bretland Bandaríkin Mál Andrésar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Andrés semur við Giuffre Andrés prins hefur gert samkomulag við Virginiu Giuffre, sem hefur sakað hann um að misnota sig kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Giuffre segist hafa verið fórnarlamb mannsals og segir Andrés hafa nauðgað sér þrisvar sinnum á heimilum auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffrey Epstein. 15. febrúar 2022 16:36 Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra sálfræðing Giuffre og eiginmann Lögmenn Andrésar Bretaprins vilja fá að yfirheyra sálfræðing Virginiu Giuffre, sem hefur sakað prinsinn um nauðgun, og segja hana þjást af „fölskum minningum“. 16. janúar 2022 11:36 Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38 Andrés prins kærður fyrir nauðgun Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Kærandi í málinu er Virginia Giuffre, sem segir brot Andrésar gegn sér hafa átt sér stað þegar hún var sautján ára gömul. 9. ágúst 2021 22:34 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt forsíðufrétt Daily Telegraph í morgun. Greint var frá því í gær að Andrés og Giuffre hefðu komist að samkomulagi um að binda enda á einkamál hennar á hendur honum. Giuffre hafði sakað hann um að misnota sig kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Giuffre sagðist hafa verið fórnarlamb mannsals og sagði Andrés hafa nauðgað sér þrisvar sinnum á heimilum auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Greint var frá því í gær að hvorugur aðilinn gæti tjáð sig nánar um samkomulagið. Telegraph segist þó hafa heimildir fyrir því að heildarfjárhæð samkomulagsins sé yfir tólf milljón punda eins og áður sagður. Í frétt Telegraph kemur einnig fram að Elísabet II Bretlandsdrottning, móðir Andrésar, muni fjármagna greiðsluna að hluta, svo að ljúka megi málinu sem hefur legið þungt á bresku konungsfjölskyldunni. Í fréttinni kemur einnig fram að Elísabet hafi einnig komið að því að greiða fyrir lögfræðinga Andrésar í málinu. Í fréttinni kemur einnig fram að samningaviðræður á milli lögfræðinga Andrésar og Giuffre hafi tekið um tíu daga. Góður gangur hafi komist í þær þegar dómari í málinu ákvað að vitnaleiðslur vegna málsins færu fram í næsta mánuði. Þá hefði Andrés þurft að svara spurningum lögfræðinga Giuffre undir eið. Lítil sem engin eftirspurn eftir kröftum Andrésar Samkvæmt Daily Telegraph í dómsskjölum vegna sáttarinnar að Andrés segist sjá eftir tengslum sínum við Epstein. Talsmenn hans segja að hann muni ekki tjá sig frekar um sáttina. Óvissa ríkir um framtíð hlutverks Andrésar innan konungsfjölskyldunnar en hann var látinn hætta að koma fram fyrir hönd hennar eftir að mál Giuffre gegn honum komst í hámæli. Í frétt Daily Telegraph segir að honum hafi verið ráðlagt að hafa hljóttu m sig út árið hið minnsta. Ekki ríki mikil eftirspurn eftir kröftum hans vegna málsins.
Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Bretland Bandaríkin Mál Andrésar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Andrés semur við Giuffre Andrés prins hefur gert samkomulag við Virginiu Giuffre, sem hefur sakað hann um að misnota sig kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Giuffre segist hafa verið fórnarlamb mannsals og segir Andrés hafa nauðgað sér þrisvar sinnum á heimilum auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffrey Epstein. 15. febrúar 2022 16:36 Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra sálfræðing Giuffre og eiginmann Lögmenn Andrésar Bretaprins vilja fá að yfirheyra sálfræðing Virginiu Giuffre, sem hefur sakað prinsinn um nauðgun, og segja hana þjást af „fölskum minningum“. 16. janúar 2022 11:36 Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38 Andrés prins kærður fyrir nauðgun Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Kærandi í málinu er Virginia Giuffre, sem segir brot Andrésar gegn sér hafa átt sér stað þegar hún var sautján ára gömul. 9. ágúst 2021 22:34 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Andrés semur við Giuffre Andrés prins hefur gert samkomulag við Virginiu Giuffre, sem hefur sakað hann um að misnota sig kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul. Giuffre segist hafa verið fórnarlamb mannsals og segir Andrés hafa nauðgað sér þrisvar sinnum á heimilum auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffrey Epstein. 15. febrúar 2022 16:36
Lögmenn Andrésar vilja yfirheyra sálfræðing Giuffre og eiginmann Lögmenn Andrésar Bretaprins vilja fá að yfirheyra sálfræðing Virginiu Giuffre, sem hefur sakað prinsinn um nauðgun, og segja hana þjást af „fölskum minningum“. 16. janúar 2022 11:36
Andrés missir titla sína Andrés prins hefur afsalað sér titlum sínum vegna ásakana gegn honum um kynferðisbrot. Um er að ræða titla hans innan hersins og konungsfjölskyldunnar og mun hann ekki koma að opinberum viðburðum en þessi ákvörðun var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar. 13. janúar 2022 17:38
Andrés prins kærður fyrir nauðgun Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Kærandi í málinu er Virginia Giuffre, sem segir brot Andrésar gegn sér hafa átt sér stað þegar hún var sautján ára gömul. 9. ágúst 2021 22:34