Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 10:02 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. Í gær voru fjórir blaðamenn boðaðir til yfirheyrslu af lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Það voru þeir Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum, Aðalsteinn Kjartansson, blaðamður Stundarinnar, og Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks. „Þetta er einn angi af Samherjamálinu og þeta er sá angi sem var skrifað um snemma síðasta sumar þar sem fréttamenn höfðu greinilega fengið gögn úr samskiptum fólks tengdum Samherja þar sem það var að lýsa þeim aðferðum sem þau ætluðu að beita til að hafa áhrif á fréttaflutning af fyrirtækinu,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Til dæmis hafi í gögnunum verið að finna lýsingar á því hvernig deildin ætlaði að ná sér niður á blaðamönnum og Helgi Seljan, fyrrverandi fréttamaður í Kveik og blaðamaður Stundarinnar, tekinn sérstaklega fyrir en Helgi og Aðalsteinn fjölluðu um Samherja í nóvember 2019 þar sem umsvif Samherja í Namibíu voru til umfjöllunar. „Hann var sérstaklega tekinn fyrir og þetta var mjög alvarleg aðför og uppljóstrandi lýsingar á því hvernig samtal átti sér stað á bak við tjöldin,“ segir Sigríður Dögg. „Þetta voru gögn sem voru greinilega upp úr einhverjum einkasamtölum en við höfum mörg dæmi um það í gegn um tíðina og margar af bestu, helstu, merkilegustu og mikilvægustu fréttum sem hafa verið skrifaðar í heiminum hafa verið upp úr gögnum sem hafa verið tekin og þeim komið til blaðamanna,“ segir Sigríður. Skipti ekki málum hvort gögnunum hafi verið stolið Hún segir ekki alltaf þannig að blaðamenn viti hvernig gögn séu tekin eða fengin. Í þessu tilviki sé erfitt að greina hvað nákvæmlega sé til rannsóknar hjá lögreglu þar sem ekkert hafi fengist upp úr henni annað en það að blaðamennirnir séu með réttarstöðu sakbornings. Sigríður segist ekki geta ímyndað sér annað en að lögreglan vilji fá að vita hverjir heimildarmenn þeirra séu. Hún segir ekki máli skipta hvort gögnunum hafi verið stolið. „Það skiptir ekki máli gagnvart lögum og gagnvart þessari vernd heimildarmanna, það hafa margir dómar fallið um það, til að mynda tölvupóstamálið og Glitnismálið,“ segir Sigríður. Hún nefnir að í Glitnismálinu hafi Stundin skrifað upp úr gögnum sem miklar líkur séu á að tekin hafi verið ófrjálsri hendi þar sem gögnin voru innan úr bankanum. Málið fór alla leið til Hæstaréttar sem mat það svo að blaðamönnum bæri ekki, og þeir mættu ekki, gefa upp heimildarmenn sína, sama hvaðan og hvernig gögnin væru fengin. „Sannarlega er oft brotið á friðhelgi einkalífsins en þarna er alltaf spurning um hvort vegi meira: friðhelgi einkalífs þess sem gögnin varða eða hagsmunir og hagur almennings að fá þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum. Þetta er grundvallaratriði og stóra matsatriðið sem blaðamenn þurfa að meta í hvert sinn sem þeir standa frammi fyrir því að skrifa fréttir upp úr gögnum sem varða einkahagsmuni,“ segir Sigríður. „Í þessu tilfelli blasir það auðvitað við, við þurfum ekki einu sinni að ræða það, og Samherji er meira að segja búinn að koma fram og biðjast afsökunar á því framferði sem þarna var lýst, enginn hefur véfengt það. Þetta er í rauninni að mínu mati algjörlega óskiljanlegt að lögreglan skuli fara þessa leið.“ Ekkert grín að vera til rannsóknar fyrir vinnuna sína Hún furðar sig á ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að kalla blaðamennina fjóra inn til yfirheyrslu til að krefja þá um heimildarmenn sína. „Það er algjörlega óásættanlegt að lögreglan sé að kalla blaðamenn til yfirheyrslu til þess eins að krefja þá um að gefa upp heimildarmenn sína. Þeir geta það ekki, þeir vilja það ekki og þeir mega það ekki,“ segir Sigríður. Hún segir málið ekki svo einfalt að þeir geti einfaldlega mætt til yfirheyrslu og svarað fyrir störf sín. „Það er ekkert grín að mæta til lögreglu, vera kallaður til yfirheyrslu og vera með réttarstöðu sakbornings. Að fólk sé sett í þá stöðu, fyrir það eitt að vinna vinnuna sína, veita almenningi mikilvægar upplýsingar, fyrir það eitt að skrifa fréttir. Það hefur verið túlkað þannig að svona hegðun frá lögreglunni megi túlka sem tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi, og fjölmiðla þrýstingi, að forðast að skrifa um ákveðin mál,“ segir Sigríður. „Lögreglan veit að blaðamennirnir munu segja: Nei, ég er ekki að fara að gefa það upp. Hún veit það vegna þess að það er frumskylda blaðamanns að vernda heimildarmenn sína.“ Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07 Alvarlegt að blaðamenn fái réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir Ritstjóri Kjarnans segist undrandi á því að hafa, ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, verið boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ 14. febrúar 2022 19:50 Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Í gær voru fjórir blaðamenn boðaðir til yfirheyrslu af lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Það voru þeir Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum, Aðalsteinn Kjartansson, blaðamður Stundarinnar, og Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks. „Þetta er einn angi af Samherjamálinu og þeta er sá angi sem var skrifað um snemma síðasta sumar þar sem fréttamenn höfðu greinilega fengið gögn úr samskiptum fólks tengdum Samherja þar sem það var að lýsa þeim aðferðum sem þau ætluðu að beita til að hafa áhrif á fréttaflutning af fyrirtækinu,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Til dæmis hafi í gögnunum verið að finna lýsingar á því hvernig deildin ætlaði að ná sér niður á blaðamönnum og Helgi Seljan, fyrrverandi fréttamaður í Kveik og blaðamaður Stundarinnar, tekinn sérstaklega fyrir en Helgi og Aðalsteinn fjölluðu um Samherja í nóvember 2019 þar sem umsvif Samherja í Namibíu voru til umfjöllunar. „Hann var sérstaklega tekinn fyrir og þetta var mjög alvarleg aðför og uppljóstrandi lýsingar á því hvernig samtal átti sér stað á bak við tjöldin,“ segir Sigríður Dögg. „Þetta voru gögn sem voru greinilega upp úr einhverjum einkasamtölum en við höfum mörg dæmi um það í gegn um tíðina og margar af bestu, helstu, merkilegustu og mikilvægustu fréttum sem hafa verið skrifaðar í heiminum hafa verið upp úr gögnum sem hafa verið tekin og þeim komið til blaðamanna,“ segir Sigríður. Skipti ekki málum hvort gögnunum hafi verið stolið Hún segir ekki alltaf þannig að blaðamenn viti hvernig gögn séu tekin eða fengin. Í þessu tilviki sé erfitt að greina hvað nákvæmlega sé til rannsóknar hjá lögreglu þar sem ekkert hafi fengist upp úr henni annað en það að blaðamennirnir séu með réttarstöðu sakbornings. Sigríður segist ekki geta ímyndað sér annað en að lögreglan vilji fá að vita hverjir heimildarmenn þeirra séu. Hún segir ekki máli skipta hvort gögnunum hafi verið stolið. „Það skiptir ekki máli gagnvart lögum og gagnvart þessari vernd heimildarmanna, það hafa margir dómar fallið um það, til að mynda tölvupóstamálið og Glitnismálið,“ segir Sigríður. Hún nefnir að í Glitnismálinu hafi Stundin skrifað upp úr gögnum sem miklar líkur séu á að tekin hafi verið ófrjálsri hendi þar sem gögnin voru innan úr bankanum. Málið fór alla leið til Hæstaréttar sem mat það svo að blaðamönnum bæri ekki, og þeir mættu ekki, gefa upp heimildarmenn sína, sama hvaðan og hvernig gögnin væru fengin. „Sannarlega er oft brotið á friðhelgi einkalífsins en þarna er alltaf spurning um hvort vegi meira: friðhelgi einkalífs þess sem gögnin varða eða hagsmunir og hagur almennings að fá þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum. Þetta er grundvallaratriði og stóra matsatriðið sem blaðamenn þurfa að meta í hvert sinn sem þeir standa frammi fyrir því að skrifa fréttir upp úr gögnum sem varða einkahagsmuni,“ segir Sigríður. „Í þessu tilfelli blasir það auðvitað við, við þurfum ekki einu sinni að ræða það, og Samherji er meira að segja búinn að koma fram og biðjast afsökunar á því framferði sem þarna var lýst, enginn hefur véfengt það. Þetta er í rauninni að mínu mati algjörlega óskiljanlegt að lögreglan skuli fara þessa leið.“ Ekkert grín að vera til rannsóknar fyrir vinnuna sína Hún furðar sig á ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að kalla blaðamennina fjóra inn til yfirheyrslu til að krefja þá um heimildarmenn sína. „Það er algjörlega óásættanlegt að lögreglan sé að kalla blaðamenn til yfirheyrslu til þess eins að krefja þá um að gefa upp heimildarmenn sína. Þeir geta það ekki, þeir vilja það ekki og þeir mega það ekki,“ segir Sigríður. Hún segir málið ekki svo einfalt að þeir geti einfaldlega mætt til yfirheyrslu og svarað fyrir störf sín. „Það er ekkert grín að mæta til lögreglu, vera kallaður til yfirheyrslu og vera með réttarstöðu sakbornings. Að fólk sé sett í þá stöðu, fyrir það eitt að vinna vinnuna sína, veita almenningi mikilvægar upplýsingar, fyrir það eitt að skrifa fréttir. Það hefur verið túlkað þannig að svona hegðun frá lögreglunni megi túlka sem tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi, og fjölmiðla þrýstingi, að forðast að skrifa um ákveðin mál,“ segir Sigríður. „Lögreglan veit að blaðamennirnir munu segja: Nei, ég er ekki að fara að gefa það upp. Hún veit það vegna þess að það er frumskylda blaðamanns að vernda heimildarmenn sína.“
Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07 Alvarlegt að blaðamenn fái réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir Ritstjóri Kjarnans segist undrandi á því að hafa, ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, verið boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ 14. febrúar 2022 19:50 Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07
Alvarlegt að blaðamenn fái réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir Ritstjóri Kjarnans segist undrandi á því að hafa, ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, verið boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ 14. febrúar 2022 19:50
Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19