Funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn á morgun Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2022 13:10 Frá björgunaraðgerðum í Ölfusvatnsvík í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi og fleiri viðbragðsaðilar munu funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn vegna flugslyssins sem þar varð í byrjun mánaðar á morgun. Þó er nokkuð ljóst að sú áætlun sem þar verður smíðuð verður ekki sett í gang fyrr en hlýnar og unnt verður að ganga í verkefnið án þess að veður setji strik í reikninginn. Frá þessu segir í færslu lögreglunnar á Suðurlandi á vef lögreglunnar. Enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur en ákveðið var að hætta aðgerðum síðastliðinn föstudag vegna íss sem lagði á vatninu jafnharðan og torveldaði allar aðgerðir. Viðbraðsaðilum tókst að koma líkum hinna fjögurra sem létust af botni vatnsins á fimmtudaginn. Lögregla greinir frá framvindu björgunaraðgerðanna í færslunni þar sem segir að lykillinn að því að vélin og síðan lík þeirra sem voru um borð hafi fundist hafi verið skönnun sem hafi farið fram með fjölgeislamæli á Gavia kafbáti frá fyrirtækinu Teledyne. Þá hafi verið notaður fjölgeislamælir á bát frá Sjótækni en sá bátur hafði auk kafbátsins verið notaður við leit að flugvélinni. „Kafarar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu og Sérsveitar ríkislögreglustjóra ásamt starfsmönnum Köfunarþjónustunnar ehf sem var með pramma fyrir þá að athafna sig frá sáu um að lyfta líkunum frá botni með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins og færa í hendur kafara sem komu þeim fyrir í segli og þau síðan hífð um borð í bát sem flutti í land. Öllum aðgerðum var streymt á skjá í stjórnstöðvarbíl Landsbjargar á vatnsbakkanum en þaðan fór fram formleg stýring aðgerðanna. Þar höfðu rannsóknarlögreglumenn lögreglunnar á Suðurlandi og fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa yfirsýn yfir aðgerðir og skráning þeirra var framkvæmd þar. Til að aðgerðin gæti gengið þurfti stöðugt að sigla bátum um víkina til að varna því að lagnaðarís myndaðist á henni. Ráðgert hafði verið að kafa alveg niður á botn eftir líkunum og búa þau þar undir flutning þannig að tryggt væri að munir sem þau hefðu meðferðis og hefðu sönnunargildi glötuðust ekki. Við þær aðstæður sem þarna voru þótti það ekki réttlætanlegt og því var gripið til þessa ráðs,“ segir í færslunni. Engin leið að telja alla upp Þá segir að samstarf allra aðila við þessa aðgerð, sem og leitina alla hafi verið til fyrirmyndar. „Lögreglustjórinn á Suðurlandi vill nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum, sem að komu, þeirra aðkomu, stóra sem smáa. Engin leið er að telja þá alla hér upp, slíkur er fjöldinn.“ Lögreglumál Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu. 11. febrúar 2022 10:39 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Sjá meira
Frá þessu segir í færslu lögreglunnar á Suðurlandi á vef lögreglunnar. Enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur en ákveðið var að hætta aðgerðum síðastliðinn föstudag vegna íss sem lagði á vatninu jafnharðan og torveldaði allar aðgerðir. Viðbraðsaðilum tókst að koma líkum hinna fjögurra sem létust af botni vatnsins á fimmtudaginn. Lögregla greinir frá framvindu björgunaraðgerðanna í færslunni þar sem segir að lykillinn að því að vélin og síðan lík þeirra sem voru um borð hafi fundist hafi verið skönnun sem hafi farið fram með fjölgeislamæli á Gavia kafbáti frá fyrirtækinu Teledyne. Þá hafi verið notaður fjölgeislamælir á bát frá Sjótækni en sá bátur hafði auk kafbátsins verið notaður við leit að flugvélinni. „Kafarar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu og Sérsveitar ríkislögreglustjóra ásamt starfsmönnum Köfunarþjónustunnar ehf sem var með pramma fyrir þá að athafna sig frá sáu um að lyfta líkunum frá botni með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins og færa í hendur kafara sem komu þeim fyrir í segli og þau síðan hífð um borð í bát sem flutti í land. Öllum aðgerðum var streymt á skjá í stjórnstöðvarbíl Landsbjargar á vatnsbakkanum en þaðan fór fram formleg stýring aðgerðanna. Þar höfðu rannsóknarlögreglumenn lögreglunnar á Suðurlandi og fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa yfirsýn yfir aðgerðir og skráning þeirra var framkvæmd þar. Til að aðgerðin gæti gengið þurfti stöðugt að sigla bátum um víkina til að varna því að lagnaðarís myndaðist á henni. Ráðgert hafði verið að kafa alveg niður á botn eftir líkunum og búa þau þar undir flutning þannig að tryggt væri að munir sem þau hefðu meðferðis og hefðu sönnunargildi glötuðust ekki. Við þær aðstæður sem þarna voru þótti það ekki réttlætanlegt og því var gripið til þessa ráðs,“ segir í færslunni. Engin leið að telja alla upp Þá segir að samstarf allra aðila við þessa aðgerð, sem og leitina alla hafi verið til fyrirmyndar. „Lögreglustjórinn á Suðurlandi vill nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum, sem að komu, þeirra aðkomu, stóra sem smáa. Engin leið er að telja þá alla hér upp, slíkur er fjöldinn.“
Lögreglumál Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu. 11. febrúar 2022 10:39 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Sjá meira
Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu. 11. febrúar 2022 10:39
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent