Kalla eftir fundi með Rússum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. febrúar 2022 00:05 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu. Getty/Bernd von Jutrczenka Mikil ólga er enn á landamærum Rússlands og Úkraínu en yfirvöld í Úkraínu hafa óskað eftir fundi með Rússum vegna stöðu mála. Óttast er að innrás sé yfirvofandi en forseti Úkraínu segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því. Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba, segir rússnesk yfirvöld ekki hafa brugðist við fyrirspurnum þeirra um ástæður aukinnar viðveru rússneskra hermanna á landamærunum. Að því er kemur fram í frétt BBC um málið hafði Kuleba farið fram á það síðastliðinn föstudag að Rússar myndu svara fyrir viðveru hermannanna en engin svör höfðu borist. Kuleba sagði þá næsta skref vera að krefjast fundar í samræmi við reglur Vínarskjalsins svokallaða, grundvallarsamnings um öryggissamvinnu í Evrópu, innan 48 klukkustunda þar sem Rússar myndu svara fyrir áform sín. Um hundrað þúsund rússneskir hermenn eru nú á landamærunum og er óttast að innrás sé yfirvofandi. Yfirvöld í fjölmörgum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum og Bretlandi, hafa beint því til ríkisborgara sinna að yfirgefa landið vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Rússnesk yfirvöld hafa þó alfarið neitað því að þeir stefni á að ráðast inn í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti, ræddi símleiðis við Vladimír Pútím Rússlandsforseta í gær og varaði við því að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi. Símtal þeirra bar þó lítinn árangur. Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu, ræddi þá við Biden í dag en þar sem Biden ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Sjálfur sagðist Zelenskík ekki hafa neinar haldbærar sannanir fyrir því að Rússar væru að skipuleggja árás inn í Úkraínu. Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir „Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31 Tjáði Pútín að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í dag vegna stöðunnar í Úkraínu en Rússar hafa undanfarið aukið viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu og er óttast að þeir hyggi á innrás á næstunni. 12. febrúar 2022 23:12 Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmytro Kuleba, segir rússnesk yfirvöld ekki hafa brugðist við fyrirspurnum þeirra um ástæður aukinnar viðveru rússneskra hermanna á landamærunum. Að því er kemur fram í frétt BBC um málið hafði Kuleba farið fram á það síðastliðinn föstudag að Rússar myndu svara fyrir viðveru hermannanna en engin svör höfðu borist. Kuleba sagði þá næsta skref vera að krefjast fundar í samræmi við reglur Vínarskjalsins svokallaða, grundvallarsamnings um öryggissamvinnu í Evrópu, innan 48 klukkustunda þar sem Rússar myndu svara fyrir áform sín. Um hundrað þúsund rússneskir hermenn eru nú á landamærunum og er óttast að innrás sé yfirvofandi. Yfirvöld í fjölmörgum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum og Bretlandi, hafa beint því til ríkisborgara sinna að yfirgefa landið vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Rússnesk yfirvöld hafa þó alfarið neitað því að þeir stefni á að ráðast inn í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti, ræddi símleiðis við Vladimír Pútím Rússlandsforseta í gær og varaði við því að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi. Símtal þeirra bar þó lítinn árangur. Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu, ræddi þá við Biden í dag en þar sem Biden ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Sjálfur sagðist Zelenskík ekki hafa neinar haldbærar sannanir fyrir því að Rússar væru að skipuleggja árás inn í Úkraínu.
Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir „Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31 Tjáði Pútín að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í dag vegna stöðunnar í Úkraínu en Rússar hafa undanfarið aukið viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu og er óttast að þeir hyggi á innrás á næstunni. 12. febrúar 2022 23:12 Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
„Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. 12. febrúar 2022 20:31
Tjáði Pútín að Vesturveldin myndu bregðast við af hörku ef til innrásar kæmi Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi símleiðis við Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í dag vegna stöðunnar í Úkraínu en Rússar hafa undanfarið aukið viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu og er óttast að þeir hyggi á innrás á næstunni. 12. febrúar 2022 23:12
Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21