Ráðuneyti í lögvillu Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 11. febrúar 2022 15:01 Það er sláandi að lesa svarbréf menningar- og viðskiptaráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis vegna flutnings ríkisendurskoðanda yfir í ráðuneytið, ráðstöfunar þar sem 36. gr. starfsmannalaga er beitt með fordæmalausum hætti til að flytja embættismann frá eftirlitsstofnun á vegum löggjafarvaldsins og undir valdsvið ráðherra. Í bréfinu, sem er skrifað fyrir hönd Lilju Alfreðsdóttur ráðherra, gengur ráðuneytið út frá því að ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis séu það sem lýst er sem „sjálfstæðum stjórnvöldum á vegum framkvæmdarvaldsins sem undanskilin eru ábyrgð ráðherra“ (bls. 4). Þetta er grundvallarmisskilningur á stjórnskipulegri stöðu þessara stofnana. „Embætti umboðsmanns hefur sérstöðu í samanburði við aðrar stofnanir ríkisins þegar litið er til þrískiptingar ríkisvaldsins. Það er hvorki dómstóll né stjórnvald og ekki heldur beinn hluti af löggjafarvaldinu eða þátttakandi í öðrum verkefnum Alþingis, heldur stofnun sem starfar í umboði og á vegum þess,“ skrifar Björg Thorarensen, hæstaréttardómari og fyrrverandi prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, í bók sinni Stjórnskipunarréttur: Undirstöður og handhafar ríkisvalds (bls. 586). Hið sama á við um Ríkisendurskoðun sem einnig starfar á vegum Alþingis og í umboði þess, ekki á vegum framkvæmdarvaldsins. Árið 1986 var Ríkisendurskoðun færð sérstaklega frá fjármálaráðuneytinu og undir Alþingi með lagabreytingum sem þjónuðu þeim tilgangi að styrkja sjálfstæði stofnunarinnar. „Þannig var hún færð frá framkvæmdarvaldinu yfir á svið löggjafarvaldsins,“ skrifar Björg Thorarensen (bls. 593). Raunar er mælt skýrt fyrir um það í stjórnarskrá (43. gr.) að endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja skuli fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess. Flutningur ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra er annað dæmi af tveimur þar sem lagaákvæði eru túlkuð með ævintýralegum hætti til að sveigja frá meginreglu starfsmannalaga um að laus embætti skuli auglýst (reglu sem snýst ekki síst um jafnræði borgaranna gagnvart hinu opinbera og að þeir sem hafa hug á tilteknu embætti eða starfi eigi kost á að sækja um það). Í hinu tilvikinu er tímabundin setning nýs ráðuneytisstjóra í háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu réttlætt með vísan til 24. gr. starfsmannalaga, lagaákvæðis sem á að túlka þröngt og tekur til aðstæðna þar sem embættismaður hefur fallið frá, ekki þegar skipað er eða sett í nýtt embætti. Það er áhyggjuefni ef handhafar ríkisvalds vinna út frá röngum skilningi á stjórnskipulegri stöðu eftirlitsstofnana Alþingis og enn verra ef uppstokkun stjórnarráðsins er notuð sem skálkaskjól til að teygja og sveigja lög og reglur og endurskilgreina valdmörkin í íslensku samfélagi. Við það verður ekki unað. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Stjórnsýsla Samfylkingin Alþingi Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Sjá meira
Það er sláandi að lesa svarbréf menningar- og viðskiptaráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis vegna flutnings ríkisendurskoðanda yfir í ráðuneytið, ráðstöfunar þar sem 36. gr. starfsmannalaga er beitt með fordæmalausum hætti til að flytja embættismann frá eftirlitsstofnun á vegum löggjafarvaldsins og undir valdsvið ráðherra. Í bréfinu, sem er skrifað fyrir hönd Lilju Alfreðsdóttur ráðherra, gengur ráðuneytið út frá því að ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis séu það sem lýst er sem „sjálfstæðum stjórnvöldum á vegum framkvæmdarvaldsins sem undanskilin eru ábyrgð ráðherra“ (bls. 4). Þetta er grundvallarmisskilningur á stjórnskipulegri stöðu þessara stofnana. „Embætti umboðsmanns hefur sérstöðu í samanburði við aðrar stofnanir ríkisins þegar litið er til þrískiptingar ríkisvaldsins. Það er hvorki dómstóll né stjórnvald og ekki heldur beinn hluti af löggjafarvaldinu eða þátttakandi í öðrum verkefnum Alþingis, heldur stofnun sem starfar í umboði og á vegum þess,“ skrifar Björg Thorarensen, hæstaréttardómari og fyrrverandi prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, í bók sinni Stjórnskipunarréttur: Undirstöður og handhafar ríkisvalds (bls. 586). Hið sama á við um Ríkisendurskoðun sem einnig starfar á vegum Alþingis og í umboði þess, ekki á vegum framkvæmdarvaldsins. Árið 1986 var Ríkisendurskoðun færð sérstaklega frá fjármálaráðuneytinu og undir Alþingi með lagabreytingum sem þjónuðu þeim tilgangi að styrkja sjálfstæði stofnunarinnar. „Þannig var hún færð frá framkvæmdarvaldinu yfir á svið löggjafarvaldsins,“ skrifar Björg Thorarensen (bls. 593). Raunar er mælt skýrt fyrir um það í stjórnarskrá (43. gr.) að endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja skuli fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess. Flutningur ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra er annað dæmi af tveimur þar sem lagaákvæði eru túlkuð með ævintýralegum hætti til að sveigja frá meginreglu starfsmannalaga um að laus embætti skuli auglýst (reglu sem snýst ekki síst um jafnræði borgaranna gagnvart hinu opinbera og að þeir sem hafa hug á tilteknu embætti eða starfi eigi kost á að sækja um það). Í hinu tilvikinu er tímabundin setning nýs ráðuneytisstjóra í háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu réttlætt með vísan til 24. gr. starfsmannalaga, lagaákvæðis sem á að túlka þröngt og tekur til aðstæðna þar sem embættismaður hefur fallið frá, ekki þegar skipað er eða sett í nýtt embætti. Það er áhyggjuefni ef handhafar ríkisvalds vinna út frá röngum skilningi á stjórnskipulegri stöðu eftirlitsstofnana Alþingis og enn verra ef uppstokkun stjórnarráðsins er notuð sem skálkaskjól til að teygja og sveigja lög og reglur og endurskilgreina valdmörkin í íslensku samfélagi. Við það verður ekki unað. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar