Uppfært: 19:35
Búið er að ná öllum fjórum sem fórust í flugslysinu á land, samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Störfum er nú hætt á vettvangi og er unnið að því að skipuleggja aðgerðir morgundagsins. Lögreglan segir að frekari upplýsingar verði veittar í fyrramálið.
Kafbáturinn var sendur niður á botn vatnsins og notaður til að flytja hinu látnu upp að yfirborðinu þar sem kafarar tóku við þeim og komu upp í báta og í land.
Kafarar á vegum Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs og sérsveitar ríkislögreglustjóra hafa komið að björgunarstarfinu og er vonast til þess að verkið klárist í dag.
Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, ræddi við Odd Árnason, yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á Suðurlandi, á fimmta tímanum í dag.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá Þingvöllum sem teknar voru í dag.




