Frestað! Hildur Björnsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 12:00 Byggingarfulltrúi í Reykjavík tók til afgreiðslu á dögunum, 88 mál á fimm klukkustunda fundi. Það fór ekki betur en svo að 63 málanna var frestað. Torsótt er að kynna sér ástæður frestunar. Höfuðborgin miðlar nefnilega illa fundargerðum sem þó innihalda einhverjar mikilvægustu hagtölur landsins. Ekki má með góðu móti afla upplýsinga eða vakta afgreiðslur eins mikilvægasta embættis landsins - allra síst með hjálp hugbúnaðar - þrátt fyrir að borgin hafi þegar varið milljörðum í stafræna þróun. En hvers vegna ætli tæplega 72% mála á fimm klukkustunda fundi hafi verið frestað og aðeins 25% samþykkt? Til samanburðar er samþykktarhlutfall byggingafulltrúa nágrannasveitarfélaga nær 90%. Munurinn er sláandi, jafnvel þó málafjöldinn sé minni. Ekki síst í ljósi þess að allir byggingarfulltrúar landsins starfa eftir sömu lögum og reglugerðum. Gæti verið að munurinn felist í verklagi og viðhorfi til uppbyggingaraðila? Reykjavík ætti með réttu að vera draumasveitarfélag verktaka, hönnuða, uppbyggingaraðila og fasteignaeiganda. Ef svo ætti að vera þyrfti hins vegar gagnkvæmt traust og virðing að ríkja milli þessara aðila og höfuðborgarinnar. Upplýsingagjöf verður að vera skilvirk, stafræn og að mestu sjálfvirk. Dýrmætum tíma sérfræðinga á ekki að eyða í óþarfa fyrirspurnir sem leysa mætti með einföldum tæknilausnum. Fyrst og síðast þarf að finna lausnir sem flýta afgreiðslu mála, liðka fyrir samskiptum, draga úr flækjustigi og skapa umhverfi þarf sem jákvæð þjónustulund er í fyrirrúmi. Þegar miklum meirihluta mála er frestað með tilheyrandi kostnaði, sem á endanum flyst út í verðlag, er úrbóta þörf. Velta þarf öllum steinum við, skoða hvernig tíma starfsfólks er best varið, fjölga afgreiðslufundum, útvista verkefnum þar sem það á við og þróa stafrænar lausnir í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtæki á frjálsum markaði. Þegar kemur að skipulags- og byggingarmálum á borgin vera leiðandi í þjónustu- og ráðgjafarhlutverki. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa eiga að vera stökkpallur fyrir spennandi verkefni, ekki stórkostleg hraðahindrun eða fenblaut mýri geðþóttaákvarðana. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Byggingarfulltrúi í Reykjavík tók til afgreiðslu á dögunum, 88 mál á fimm klukkustunda fundi. Það fór ekki betur en svo að 63 málanna var frestað. Torsótt er að kynna sér ástæður frestunar. Höfuðborgin miðlar nefnilega illa fundargerðum sem þó innihalda einhverjar mikilvægustu hagtölur landsins. Ekki má með góðu móti afla upplýsinga eða vakta afgreiðslur eins mikilvægasta embættis landsins - allra síst með hjálp hugbúnaðar - þrátt fyrir að borgin hafi þegar varið milljörðum í stafræna þróun. En hvers vegna ætli tæplega 72% mála á fimm klukkustunda fundi hafi verið frestað og aðeins 25% samþykkt? Til samanburðar er samþykktarhlutfall byggingafulltrúa nágrannasveitarfélaga nær 90%. Munurinn er sláandi, jafnvel þó málafjöldinn sé minni. Ekki síst í ljósi þess að allir byggingarfulltrúar landsins starfa eftir sömu lögum og reglugerðum. Gæti verið að munurinn felist í verklagi og viðhorfi til uppbyggingaraðila? Reykjavík ætti með réttu að vera draumasveitarfélag verktaka, hönnuða, uppbyggingaraðila og fasteignaeiganda. Ef svo ætti að vera þyrfti hins vegar gagnkvæmt traust og virðing að ríkja milli þessara aðila og höfuðborgarinnar. Upplýsingagjöf verður að vera skilvirk, stafræn og að mestu sjálfvirk. Dýrmætum tíma sérfræðinga á ekki að eyða í óþarfa fyrirspurnir sem leysa mætti með einföldum tæknilausnum. Fyrst og síðast þarf að finna lausnir sem flýta afgreiðslu mála, liðka fyrir samskiptum, draga úr flækjustigi og skapa umhverfi þarf sem jákvæð þjónustulund er í fyrirrúmi. Þegar miklum meirihluta mála er frestað með tilheyrandi kostnaði, sem á endanum flyst út í verðlag, er úrbóta þörf. Velta þarf öllum steinum við, skoða hvernig tíma starfsfólks er best varið, fjölga afgreiðslufundum, útvista verkefnum þar sem það á við og þróa stafrænar lausnir í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtæki á frjálsum markaði. Þegar kemur að skipulags- og byggingarmálum á borgin vera leiðandi í þjónustu- og ráðgjafarhlutverki. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa eiga að vera stökkpallur fyrir spennandi verkefni, ekki stórkostleg hraðahindrun eða fenblaut mýri geðþóttaákvarðana. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun