Aflýsa öllu Evrópuflugi á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 14:20 Flugferðum til Evrópu hefur verið aflýst og viðbúið er að ferðum frá Bandaríkjunum seinki. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun hefur verið aflýst, vegna yfirvofandi aftakaveðurs á stórum hluta landsins á morgun. Ferðaáætlanir um 1.300 farþega raskast vegna þessa. Í samtali við fréttastofu segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið hafi byrjað að hafa samband við farþega í gær og láta þá vita af stöðunni. „Við buðum þeim að færa flugið sitt, og einhverjir hafa nýtt sér það. En núna erum við búin að aflýsa öllu flugi til Evrópu og til baka í fyrramálið,“ segir Ásdís. Auk þess er fyrirséð að flug frá Bandaríkjunum muni koma seinna inn til landsins en áætlað var. Hversu mikið þeim ferðum mun seinka liggur þó ekki fyrir um sinn. Það ætti þó að koma í ljós snemma í fyrramálið. Aðspurð hversu margir farþegar þurfa að þola seinkun eða niðurfellingu flugferða segir Ásdís að um 1.300 farþegar eigi bókað flug til og frá Evrópu með félaginu á morgun. Senda fólki sjálfkrafa nýtt plan Félagið vinnur nú að því að greiða úr flækjum farþega sem kunn að verða vegna veðurofsans á morgun. „Við reynum bara að koma fólki á flug sem fyrst og það eru allir komnir með nýja flugáætlun sem við sendum sjálfkrafa til fólks,“ segir Ásdís. Því ættu allir tilvonandi Evrópufarþegar félagsins á morgun að vera upplýstir um gang mála. Ásdís segir að ef ný flugáætlun hentar fólki ekki, mæli Icelandair eindregið með því að farþegar setji sig í samband við félagið svo hægt sé að leysa málin. Það sé þó óþarfi nema ný áætlun hentar ekki. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Viðvörun færð upp í rautt fyrir höfuðborgarsvæðið Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er rauð milli 04:00 og 08:00 á mánudag. 6. febrúar 2022 12:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að félagið hafi byrjað að hafa samband við farþega í gær og láta þá vita af stöðunni. „Við buðum þeim að færa flugið sitt, og einhverjir hafa nýtt sér það. En núna erum við búin að aflýsa öllu flugi til Evrópu og til baka í fyrramálið,“ segir Ásdís. Auk þess er fyrirséð að flug frá Bandaríkjunum muni koma seinna inn til landsins en áætlað var. Hversu mikið þeim ferðum mun seinka liggur þó ekki fyrir um sinn. Það ætti þó að koma í ljós snemma í fyrramálið. Aðspurð hversu margir farþegar þurfa að þola seinkun eða niðurfellingu flugferða segir Ásdís að um 1.300 farþegar eigi bókað flug til og frá Evrópu með félaginu á morgun. Senda fólki sjálfkrafa nýtt plan Félagið vinnur nú að því að greiða úr flækjum farþega sem kunn að verða vegna veðurofsans á morgun. „Við reynum bara að koma fólki á flug sem fyrst og það eru allir komnir með nýja flugáætlun sem við sendum sjálfkrafa til fólks,“ segir Ásdís. Því ættu allir tilvonandi Evrópufarþegar félagsins á morgun að vera upplýstir um gang mála. Ásdís segir að ef ný flugáætlun hentar fólki ekki, mæli Icelandair eindregið með því að farþegar setji sig í samband við félagið svo hægt sé að leysa málin. Það sé þó óþarfi nema ný áætlun hentar ekki.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Viðvörun færð upp í rautt fyrir höfuðborgarsvæðið Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er rauð milli 04:00 og 08:00 á mánudag. 6. febrúar 2022 12:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Viðvörun færð upp í rautt fyrir höfuðborgarsvæðið Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er rauð milli 04:00 og 08:00 á mánudag. 6. febrúar 2022 12:45