Leita í kappi við tímann með kafbáti og drónum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. febrúar 2022 10:00 Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar kemur kafbát Gavia út í Þingvallavatn. vísir/vilhelm Leit að þeim fjórum sem voru um borð í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni hófst aftur í morgun. Leitað er á vatninu og við það og nú er séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar að mæta á svæðið til að leita í því með kafbáti. Ofsaveður skellur á við svæðið í nótt. Þegar kafbátur var sendur niður að flaki flugvélarinnar seinni partinn í gær til að kanna aðstæður nánar kom í ljós að enginn þeirra fjögurra sem höfðu verið um borð í henni væri þar. Að sögn lögreglu er ljóst að fólkið hefur komist úr vélinni af sjálfsdáðum eftir að hún lenti í vatninu en slysstaðurinn er um einn kílómetri frá landi þar sem styst er. Gæslan kölluð út „Það verður mesti þunginn við sunnanvert vatnið. Það verða gönguhópar, bátar og drónar. Og þetta fer náttúrulega svolítið eftir veðri,“ segir Elín Jóhannsdóttir, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefur einnig verið kölluð út á staðinn en hún sérhæfir sig í neðansjávarbjörgun. Hún mun stýra leit með kafbát fyrirtækisins Gavia líkt og hún hefur gert undanfarna daga. „Það verður gengið á fæti við bakka vatnsins þarna í Ölfusvatnsvík og svo er náttúrulega reynt að leita líka úti á vatninu,“ segir Elín. Lítill veðurgluggi „Við verðum að nota þann veðurglugga sem við höfum. Mér skilst að veðrið eigi að versna mjög með kvöldinu,“ segir hún. Gul veðurviðvörun tekur gildi á svæðinu klukkan tvö í nótt vegna suðaustanstorms og hríðar. Viðvörunin verður síðan appelsínugul klukkan fjögur í nótt þegar gert er ráð fyrir ofsaveðri á svæðinu. Ljóst er að ekki verður leitað við þær aðstæður. Veður skánar síðan aftur eitthvað í skamma stund á morgun áður en gul veðurviðvörun tekur aftur gildi annað kvöld. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þegar kafbátur var sendur niður að flaki flugvélarinnar seinni partinn í gær til að kanna aðstæður nánar kom í ljós að enginn þeirra fjögurra sem höfðu verið um borð í henni væri þar. Að sögn lögreglu er ljóst að fólkið hefur komist úr vélinni af sjálfsdáðum eftir að hún lenti í vatninu en slysstaðurinn er um einn kílómetri frá landi þar sem styst er. Gæslan kölluð út „Það verður mesti þunginn við sunnanvert vatnið. Það verða gönguhópar, bátar og drónar. Og þetta fer náttúrulega svolítið eftir veðri,“ segir Elín Jóhannsdóttir, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefur einnig verið kölluð út á staðinn en hún sérhæfir sig í neðansjávarbjörgun. Hún mun stýra leit með kafbát fyrirtækisins Gavia líkt og hún hefur gert undanfarna daga. „Það verður gengið á fæti við bakka vatnsins þarna í Ölfusvatnsvík og svo er náttúrulega reynt að leita líka úti á vatninu,“ segir Elín. Lítill veðurgluggi „Við verðum að nota þann veðurglugga sem við höfum. Mér skilst að veðrið eigi að versna mjög með kvöldinu,“ segir hún. Gul veðurviðvörun tekur gildi á svæðinu klukkan tvö í nótt vegna suðaustanstorms og hríðar. Viðvörunin verður síðan appelsínugul klukkan fjögur í nótt þegar gert er ráð fyrir ofsaveðri á svæðinu. Ljóst er að ekki verður leitað við þær aðstæður. Veður skánar síðan aftur eitthvað í skamma stund á morgun áður en gul veðurviðvörun tekur aftur gildi annað kvöld.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda