Heimili í hættu Oddný G. Harðardóttir skrifar 5. febrúar 2022 14:00 Það blasir við að grípa verður til aðgerða til að mæta alvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að skilja að húsnæðismál eru fyrir fólk og fjölskyldur í landinu en ekki eingöngu fjárfesta. Húsnæðismálin eru velferðarmál. Það verður að veita aukinn félagslegan stuðning því ójöfnuðurinn sem ástandinu fylgir mun bitna til lengri tíma á samfélaginu öllu. Á dögunum kynnti Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, niðurstöður könnunar á stöðu launafólks innan aðildafélaga ASÍ og BSRB. Í könnuninni kom fram að einstæðir foreldrar standa langverst, eru líklegri til að búa í leiguhúsnæði, andleg heilsa þeirra verri en hinna og þau neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu. Innflytjendur tóku á sig mikið högg í covíd faraldrinum. Misstu mörg vinnuna og þau sem hafa fengið endurráðningu eru jafnvel á lægri launum en áður. Innflytjendahópurinn er vel menntaður, um helmingur þeirra er með háskólapróf. Líkt og með einstæða foreldra eru þau líklegri til að vera leigjendur og andleg líðan þeirra bágborin. Auk þess er atvinnuleysi enn mikið. Atvinnuleysi í desember var 4,9% - 10.161 einstaklingar voru þá atvinnulausir. Atvinnuleysi á Suðurnesjum er hins vegar mun meira en landsmeðaltalið. Þar er atvinnuleysið 9,3%, 10% meðal kvenna og 8,9% meðal karla. Húsnæðiskostnaður gerður viðráðanlegur Staða fólks á leigumarkaði er erfið og ótrygg, ekki síst nú um stundir þegar verðbólgan vex og leiga sem bundin er vísitölu, hækkar sjálfkrafa. Verðbólgan og vaxtahækkanir verða til þess að húsnæðiskostnaður fólks með lágar og meðaltekjur fer enn lengra yfir viðmiðunarmörk af ráðstöfunartekjum. Markmiðið í löndum sem við viljum bera okkur saman við, er að húsnæðiskostnaður fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum heimila. Á Íslandi erum við mjög langt frá því marki og ástandið er að versna hratt þessa dagana. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi og húsnæðisbætur hér í skötulíki og ná engan veginn að bregðast við því alvarlega ástandi sem nú er uppi. Ég tek undir ályktun miðstjórnar ASÍ þar sem kallar stjórnvöld til ábyrgðar vegna hrattvaxandi verðbólgu og neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að bregðast strax við og grípa til aðgerða þegar í stað til að bæta stöðu fólksins sem verður verst úti. Einfalt er að bæta húsnæðisbótakerfið, bæði með vaxtabótum og leigubótum. Þannig má bregðast fljótt við. Barnabótakerfi með hærri greiðslum sem ná óskertar til meðaltekna er einnig skilvirkt kerfi til jöfnunar. Framtíðarlausnin er að efla til muna félagslegt íbúðarkerfi. Stjórnvöld hafa sýnt tímabundnum vanda fyrirtækja skilning. Nú er komið að heimilunum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Oddný G. Harðardóttir Húsnæðismál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það blasir við að grípa verður til aðgerða til að mæta alvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að skilja að húsnæðismál eru fyrir fólk og fjölskyldur í landinu en ekki eingöngu fjárfesta. Húsnæðismálin eru velferðarmál. Það verður að veita aukinn félagslegan stuðning því ójöfnuðurinn sem ástandinu fylgir mun bitna til lengri tíma á samfélaginu öllu. Á dögunum kynnti Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, niðurstöður könnunar á stöðu launafólks innan aðildafélaga ASÍ og BSRB. Í könnuninni kom fram að einstæðir foreldrar standa langverst, eru líklegri til að búa í leiguhúsnæði, andleg heilsa þeirra verri en hinna og þau neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu. Innflytjendur tóku á sig mikið högg í covíd faraldrinum. Misstu mörg vinnuna og þau sem hafa fengið endurráðningu eru jafnvel á lægri launum en áður. Innflytjendahópurinn er vel menntaður, um helmingur þeirra er með háskólapróf. Líkt og með einstæða foreldra eru þau líklegri til að vera leigjendur og andleg líðan þeirra bágborin. Auk þess er atvinnuleysi enn mikið. Atvinnuleysi í desember var 4,9% - 10.161 einstaklingar voru þá atvinnulausir. Atvinnuleysi á Suðurnesjum er hins vegar mun meira en landsmeðaltalið. Þar er atvinnuleysið 9,3%, 10% meðal kvenna og 8,9% meðal karla. Húsnæðiskostnaður gerður viðráðanlegur Staða fólks á leigumarkaði er erfið og ótrygg, ekki síst nú um stundir þegar verðbólgan vex og leiga sem bundin er vísitölu, hækkar sjálfkrafa. Verðbólgan og vaxtahækkanir verða til þess að húsnæðiskostnaður fólks með lágar og meðaltekjur fer enn lengra yfir viðmiðunarmörk af ráðstöfunartekjum. Markmiðið í löndum sem við viljum bera okkur saman við, er að húsnæðiskostnaður fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum heimila. Á Íslandi erum við mjög langt frá því marki og ástandið er að versna hratt þessa dagana. Húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi og húsnæðisbætur hér í skötulíki og ná engan veginn að bregðast við því alvarlega ástandi sem nú er uppi. Ég tek undir ályktun miðstjórnar ASÍ þar sem kallar stjórnvöld til ábyrgðar vegna hrattvaxandi verðbólgu og neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að bregðast strax við og grípa til aðgerða þegar í stað til að bæta stöðu fólksins sem verður verst úti. Einfalt er að bæta húsnæðisbótakerfið, bæði með vaxtabótum og leigubótum. Þannig má bregðast fljótt við. Barnabótakerfi með hærri greiðslum sem ná óskertar til meðaltekna er einnig skilvirkt kerfi til jöfnunar. Framtíðarlausnin er að efla til muna félagslegt íbúðarkerfi. Stjórnvöld hafa sýnt tímabundnum vanda fyrirtækja skilning. Nú er komið að heimilunum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun