Hetjur Middlesbrough uppaldar í Manchester | Boltinn fór óvart í hendina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 12:45 Fagnaðarlæti Middlesbrough að leik loknum og atvikið umtalaða. Clive Mason/Getty Images/Stöð 2 Sport Middlesbrough sló Manchester United út úr FA-bikarnum í gærkvöld. Mennirnir sem jöfnuðu metin áður en Middlesbrough vann í vítaspyrnukeppni eru báðir uppaldir hjá Manchester United. Manchester United féll úr FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í gærkvöld. Staðan á Old Trafford var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma en heimamenn óðu hreinlega í færum. Þá fór boltinn í hönd leikmanns Middlsbrough í aðdraganda jöfnunarmarksins en ekkert var dæmt þar sem ekki var um „viljandi hendi“ að ræða og því fékk markið að standa. Á endanum fór það svo að Middlesbrough vann í vítaspyrnukeppni þar sem táningurinn Anthony Elanga skaut yfir og B-deildarliðið komið áfram. On the 'handball', Anthony Taylor felt it was accidental as the ball had bounced up off his chest. VAR Stuart Attwell endorsed this interpretation.— Simon Stone (@sistoney67) February 4, 2022 Það ætti ekki að koma á óvart að gestirnir hafi farið áfram þar sem Man United hefur aldrei unnið vítaspyrnukeppni í 151 árs sögu FA-bikarsins. Það vekur einnig athygli að mennirnir á bakvið jöfnunarmark Middlesbrough eru báðir fyrrum leikmenn Manchester United. Duncan Watmore, sem lagði boltann fyrir sig með hendinni, lagði upp markið á Matt Crooks sem hefur stutt liðið alla tíð síðan hann var smá polli. „Þetta var alveg óvart. Ég veit að boltinn snerti hendi mína en það var ekki ætlunin. Það var frábært að leggja upp á Crooksy. Við vorum hér saman á árum áður svo þetta er mjög sérstakt fyrir okkur báða,“ sagði Watmore í viðtali að leik loknum. It was completely accidental - I know it touched my hand but it wasn t intended at all it s just amazing to set up Crooksy. We were in a United age group together here, so it s quite special for both of us. - Duncan Watmore @GabrielClarke05 @EmiratesFACup | #Boro pic.twitter.com/J7wK8v2CJT— ITV Football (@itvfootball) February 4, 2022 FA-bikarinn heldur áfram í dag og hver veit nema það verði fleiri óvænt úrslit á dagskrá. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira
Manchester United féll úr FA-bikarnum eftir tap gegn B-deildarliði Middlesbrough í gærkvöld. Staðan á Old Trafford var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma en heimamenn óðu hreinlega í færum. Þá fór boltinn í hönd leikmanns Middlsbrough í aðdraganda jöfnunarmarksins en ekkert var dæmt þar sem ekki var um „viljandi hendi“ að ræða og því fékk markið að standa. Á endanum fór það svo að Middlesbrough vann í vítaspyrnukeppni þar sem táningurinn Anthony Elanga skaut yfir og B-deildarliðið komið áfram. On the 'handball', Anthony Taylor felt it was accidental as the ball had bounced up off his chest. VAR Stuart Attwell endorsed this interpretation.— Simon Stone (@sistoney67) February 4, 2022 Það ætti ekki að koma á óvart að gestirnir hafi farið áfram þar sem Man United hefur aldrei unnið vítaspyrnukeppni í 151 árs sögu FA-bikarsins. Það vekur einnig athygli að mennirnir á bakvið jöfnunarmark Middlesbrough eru báðir fyrrum leikmenn Manchester United. Duncan Watmore, sem lagði boltann fyrir sig með hendinni, lagði upp markið á Matt Crooks sem hefur stutt liðið alla tíð síðan hann var smá polli. „Þetta var alveg óvart. Ég veit að boltinn snerti hendi mína en það var ekki ætlunin. Það var frábært að leggja upp á Crooksy. Við vorum hér saman á árum áður svo þetta er mjög sérstakt fyrir okkur báða,“ sagði Watmore í viðtali að leik loknum. It was completely accidental - I know it touched my hand but it wasn t intended at all it s just amazing to set up Crooksy. We were in a United age group together here, so it s quite special for both of us. - Duncan Watmore @GabrielClarke05 @EmiratesFACup | #Boro pic.twitter.com/J7wK8v2CJT— ITV Football (@itvfootball) February 4, 2022 FA-bikarinn heldur áfram í dag og hver veit nema það verði fleiri óvænt úrslit á dagskrá.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira