„Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 16:32 Curtis Jones er erfiður viðureignar, eins og hann sýndi í leiknum við Leverkusen í vikunni. Getty/Ryan Crockett Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að það að verða pabbi gæti hafa hjálpað miðjumanninum Curtis Jones að blómstra eins fallega og hann hefur gert að undanförnu. Hinn 23 ára gamli Jones hefur verið að gera sig sífellt meira gildandi hjá Liverpool sem situr á toppi bæði ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu. Jones átti til að mynda stórkostlega sendingu á Luis Diaz í fyrsta markinu í 4-0 sigrinum gegn Leverkusen í vikunni og hefur verið að fá sæti í byrjunarliðinu á kostnað Dominik Szoboszlai. Frammistaða Jones að undanförnu hefur til að mynda skilað honum sæti í enska landsliðshópnum, fyrir komandi leiki við Grikki og lærisveina Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu, 14. og 17. nóvember. Það gætu því orðið hans fyrstu A-landsleikir. Slot vill ekki eigna sér heiðurinn að því hve vel Jones hefur gengið, og grínaðist með það að nýja föðurhlutverkið virtist hjálpa honum. „Varðandi Curtis þá er það kannski ekki mér að þakka. Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því!“ sagði Slot á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool við Aston Villa annað kvöld, og skellihló. Fatherhood has taken Curtis Jones to another level 👶#liverpool | #premierleague pic.twitter.com/DD7DDSMUN7— Mirror Football (@MirrorFootball) November 8, 2024 Jones varð pabbi í síðasta mánuði þegar dóttirin Giselle fæddist. „Frá því að hann varð pabbi þá hefur hann átt frábærar frammistöður. Þannig var það líka fyrstu vikurnar sem við unnum saman en svo datt frammistaðan aðeins niður hjá honum. Undanfarið hefur hann verið framúrskarandi á nýjan leik,“ sagði Slot. Hann segir Jones smám saman gæta sín betur á því að hanga ekki of lengi með boltann. „Hann er með mikla hæfileika með boltann. Hann er aldrei hræddur við að gera eitthvað einstakt með boltann. Stundum leiddi það af sér aðstæður þar sem hann snerti boltann aðeins of mikið því hann var of öruggur með sig. En hann er jafn vinnusamur og hann er sjálfsöruggur. Það er líka hægt að treysta á hann í varnarleiknum. Hann hefur þetta allt. Núna þarf hann að sýna stöðugleika. Bestu leikmenn heims þurfa að standa sig á þriggja daga fresti. Það er það sem hann þarf að sýna núna,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fleiri fréttir Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Jones hefur verið að gera sig sífellt meira gildandi hjá Liverpool sem situr á toppi bæði ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu. Jones átti til að mynda stórkostlega sendingu á Luis Diaz í fyrsta markinu í 4-0 sigrinum gegn Leverkusen í vikunni og hefur verið að fá sæti í byrjunarliðinu á kostnað Dominik Szoboszlai. Frammistaða Jones að undanförnu hefur til að mynda skilað honum sæti í enska landsliðshópnum, fyrir komandi leiki við Grikki og lærisveina Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu, 14. og 17. nóvember. Það gætu því orðið hans fyrstu A-landsleikir. Slot vill ekki eigna sér heiðurinn að því hve vel Jones hefur gengið, og grínaðist með það að nýja föðurhlutverkið virtist hjálpa honum. „Varðandi Curtis þá er það kannski ekki mér að þakka. Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því!“ sagði Slot á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool við Aston Villa annað kvöld, og skellihló. Fatherhood has taken Curtis Jones to another level 👶#liverpool | #premierleague pic.twitter.com/DD7DDSMUN7— Mirror Football (@MirrorFootball) November 8, 2024 Jones varð pabbi í síðasta mánuði þegar dóttirin Giselle fæddist. „Frá því að hann varð pabbi þá hefur hann átt frábærar frammistöður. Þannig var það líka fyrstu vikurnar sem við unnum saman en svo datt frammistaðan aðeins niður hjá honum. Undanfarið hefur hann verið framúrskarandi á nýjan leik,“ sagði Slot. Hann segir Jones smám saman gæta sín betur á því að hanga ekki of lengi með boltann. „Hann er með mikla hæfileika með boltann. Hann er aldrei hræddur við að gera eitthvað einstakt með boltann. Stundum leiddi það af sér aðstæður þar sem hann snerti boltann aðeins of mikið því hann var of öruggur með sig. En hann er jafn vinnusamur og hann er sjálfsöruggur. Það er líka hægt að treysta á hann í varnarleiknum. Hann hefur þetta allt. Núna þarf hann að sýna stöðugleika. Bestu leikmenn heims þurfa að standa sig á þriggja daga fresti. Það er það sem hann þarf að sýna núna,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fleiri fréttir Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira