„Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 16:32 Curtis Jones er erfiður viðureignar, eins og hann sýndi í leiknum við Leverkusen í vikunni. Getty/Ryan Crockett Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að það að verða pabbi gæti hafa hjálpað miðjumanninum Curtis Jones að blómstra eins fallega og hann hefur gert að undanförnu. Hinn 23 ára gamli Jones hefur verið að gera sig sífellt meira gildandi hjá Liverpool sem situr á toppi bæði ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu. Jones átti til að mynda stórkostlega sendingu á Luis Diaz í fyrsta markinu í 4-0 sigrinum gegn Leverkusen í vikunni og hefur verið að fá sæti í byrjunarliðinu á kostnað Dominik Szoboszlai. Frammistaða Jones að undanförnu hefur til að mynda skilað honum sæti í enska landsliðshópnum, fyrir komandi leiki við Grikki og lærisveina Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu, 14. og 17. nóvember. Það gætu því orðið hans fyrstu A-landsleikir. Slot vill ekki eigna sér heiðurinn að því hve vel Jones hefur gengið, og grínaðist með það að nýja föðurhlutverkið virtist hjálpa honum. „Varðandi Curtis þá er það kannski ekki mér að þakka. Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því!“ sagði Slot á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool við Aston Villa annað kvöld, og skellihló. Fatherhood has taken Curtis Jones to another level 👶#liverpool | #premierleague pic.twitter.com/DD7DDSMUN7— Mirror Football (@MirrorFootball) November 8, 2024 Jones varð pabbi í síðasta mánuði þegar dóttirin Giselle fæddist. „Frá því að hann varð pabbi þá hefur hann átt frábærar frammistöður. Þannig var það líka fyrstu vikurnar sem við unnum saman en svo datt frammistaðan aðeins niður hjá honum. Undanfarið hefur hann verið framúrskarandi á nýjan leik,“ sagði Slot. Hann segir Jones smám saman gæta sín betur á því að hanga ekki of lengi með boltann. „Hann er með mikla hæfileika með boltann. Hann er aldrei hræddur við að gera eitthvað einstakt með boltann. Stundum leiddi það af sér aðstæður þar sem hann snerti boltann aðeins of mikið því hann var of öruggur með sig. En hann er jafn vinnusamur og hann er sjálfsöruggur. Það er líka hægt að treysta á hann í varnarleiknum. Hann hefur þetta allt. Núna þarf hann að sýna stöðugleika. Bestu leikmenn heims þurfa að standa sig á þriggja daga fresti. Það er það sem hann þarf að sýna núna,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Jones hefur verið að gera sig sífellt meira gildandi hjá Liverpool sem situr á toppi bæði ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu. Jones átti til að mynda stórkostlega sendingu á Luis Diaz í fyrsta markinu í 4-0 sigrinum gegn Leverkusen í vikunni og hefur verið að fá sæti í byrjunarliðinu á kostnað Dominik Szoboszlai. Frammistaða Jones að undanförnu hefur til að mynda skilað honum sæti í enska landsliðshópnum, fyrir komandi leiki við Grikki og lærisveina Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu, 14. og 17. nóvember. Það gætu því orðið hans fyrstu A-landsleikir. Slot vill ekki eigna sér heiðurinn að því hve vel Jones hefur gengið, og grínaðist með það að nýja föðurhlutverkið virtist hjálpa honum. „Varðandi Curtis þá er það kannski ekki mér að þakka. Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því!“ sagði Slot á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool við Aston Villa annað kvöld, og skellihló. Fatherhood has taken Curtis Jones to another level 👶#liverpool | #premierleague pic.twitter.com/DD7DDSMUN7— Mirror Football (@MirrorFootball) November 8, 2024 Jones varð pabbi í síðasta mánuði þegar dóttirin Giselle fæddist. „Frá því að hann varð pabbi þá hefur hann átt frábærar frammistöður. Þannig var það líka fyrstu vikurnar sem við unnum saman en svo datt frammistaðan aðeins niður hjá honum. Undanfarið hefur hann verið framúrskarandi á nýjan leik,“ sagði Slot. Hann segir Jones smám saman gæta sín betur á því að hanga ekki of lengi með boltann. „Hann er með mikla hæfileika með boltann. Hann er aldrei hræddur við að gera eitthvað einstakt með boltann. Stundum leiddi það af sér aðstæður þar sem hann snerti boltann aðeins of mikið því hann var of öruggur með sig. En hann er jafn vinnusamur og hann er sjálfsöruggur. Það er líka hægt að treysta á hann í varnarleiknum. Hann hefur þetta allt. Núna þarf hann að sýna stöðugleika. Bestu leikmenn heims þurfa að standa sig á þriggja daga fresti. Það er það sem hann þarf að sýna núna,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira