Skilur ekki að borgin ætli að gera veður út af saklausum skiltum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 22:00 Eigandi Hljómsýnar telur skiltin eiga rétt á sér. Stöð 2 Borgin ætlar að fara fram á það við verslunareigendur við Ármúla að þeir fjarlægi skilti sem banna öðrum en viðskiptavinum að leggja fyrir utan verslanir þeirra. Sjálfir eru þeir steinhissa á málinu, töldu sig eiga stæðin og segja borgina vera að gera veður út af engu. Flest fyrirtæki í Ármúlanum hafa komið upp skiltum fyrir utan verslanir sínar sem segja að engir nema viðskiptavinir megi leggja þar. En þetta virðist hins vegar ekki vera alveg rétt. Þegar lóðamörk borgarinnar eru skoðuð kemur skýrt í ljós að bílastæðin á suðurhlið Ármúlans eru utan lóðamarka og því á svokölluðu borgarlandi. Kjarninn vakti athygli á málinu í lok janúar. Og þar má hver sem er leggja í hvaða tilgangi sem hann vill nema að fyrirtæki hafi sérstaklega samið um annað við borgina. Hér sést greinilega hvernig bílastæðin á suðurhlið götunnar liggja utan lóðarmarka verslananna.vísir „Lóðamörkin liggja hérna einhvers staðar við kantsteininn og verslunareigendum er ekki heimilt að merkja þau sem sína eign,“ segir Atli Björn E Levy, verkfræðingur á skrifstofu Samgangna og borgarhönnunar. Margir verslunareigendur í götunni hafa kvartað nokkuð yfir því að fólk á leið í sýnatöku á Suðurlandsbrautinni leggi í stæðin fyrir utan hjá þeim. Það virðist hins vegar í besta lagi. Atli Björn E Levy er verkfræðingur á skrifstofu Samganga og borgarhönnunar.Stöð 2 „Jú, eftir því sem maður sér best. Ég hef sjálfur nýtt mér þessi stæði þegar ég var að fara í sýnatöku. Og þetta er einhver athugull sem hefur komið auga á þetta, að svona liggi mörkin,“ segir Atli Björn. Verða látin fjarlægja skiltin Langflestar verslanir á suðurhlið Ármúlans hafa merkt stæðin með skiltum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verða eigendur látnar fjarlægja skiltin á næstunni og ef þeir gera það ekki mun borgin sjá um það sjálf. Þorsteinn Daníelsson, eða Steini Dan eins og hann er iðulega kallaður, hefur rekið verslun við Ármúlann í 27 ár. Hvað finnst þér um að borgin ætli að láta ykkur fjarlægja þessi skilti? „Ég skil það ekki. Bara alls ekki því að þetta er aldrei vandamál. Þetta sem var um daginn var náttúrulega vegna sýnatöku,“ segir Steini. Þorsteinn Daníelsson, eigandi Hljómsýnar.Stöð 2 Síðan fyrir aldamót hefur hann verið með skilti við verslun sína Hljómsýn sem bannar öðrum en viðskiptavinum að leggja þar. Borgin ætti að hans mati að spara sér ómakið og sleppa því að fjarlægja skiltin. „Algjör óþarfi. Því þetta er ekkert vandamál, í alvöru talað. Það hefur sennilega einhver kvartað hérna út af þessu sýnatöku... en það er búið. Það eru bara lausnir. Það þarf ekkert að vera að búa til vandamál. Það er alveg á hreinu,“ segir Steini. Reykjavík Skipulag Verslun Bílastæði Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Flest fyrirtæki í Ármúlanum hafa komið upp skiltum fyrir utan verslanir sínar sem segja að engir nema viðskiptavinir megi leggja þar. En þetta virðist hins vegar ekki vera alveg rétt. Þegar lóðamörk borgarinnar eru skoðuð kemur skýrt í ljós að bílastæðin á suðurhlið Ármúlans eru utan lóðamarka og því á svokölluðu borgarlandi. Kjarninn vakti athygli á málinu í lok janúar. Og þar má hver sem er leggja í hvaða tilgangi sem hann vill nema að fyrirtæki hafi sérstaklega samið um annað við borgina. Hér sést greinilega hvernig bílastæðin á suðurhlið götunnar liggja utan lóðarmarka verslananna.vísir „Lóðamörkin liggja hérna einhvers staðar við kantsteininn og verslunareigendum er ekki heimilt að merkja þau sem sína eign,“ segir Atli Björn E Levy, verkfræðingur á skrifstofu Samgangna og borgarhönnunar. Margir verslunareigendur í götunni hafa kvartað nokkuð yfir því að fólk á leið í sýnatöku á Suðurlandsbrautinni leggi í stæðin fyrir utan hjá þeim. Það virðist hins vegar í besta lagi. Atli Björn E Levy er verkfræðingur á skrifstofu Samganga og borgarhönnunar.Stöð 2 „Jú, eftir því sem maður sér best. Ég hef sjálfur nýtt mér þessi stæði þegar ég var að fara í sýnatöku. Og þetta er einhver athugull sem hefur komið auga á þetta, að svona liggi mörkin,“ segir Atli Björn. Verða látin fjarlægja skiltin Langflestar verslanir á suðurhlið Ármúlans hafa merkt stæðin með skiltum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verða eigendur látnar fjarlægja skiltin á næstunni og ef þeir gera það ekki mun borgin sjá um það sjálf. Þorsteinn Daníelsson, eða Steini Dan eins og hann er iðulega kallaður, hefur rekið verslun við Ármúlann í 27 ár. Hvað finnst þér um að borgin ætli að láta ykkur fjarlægja þessi skilti? „Ég skil það ekki. Bara alls ekki því að þetta er aldrei vandamál. Þetta sem var um daginn var náttúrulega vegna sýnatöku,“ segir Steini. Þorsteinn Daníelsson, eigandi Hljómsýnar.Stöð 2 Síðan fyrir aldamót hefur hann verið með skilti við verslun sína Hljómsýn sem bannar öðrum en viðskiptavinum að leggja þar. Borgin ætti að hans mati að spara sér ómakið og sleppa því að fjarlægja skiltin. „Algjör óþarfi. Því þetta er ekkert vandamál, í alvöru talað. Það hefur sennilega einhver kvartað hérna út af þessu sýnatöku... en það er búið. Það eru bara lausnir. Það þarf ekkert að vera að búa til vandamál. Það er alveg á hreinu,“ segir Steini.
Reykjavík Skipulag Verslun Bílastæði Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira