Auglýsingatekjur fjölmiðla drógust saman um sextán prósent Eiður Þór Árnason skrifar 4. febrúar 2022 13:40 Hagstofan telur að fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til greiðslna vegna birtinga auglýsinga árið 2020 hafi runnið til erlendra aðila. Vísir/Vilhelm Tekjur innlendra fjölmiðla af birtingu og flutningi auglýsinga árið 2020 drógust saman um 16% frá árinu áður reiknað á föstu verðlagi. Sambærilegur samdráttur sást einnig í auglýsingagreiðslum til erlendra miðla. Heildartekjur innlendra fjölmiðla rýrnuðu um 6% frá fyrra ári en tekjur af notendum jukust um 2%. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands sem telur þessa þróun auglýsingatekna tengjast áhrifum kórónuveirufaraldursins. Samanlagðar tekjur fjölmiðla árið 2020 námu 25,1 milljarði króna. Þar af voru tekjur af notendum 15,8 milljarðar króna og af auglýsingum og kostun 9,3 milljarðar króna. Samanlagðar tekjur fjölmiðla hafa rýrnað um 4% frá árinu 2015. Tekjur af auglýsingum og kostun hafa dregist saman um fjórðung á sama tíma og notendatekjur, þar á meðal áskriftartekjur, hafa vaxið um 14%. Um fjörutíu prósent af auglýsingatekjum úr landi Að sögn Hagstofunnar tóku fimm stærstu aðilarnir á íslenskum fjölmiðlamarkaði til sín 89% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2020. Fjórðungur teknanna fór til RÚV, þar af tæpur þriðjungur notendagjaldanna og 17% auglýsingatekna. Þegar einungis er miðað við einkarekna fjölmiðla þá runnu 87% teknanna til fimm rekstraraðila, þar af 93% notendagjalda og 79% auglýsingatekna Greiðslur til erlendra aðila vegna auglýsingabirtinga drógust saman í fyrsta sinn árið 2020 eftir stöðuga aukningu um árabil. Gerir Hagstofan ráð fyrir að hátt í fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til greiðslna vegna birtinga auglýsinga hafi runnið til erlendra aðila. Árið 2020 féllu 45% af fjölmiðlatekjum til sjónvarps og um 14% til dag- og vikublaða. Hlutdeild hljóðvarps í tekjum fjölmiðla nam 11%, vefmiðla 6% og tímarita 3%. Að sögn Hagstofunnar drógust auglýsingagreiðslur til erlendra aðila saman um 16% árið 2020 og kemur í kjölfar samfelldrar og stórstíga aukningu á hlutdeild erlendra aðila í auglýsingatekjum. „Hafa verður hugfast að talsverður hluti þess fjár sem greiddur var til erlendra aðila er vegna auglýsinga sem beint er að erlendum neytendum, ekki síst í tengslum við ferðamennsku, og getur því ekki reiknast alfarið sem tekjutap innlendra fjölmiðla. Engar upplýsingar eru tiltækar um slíka skiptingu.“ Fram kemur í samantekt Hagstofunnar að umtalsverður hluti þeirra greiðslna sem varið er vegna birtingar auglýsinga í erlendum miðlum renni til Facebook og Google sem á einnig Youtube. Upplýsingar um greiðslukortaviðskipti vegna auglýsinga og skyldrar starfsemi sýna að um og yfir níu af hverjum tíu krónum hafa undanfarin ár runnið til þessara tveggja aðila. Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Google Mest lesið Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands sem telur þessa þróun auglýsingatekna tengjast áhrifum kórónuveirufaraldursins. Samanlagðar tekjur fjölmiðla árið 2020 námu 25,1 milljarði króna. Þar af voru tekjur af notendum 15,8 milljarðar króna og af auglýsingum og kostun 9,3 milljarðar króna. Samanlagðar tekjur fjölmiðla hafa rýrnað um 4% frá árinu 2015. Tekjur af auglýsingum og kostun hafa dregist saman um fjórðung á sama tíma og notendatekjur, þar á meðal áskriftartekjur, hafa vaxið um 14%. Um fjörutíu prósent af auglýsingatekjum úr landi Að sögn Hagstofunnar tóku fimm stærstu aðilarnir á íslenskum fjölmiðlamarkaði til sín 89% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2020. Fjórðungur teknanna fór til RÚV, þar af tæpur þriðjungur notendagjaldanna og 17% auglýsingatekna. Þegar einungis er miðað við einkarekna fjölmiðla þá runnu 87% teknanna til fimm rekstraraðila, þar af 93% notendagjalda og 79% auglýsingatekna Greiðslur til erlendra aðila vegna auglýsingabirtinga drógust saman í fyrsta sinn árið 2020 eftir stöðuga aukningu um árabil. Gerir Hagstofan ráð fyrir að hátt í fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til greiðslna vegna birtinga auglýsinga hafi runnið til erlendra aðila. Árið 2020 féllu 45% af fjölmiðlatekjum til sjónvarps og um 14% til dag- og vikublaða. Hlutdeild hljóðvarps í tekjum fjölmiðla nam 11%, vefmiðla 6% og tímarita 3%. Að sögn Hagstofunnar drógust auglýsingagreiðslur til erlendra aðila saman um 16% árið 2020 og kemur í kjölfar samfelldrar og stórstíga aukningu á hlutdeild erlendra aðila í auglýsingatekjum. „Hafa verður hugfast að talsverður hluti þess fjár sem greiddur var til erlendra aðila er vegna auglýsinga sem beint er að erlendum neytendum, ekki síst í tengslum við ferðamennsku, og getur því ekki reiknast alfarið sem tekjutap innlendra fjölmiðla. Engar upplýsingar eru tiltækar um slíka skiptingu.“ Fram kemur í samantekt Hagstofunnar að umtalsverður hluti þeirra greiðslna sem varið er vegna birtingar auglýsinga í erlendum miðlum renni til Facebook og Google sem á einnig Youtube. Upplýsingar um greiðslukortaviðskipti vegna auglýsinga og skyldrar starfsemi sýna að um og yfir níu af hverjum tíu krónum hafa undanfarin ár runnið til þessara tveggja aðila.
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Google Mest lesið Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira