Svona gæti Miklubrautarsvæðið litið út innan fárra ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 09:49 Útfærsla á nýrri Snorrabraut frá Yrki, DLD og Hnit verkfræðistofu sést til vinstri og til hægri er útfærsla á heildarútfærslu Miklubrautarsvæðisins. Íbúum í Hlíðahverfi mun fjölga um allt að þrjú þúsund á næstu árum, samkvæmt tillögu sem nú hefur verið valin fyrir uppbyggingu við Miklabraut. Stokkur á svæðinu gæti verið kominn í gagnið eftir þrjú ár. Fimm tillögur voru til skoðunar og nú hefur ein verið valin, tillaga Yrkis, DLD og Hnits verkfræðistofu, og þá á bara að keyra þetta allt saman í gang, þannig að það má jafnvel reikna með því að eftir fimm ár verði þetta svæði, sem svo margir aka um á hverjum degi, alveg gjörbreytt. Hér fyrir ofan sést fyrirhuguð heildarmynd af svæðinu með Klambratún umkringt núverandi byggð á hægri hönd. Skiptingin er útfærð nánar á skýringarmyndinni fyrir neðan en rauðu byggingarnar eru ný íbúðarhús, þær fjólubláu eru nýtt þjónustuhúsnæði og þær bláu fyrir miðju verða kjarnastöð borgarlínu. „Tillagan gerir ráð fyrir hundrað þúsund fermetrum af íbúðarhúsnæði sem er þá um það bil þúsund íbúðir sem þýðir þá að á þessu svæði munu bætast við tvö til þrjú þúsund íbúar á næstu árum. Og teljið þið að svæðið valdi því alveg? Já við teljum það, staðan á skólunum er þannig,“ segir Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Snorrabraut í nýrri mynd. Herdísartorg. Tillagan gerir einnig ráð fyrir gjörbreyttri Snorrabraut sem verslunargötu, og við hana verður Herdísartorg - borgartorg með kjarnastöð borgarlínu. Og hér fyrir neðan sést svo útfærslan á því sem sumum finnst aðalatriðið; fyrsta áfanga stokksins sem tengir umferð um Miklubraut við Gömlu Hringbraut. „Umferðin hérna ofan á er þá fyrst og fremst fyrir borgarlínu, gangandi og hjólandi eða mögulega einhverja hverfisumferð,“ segir Pawel. Stefnt er á að verkefnið verði orðin að veruleika samhliða nýjum Landspítala 2026. „Verkefnið kostar um það bil 21 milljarð samkvæmt seinustu áætlun þannig að þetta eru umtalsverðir fjármunir en þá losnar gríðarmikið byggingarland sem er þá gríðarlegur kostur fyrir borgina og samfélagið.“ Klippa: Miklabraut í stokk - kynningarmyndband Skipulag Reykjavík Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Fimm tillögur voru til skoðunar og nú hefur ein verið valin, tillaga Yrkis, DLD og Hnits verkfræðistofu, og þá á bara að keyra þetta allt saman í gang, þannig að það má jafnvel reikna með því að eftir fimm ár verði þetta svæði, sem svo margir aka um á hverjum degi, alveg gjörbreytt. Hér fyrir ofan sést fyrirhuguð heildarmynd af svæðinu með Klambratún umkringt núverandi byggð á hægri hönd. Skiptingin er útfærð nánar á skýringarmyndinni fyrir neðan en rauðu byggingarnar eru ný íbúðarhús, þær fjólubláu eru nýtt þjónustuhúsnæði og þær bláu fyrir miðju verða kjarnastöð borgarlínu. „Tillagan gerir ráð fyrir hundrað þúsund fermetrum af íbúðarhúsnæði sem er þá um það bil þúsund íbúðir sem þýðir þá að á þessu svæði munu bætast við tvö til þrjú þúsund íbúar á næstu árum. Og teljið þið að svæðið valdi því alveg? Já við teljum það, staðan á skólunum er þannig,“ segir Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Snorrabraut í nýrri mynd. Herdísartorg. Tillagan gerir einnig ráð fyrir gjörbreyttri Snorrabraut sem verslunargötu, og við hana verður Herdísartorg - borgartorg með kjarnastöð borgarlínu. Og hér fyrir neðan sést svo útfærslan á því sem sumum finnst aðalatriðið; fyrsta áfanga stokksins sem tengir umferð um Miklubraut við Gömlu Hringbraut. „Umferðin hérna ofan á er þá fyrst og fremst fyrir borgarlínu, gangandi og hjólandi eða mögulega einhverja hverfisumferð,“ segir Pawel. Stefnt er á að verkefnið verði orðin að veruleika samhliða nýjum Landspítala 2026. „Verkefnið kostar um það bil 21 milljarð samkvæmt seinustu áætlun þannig að þetta eru umtalsverðir fjármunir en þá losnar gríðarmikið byggingarland sem er þá gríðarlegur kostur fyrir borgina og samfélagið.“ Klippa: Miklabraut í stokk - kynningarmyndband
Skipulag Reykjavík Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira