Svona gæti Miklubrautarsvæðið litið út innan fárra ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 09:49 Útfærsla á nýrri Snorrabraut frá Yrki, DLD og Hnit verkfræðistofu sést til vinstri og til hægri er útfærsla á heildarútfærslu Miklubrautarsvæðisins. Íbúum í Hlíðahverfi mun fjölga um allt að þrjú þúsund á næstu árum, samkvæmt tillögu sem nú hefur verið valin fyrir uppbyggingu við Miklabraut. Stokkur á svæðinu gæti verið kominn í gagnið eftir þrjú ár. Fimm tillögur voru til skoðunar og nú hefur ein verið valin, tillaga Yrkis, DLD og Hnits verkfræðistofu, og þá á bara að keyra þetta allt saman í gang, þannig að það má jafnvel reikna með því að eftir fimm ár verði þetta svæði, sem svo margir aka um á hverjum degi, alveg gjörbreytt. Hér fyrir ofan sést fyrirhuguð heildarmynd af svæðinu með Klambratún umkringt núverandi byggð á hægri hönd. Skiptingin er útfærð nánar á skýringarmyndinni fyrir neðan en rauðu byggingarnar eru ný íbúðarhús, þær fjólubláu eru nýtt þjónustuhúsnæði og þær bláu fyrir miðju verða kjarnastöð borgarlínu. „Tillagan gerir ráð fyrir hundrað þúsund fermetrum af íbúðarhúsnæði sem er þá um það bil þúsund íbúðir sem þýðir þá að á þessu svæði munu bætast við tvö til þrjú þúsund íbúar á næstu árum. Og teljið þið að svæðið valdi því alveg? Já við teljum það, staðan á skólunum er þannig,“ segir Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Snorrabraut í nýrri mynd. Herdísartorg. Tillagan gerir einnig ráð fyrir gjörbreyttri Snorrabraut sem verslunargötu, og við hana verður Herdísartorg - borgartorg með kjarnastöð borgarlínu. Og hér fyrir neðan sést svo útfærslan á því sem sumum finnst aðalatriðið; fyrsta áfanga stokksins sem tengir umferð um Miklubraut við Gömlu Hringbraut. „Umferðin hérna ofan á er þá fyrst og fremst fyrir borgarlínu, gangandi og hjólandi eða mögulega einhverja hverfisumferð,“ segir Pawel. Stefnt er á að verkefnið verði orðin að veruleika samhliða nýjum Landspítala 2026. „Verkefnið kostar um það bil 21 milljarð samkvæmt seinustu áætlun þannig að þetta eru umtalsverðir fjármunir en þá losnar gríðarmikið byggingarland sem er þá gríðarlegur kostur fyrir borgina og samfélagið.“ Klippa: Miklabraut í stokk - kynningarmyndband Skipulag Reykjavík Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Sjá meira
Fimm tillögur voru til skoðunar og nú hefur ein verið valin, tillaga Yrkis, DLD og Hnits verkfræðistofu, og þá á bara að keyra þetta allt saman í gang, þannig að það má jafnvel reikna með því að eftir fimm ár verði þetta svæði, sem svo margir aka um á hverjum degi, alveg gjörbreytt. Hér fyrir ofan sést fyrirhuguð heildarmynd af svæðinu með Klambratún umkringt núverandi byggð á hægri hönd. Skiptingin er útfærð nánar á skýringarmyndinni fyrir neðan en rauðu byggingarnar eru ný íbúðarhús, þær fjólubláu eru nýtt þjónustuhúsnæði og þær bláu fyrir miðju verða kjarnastöð borgarlínu. „Tillagan gerir ráð fyrir hundrað þúsund fermetrum af íbúðarhúsnæði sem er þá um það bil þúsund íbúðir sem þýðir þá að á þessu svæði munu bætast við tvö til þrjú þúsund íbúar á næstu árum. Og teljið þið að svæðið valdi því alveg? Já við teljum það, staðan á skólunum er þannig,“ segir Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Snorrabraut í nýrri mynd. Herdísartorg. Tillagan gerir einnig ráð fyrir gjörbreyttri Snorrabraut sem verslunargötu, og við hana verður Herdísartorg - borgartorg með kjarnastöð borgarlínu. Og hér fyrir neðan sést svo útfærslan á því sem sumum finnst aðalatriðið; fyrsta áfanga stokksins sem tengir umferð um Miklubraut við Gömlu Hringbraut. „Umferðin hérna ofan á er þá fyrst og fremst fyrir borgarlínu, gangandi og hjólandi eða mögulega einhverja hverfisumferð,“ segir Pawel. Stefnt er á að verkefnið verði orðin að veruleika samhliða nýjum Landspítala 2026. „Verkefnið kostar um það bil 21 milljarð samkvæmt seinustu áætlun þannig að þetta eru umtalsverðir fjármunir en þá losnar gríðarmikið byggingarland sem er þá gríðarlegur kostur fyrir borgina og samfélagið.“ Klippa: Miklabraut í stokk - kynningarmyndband
Skipulag Reykjavík Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Sjá meira