Segir óboðlegt að aðgerðir trans fólks sitji á hakanum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. febrúar 2022 10:36 Eva Dögg segir nauðsynlegt að kynleiðréttingaraðgerðir verði settar í forgangsröðun. Vísir/Samsett Óboðlegt er að lífsnauðsynlegar aðgerðir frestist svo árum skipti og hamli því að fólk geti lifað lífi sínu til fulls. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna, sem vill að forgangsröðun kynleiðréttingaraðgerða verði endurskoðuð. Trans kona greindi frá því á Twitter fyrir helgi að hún hafi beðið í yfir sextíu vikur eftir kynleiðréttingaraðgerð en hún óskaði eftir aðgerð haustið 2020. Vegna faraldurs kórónuveirunnar hefur Landspítalinn ýmist verið færður af og á neyðarstig síðustu tvö ár - en þegar neyðarstig er í gildi er þeim aðgerðum sem ekki eru taldar lífsnauðsynlegar, frestað. Okei er búin að fá að melta fréttir gærkvöldsins núna og langar að tala um þetta mjög opinskátt.Ég hágrét í allt gærkvöld og hélt áfram í morgun og í strætó, ég er búin að bíða eftir þessari aðgerð í raun allt mitt líf en hef verið á official biðlista síðan í nóvember 2020.— Bríet Hálandanorn (@thvengur) January 28, 2022 Formaður Trans Ísland sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að aðgerðirnar séu lífsnauðsynlegar fyrir þennan hóp. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu vegna þess að fólk t.d. sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ sagði Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland. Margir hafi haft samband við Trans Ísland að undanförnu og spurt hvort eitthvað sé hægt að gera til að aðgerðirnar séu færðar í forgang. Eva Dögg Davíðsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, mælti fyrir því á Alþingi í gær að aðgerðirnar verði settar í forgang. Þá sendi hún heilbrigðisráðherra skriflega fyrirspurn um stöðu þessara mála. „Eins og staðan er núna bíða 20 einstaklingar eftir því að komast í kynleiðréttingaraðgerð á Landspítala og lítil hreyfing hefur verið á biðlistum síðastliðin tvö ár. Við eigum að hlusta á trans fólk sem hefur upplifað sig jaðarsett og vanrækt í heilbrigðiskerfinu og upplifir skerta þjónustu nú á tímum heimsfaraldurs,“ sagði Eva í ræðu sem hún flutti á Alþingi í gær. Bið í óvissu svo árum skipti hafi alvarlegar afleiðingar á geðheilsu og lífsgæði Hún sagði marga bíða eftir aðgerðum umfram hefðbundinn tíma vegna faraldursins en þetta sé óboðlegt ástand, þar sem kynleiðréttingaraðgerðir séu lífsnauðsynlegar og forgangsraða eigi þeim út frá því. „Formaður Trans Íslands hefur biðlað til Landspítalans og stjórnvalda að endurskoða forgang kynleiðréttingaraðgerða vegna þess að þessi ófyrirsjáanlega biðstaða hamlar fólki að lifa lífinu til fulls og finna sig öruggt í eigin líkama.“ „Það að þurfa að bíða í óvissu svo árum skipti hefur alvarlegar afleiðingar á geðheilsu og lífsgæði fólks og við verðum að bæta úr þessu. Í ljósi þessarar umræðu sendi ég hæstvirtum heilbrigðisráðherra fyrirspurn til skriflegs svars varðandi biðtíma eftir kynleiðréttingaraðgeðrum og vona innilega að forgangsröðun þessara lífsnauðsynlegu aðgerða verði endurskoðuð hið snarasta,“ sagði Eva. Fyrirspurn Evu til heilbrigðisráðherra er í fjórum hlutum: hver meðalbiðtími eftir kynleiðréttingaraðgerð sé, hversu langir biðlistar séu eftir kynleiðréttingaraðgerðum, hverjar helstu ástæður fyrir löngum biðtíma og skorti á gagnsæi á fyrirætlaðri framkvæmd kynleiðréttingaraðgerða fyrir sjúklinga séu og hvort standi til að breyta forgangsröðun kynleiðréttingaraðgerða, þar sem ljóst sé að þær séu lífsnauðsynlegar þeim sem þær þurfi. Málefni transfólks Hinsegin Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Segir trans fólk vanrækt í heilbrigðiskerfinu Kynleiðréttingaraðgerðir eru lífsnauðsynlegar trans fólki og er þjónusta við það vanrækt í heilbrigðiskerfinu, að mati formanns Trans Ísland. 31. janúar 2022 19:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Trans kona greindi frá því á Twitter fyrir helgi að hún hafi beðið í yfir sextíu vikur eftir kynleiðréttingaraðgerð en hún óskaði eftir aðgerð haustið 2020. Vegna faraldurs kórónuveirunnar hefur Landspítalinn ýmist verið færður af og á neyðarstig síðustu tvö ár - en þegar neyðarstig er í gildi er þeim aðgerðum sem ekki eru taldar lífsnauðsynlegar, frestað. Okei er búin að fá að melta fréttir gærkvöldsins núna og langar að tala um þetta mjög opinskátt.Ég hágrét í allt gærkvöld og hélt áfram í morgun og í strætó, ég er búin að bíða eftir þessari aðgerð í raun allt mitt líf en hef verið á official biðlista síðan í nóvember 2020.— Bríet Hálandanorn (@thvengur) January 28, 2022 Formaður Trans Ísland sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að aðgerðirnar séu lífsnauðsynlegar fyrir þennan hóp. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu vegna þess að fólk t.d. sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ sagði Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland. Margir hafi haft samband við Trans Ísland að undanförnu og spurt hvort eitthvað sé hægt að gera til að aðgerðirnar séu færðar í forgang. Eva Dögg Davíðsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, mælti fyrir því á Alþingi í gær að aðgerðirnar verði settar í forgang. Þá sendi hún heilbrigðisráðherra skriflega fyrirspurn um stöðu þessara mála. „Eins og staðan er núna bíða 20 einstaklingar eftir því að komast í kynleiðréttingaraðgerð á Landspítala og lítil hreyfing hefur verið á biðlistum síðastliðin tvö ár. Við eigum að hlusta á trans fólk sem hefur upplifað sig jaðarsett og vanrækt í heilbrigðiskerfinu og upplifir skerta þjónustu nú á tímum heimsfaraldurs,“ sagði Eva í ræðu sem hún flutti á Alþingi í gær. Bið í óvissu svo árum skipti hafi alvarlegar afleiðingar á geðheilsu og lífsgæði Hún sagði marga bíða eftir aðgerðum umfram hefðbundinn tíma vegna faraldursins en þetta sé óboðlegt ástand, þar sem kynleiðréttingaraðgerðir séu lífsnauðsynlegar og forgangsraða eigi þeim út frá því. „Formaður Trans Íslands hefur biðlað til Landspítalans og stjórnvalda að endurskoða forgang kynleiðréttingaraðgerða vegna þess að þessi ófyrirsjáanlega biðstaða hamlar fólki að lifa lífinu til fulls og finna sig öruggt í eigin líkama.“ „Það að þurfa að bíða í óvissu svo árum skipti hefur alvarlegar afleiðingar á geðheilsu og lífsgæði fólks og við verðum að bæta úr þessu. Í ljósi þessarar umræðu sendi ég hæstvirtum heilbrigðisráðherra fyrirspurn til skriflegs svars varðandi biðtíma eftir kynleiðréttingaraðgeðrum og vona innilega að forgangsröðun þessara lífsnauðsynlegu aðgerða verði endurskoðuð hið snarasta,“ sagði Eva. Fyrirspurn Evu til heilbrigðisráðherra er í fjórum hlutum: hver meðalbiðtími eftir kynleiðréttingaraðgerð sé, hversu langir biðlistar séu eftir kynleiðréttingaraðgerðum, hverjar helstu ástæður fyrir löngum biðtíma og skorti á gagnsæi á fyrirætlaðri framkvæmd kynleiðréttingaraðgerða fyrir sjúklinga séu og hvort standi til að breyta forgangsröðun kynleiðréttingaraðgerða, þar sem ljóst sé að þær séu lífsnauðsynlegar þeim sem þær þurfi.
Málefni transfólks Hinsegin Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Segir trans fólk vanrækt í heilbrigðiskerfinu Kynleiðréttingaraðgerðir eru lífsnauðsynlegar trans fólki og er þjónusta við það vanrækt í heilbrigðiskerfinu, að mati formanns Trans Ísland. 31. janúar 2022 19:30 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Segir trans fólk vanrækt í heilbrigðiskerfinu Kynleiðréttingaraðgerðir eru lífsnauðsynlegar trans fólki og er þjónusta við það vanrækt í heilbrigðiskerfinu, að mati formanns Trans Ísland. 31. janúar 2022 19:30