Leggja til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 16:12 Lagt er til að störf sóttvarnalæknis heyri beint undir ráðherra en ekki landlækni. Vísir/Vilhelm Lagt er til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra líkt og landlæknir og heyri því beint undir yfirstjórn ráðherra en ekki landlækni í nýju frumvarpi að sóttvarnalögum. Heilbrigðisráðherra hefur nú birt drög að frumvarpi að nýjum sóttvarnalögum sem lagt hefur verið fram til umsagnar. Ýmsar breytingar eru lagðar til á stjórnsýslu málaflokksins og lagt til að aðkoma og eftirlitshluverk Alþingis að opinberum sóttvarnaráðstöfunum verði styrkt. Frumvarpið var samið af starfshópi heilbrigðisráðherra sem skipaður var 18. júní á síðasta ári. Áður höfðu verið gerðar nokkrar breytingar á gildandi sóttvarnalögum með frumvarpi sem varð að lögum í febrúar 2021. Í nýju frumvarpi er lagt til að sérstakt markmiðsákvæði komi inn í sóttvarnalög og að gildissviðsákvæði og sérstakt ákvæði um þá sjúkdóma sem lögin taka til sé bætt við lögin. Í þvi ákvæði er lögð til stigskipting sjúkdoma, það er smitsjúkdómar, alvarlegir sjúkdómar og samfélagslega hættulegir sjúkdómar. Sóttvarnaráð lagt niður og farsóttanefnd sett á laggirnar Þá er lagt til að heimildir stjórnvalda til sóttvarnaráðstafana taki mið af stigskiptingunni, svipað og er í Danmörku. Einungis megi þannig grípa til veigamestu ráðstafananna þegar um samfélagslega hættulegan sjúkdóm er að ræða. Þá er lagt til að breytingar verði gerðar á stjórnsýslu sóttvarna. Sóttvarnalæknir verði þannig skipaður af ráðherra líkt og ladnlæknir og aðrir forstöðumenn stofnana samhliða því að ábyrgð hans á framkvæmd sóttvarna heyri beint undir yfirstjórn ráðherra en ekki landlækni. Auk þess verði sett á laggirnar nýtt fjölskipað stjórnvald, farsóttarnefnd, sem skili inn tillögum til ráðherra um opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna samfélagslega hættulegra sjúkdóma. Samhliða þessu verði sóttvarnaráð lagt niður. Þó er lagt til að sóttvarnalæknir hafi heimild til að kveða sér til ráðgjafar sérfræðinga vegna þeirra verkefna sem falla undir hlutverk hans. Einnig er lagt til að aðkoma og eftirlitshlutverk Alþingis að opinberum sóttvarnaráðstöfunum verði styrkt og að viðurlagaákvæði laganna verði uppfært í samræmi við löggjafarþróun síðari ára. Frumvarpið verður sett í samráðsgátt í tvær vikur svo að Alþingi fái meiri tíma til að fjalla um málið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur nú birt drög að frumvarpi að nýjum sóttvarnalögum sem lagt hefur verið fram til umsagnar. Ýmsar breytingar eru lagðar til á stjórnsýslu málaflokksins og lagt til að aðkoma og eftirlitshluverk Alþingis að opinberum sóttvarnaráðstöfunum verði styrkt. Frumvarpið var samið af starfshópi heilbrigðisráðherra sem skipaður var 18. júní á síðasta ári. Áður höfðu verið gerðar nokkrar breytingar á gildandi sóttvarnalögum með frumvarpi sem varð að lögum í febrúar 2021. Í nýju frumvarpi er lagt til að sérstakt markmiðsákvæði komi inn í sóttvarnalög og að gildissviðsákvæði og sérstakt ákvæði um þá sjúkdóma sem lögin taka til sé bætt við lögin. Í þvi ákvæði er lögð til stigskipting sjúkdoma, það er smitsjúkdómar, alvarlegir sjúkdómar og samfélagslega hættulegir sjúkdómar. Sóttvarnaráð lagt niður og farsóttanefnd sett á laggirnar Þá er lagt til að heimildir stjórnvalda til sóttvarnaráðstafana taki mið af stigskiptingunni, svipað og er í Danmörku. Einungis megi þannig grípa til veigamestu ráðstafananna þegar um samfélagslega hættulegan sjúkdóm er að ræða. Þá er lagt til að breytingar verði gerðar á stjórnsýslu sóttvarna. Sóttvarnalæknir verði þannig skipaður af ráðherra líkt og ladnlæknir og aðrir forstöðumenn stofnana samhliða því að ábyrgð hans á framkvæmd sóttvarna heyri beint undir yfirstjórn ráðherra en ekki landlækni. Auk þess verði sett á laggirnar nýtt fjölskipað stjórnvald, farsóttarnefnd, sem skili inn tillögum til ráðherra um opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna samfélagslega hættulegra sjúkdóma. Samhliða þessu verði sóttvarnaráð lagt niður. Þó er lagt til að sóttvarnalæknir hafi heimild til að kveða sér til ráðgjafar sérfræðinga vegna þeirra verkefna sem falla undir hlutverk hans. Einnig er lagt til að aðkoma og eftirlitshlutverk Alþingis að opinberum sóttvarnaráðstöfunum verði styrkt og að viðurlagaákvæði laganna verði uppfært í samræmi við löggjafarþróun síðari ára. Frumvarpið verður sett í samráðsgátt í tvær vikur svo að Alþingi fái meiri tíma til að fjalla um málið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira