Geðrækt barna er mikilvæg Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 31. janúar 2022 17:00 Börnin í borginni eiga að búa við bestu mögulegu þjónustu hverju sinni og að sú þjónusta sé veitt í nærumhverfi þeirra. Eftirköst þess að alast upp í heimsfaraldri eru ókunn en vitað er að innan hvers grunnskóla í borginni hafa á umliðnum árum hafa komið upp allmörg barnaverndarmál sem í mörgum tilvikum tengjast sálrænum og félagslegum erfiðleikum. Ég ætla hreinlega að gefa mér að líðan barna sé ekki að batna og að fordæmalaus fjöldi slíkra mála komi upp á næstu árum. Á sama tíma eru starfsmenn skólanna sjaldnast menntaðir til þess að aðstoða við að leysa vanda barna sem gliḿa við slíka erfiðleika og álagið sem leggst á kennara getur því verið gríðarlegt. Árið 2019 lagði innri endurskoðun Reykjavíkurborgar til að þjónustu sálfræðinga og annarra fagaðila yrði í auknum mæli beint inn í grunnskólana og var það í takt við ítrekaðar óskir skólastjórnenda. Einnig kom fram að þrátt fyrir að þjónusta við skólana væri í boði þá þyrfti oft að bíða lengi eftir henni og ekki væri um meðferð nemenda að ræða. Einnig kom fram í skýrslu innri endurskoðunar að kennurum þætti það erfiðast í starfinu að gliḿa við nemendur sem eiga erfitt uppdráttar. Umrædd skýrsla var unnin áður en heimsfaraldur skall á með sínum reglulegu bylgjum. Álagið á kennara hefur aukist verulega síðan þá og hætt er við að það leiði til langtímaveikinda og kulnunar í starfi. Áhrifin sem það hefur á nemendur, börnin í borginni, gætu orðið enn verri og til lengri framtíðar. Samfylkingin hefur í meirihlutasamstarfi sínu í Reykjavíkurborg gert ýmislegt til þess að bæta stöðu nemenda í skólum borgarinnar en aðstæðurnar sem uppi eru í dag og verða um ófyrirséða framtíð kalla á að stórátak verði gert. Að mínu mati á að fara eftir tillögum innri endurskoðunar og ráða sálfræðinga inn í skólana þar sem þeir munu hafa aðsetur. Með því að efla geðrækt er komið til móts við börnin og starfsmenn skólanna öllum til heilla. Það mun styðja við börnin og styrkja í náminu auk þess að draga úr álagi á kennara. Ég veit að félagar mínir í Samfylkingunni eru sammála um að nú sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða því börnin eru jú framtíð borgarinnar. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Börnin í borginni eiga að búa við bestu mögulegu þjónustu hverju sinni og að sú þjónusta sé veitt í nærumhverfi þeirra. Eftirköst þess að alast upp í heimsfaraldri eru ókunn en vitað er að innan hvers grunnskóla í borginni hafa á umliðnum árum hafa komið upp allmörg barnaverndarmál sem í mörgum tilvikum tengjast sálrænum og félagslegum erfiðleikum. Ég ætla hreinlega að gefa mér að líðan barna sé ekki að batna og að fordæmalaus fjöldi slíkra mála komi upp á næstu árum. Á sama tíma eru starfsmenn skólanna sjaldnast menntaðir til þess að aðstoða við að leysa vanda barna sem gliḿa við slíka erfiðleika og álagið sem leggst á kennara getur því verið gríðarlegt. Árið 2019 lagði innri endurskoðun Reykjavíkurborgar til að þjónustu sálfræðinga og annarra fagaðila yrði í auknum mæli beint inn í grunnskólana og var það í takt við ítrekaðar óskir skólastjórnenda. Einnig kom fram að þrátt fyrir að þjónusta við skólana væri í boði þá þyrfti oft að bíða lengi eftir henni og ekki væri um meðferð nemenda að ræða. Einnig kom fram í skýrslu innri endurskoðunar að kennurum þætti það erfiðast í starfinu að gliḿa við nemendur sem eiga erfitt uppdráttar. Umrædd skýrsla var unnin áður en heimsfaraldur skall á með sínum reglulegu bylgjum. Álagið á kennara hefur aukist verulega síðan þá og hætt er við að það leiði til langtímaveikinda og kulnunar í starfi. Áhrifin sem það hefur á nemendur, börnin í borginni, gætu orðið enn verri og til lengri framtíðar. Samfylkingin hefur í meirihlutasamstarfi sínu í Reykjavíkurborg gert ýmislegt til þess að bæta stöðu nemenda í skólum borgarinnar en aðstæðurnar sem uppi eru í dag og verða um ófyrirséða framtíð kalla á að stórátak verði gert. Að mínu mati á að fara eftir tillögum innri endurskoðunar og ráða sálfræðinga inn í skólana þar sem þeir munu hafa aðsetur. Með því að efla geðrækt er komið til móts við börnin og starfsmenn skólanna öllum til heilla. Það mun styðja við börnin og styrkja í náminu auk þess að draga úr álagi á kennara. Ég veit að félagar mínir í Samfylkingunni eru sammála um að nú sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða því börnin eru jú framtíð borgarinnar. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar