„Allir hundarnir í þessu máli eru hundrað þúsund prósent hreinræktaðir hundar“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2022 20:55 Mæðgurnar hafa ræktað Schäferhunda undir ræktunarnafninu Gjóska. Getty Images Mæðgum sem vísað var úr Hundaræktarfélaginu (HRFÍ) í vikunni telja illa að sér vegið og segja mannorð sitt eyðilagt. Þær eru ósáttar við stjórn félagsins og formann og gera alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðina. Mbl greindi fyrst frá en fréttastofa Vísis hefur yfirlýsingu frá lögmanni mæðgnanna einnig undir höndum. Í yfirlýsingunni segir að stjórn HRFÍ hafi eyðilagt mannorð mæðgnanna og lagt ræktunarstarf þeirra í rúst. Héraðsdómur tók deilur mægðananna og HRFÍ en vísaði málinu frá í liðinni viku. Mæðgunum var skömmu síðar vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár eftir úrskurð siðanefndar félagsins. Hundana hafa þær mæðgur ræktað undir merkjum ræktunarinnar Gjósku. HRFÍ hafi eyðilagt mannorð Mæðgurnar eiga meðal annars að hafa falsað ættbókaskráningar og með úrskurðinum voru þær sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Þær eiga að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota hafi verið efnislega rangar. Í yfirlýsingu lögmanns, og fyrir hönd mægðnanna, er meðferð HRFÍ á málinu harðlega gagnrýnd. Þar er stjórn félagsins og formaðurinn Daníel Örn Hinriksson harðlega gagnrýnd. „Ný stjórn HRFÍ hefur náð að eyðileggja mannorð mæðgna, borið þær röngum sökum og lagt í rúst um 30 ára mjög kostnaðarsamt áhugarmál móður sem er menntaður búfræðingur og tamningakona,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Segja formann ráðast á félaga með illindum Formaðurinn, Daníel Örn, ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi og sagði málið eitt það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Það sé mjög alvarlegt brot gagnvart félaginu og félagsmönnum, reynist ættbókin röng. „Ég hef verið í félaginu í tuttugu ár og ég man ekki eftir svona alvarlegu broti,“ sagði Daníel meðal annars í samtali við fréttastofu. Þessu eru mæðgurnar ekki sammála og fullyrða að Daníel Örn hafi vitað að hundarnir sem um ræddi hafi verið hreinræktaðir. Kæran hafi verið röng en málið haldið áfram. „Þá liggur það fyrir að allir hundarnir í þessu máli er 100000% hreinræktaðir hundar. Að mati móður væri gaman að formaður upplýsti um sín afrek hjá félaginu önnur en ráðast á eigin félaga með ófriði og illindum,“ segir í yfirlýsingu mæðgnanna. „Álit móður er að hún hafi mátt þola ótrúlegan hroka, yfirgang og dónaskap af hálfu jafningja sem kosnir voru til trúnaðarstarfa en meint vald hefur stigið þeim til höfuðs. Þessi málsmeðferð er þeim til ævarandi skammar og gerir þetta félag óaðlaðandi kost fyrir hundaeigendur,“ segir orðrétt í yfirlýsingunni. Tengd skjöl Daníel_Örn_Hinriksson_formaður_HRFÍ_telur_got_rangskráðDOCX26KBSækja skjal Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Man ekki eftir svo alvarlegu broti Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir mál mæðgna sem var vísað úr félaginu það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Mæðgurnar sæta fimmtán ára brottvísun, meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. 30. janúar 2022 09:31 Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Deilum innan Hundaræktarfélagsins vísað frá héraðsdómi Máli tveggja ræktenda gegn Hundaræktarfélagi Íslands og fulltrúum siðanefndar félagsins var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Að mati héraðsdóms voru margar dómkrafna bæði óskýrar og vanreifaðar og ræktendunum því gert að greiða félaginu málskostnað. 24. janúar 2022 15:31 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Mbl greindi fyrst frá en fréttastofa Vísis hefur yfirlýsingu frá lögmanni mæðgnanna einnig undir höndum. Í yfirlýsingunni segir að stjórn HRFÍ hafi eyðilagt mannorð mæðgnanna og lagt ræktunarstarf þeirra í rúst. Héraðsdómur tók deilur mægðananna og HRFÍ en vísaði málinu frá í liðinni viku. Mæðgunum var skömmu síðar vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár eftir úrskurð siðanefndar félagsins. Hundana hafa þær mæðgur ræktað undir merkjum ræktunarinnar Gjósku. HRFÍ hafi eyðilagt mannorð Mæðgurnar eiga meðal annars að hafa falsað ættbókaskráningar og með úrskurðinum voru þær sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Þær eiga að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota hafi verið efnislega rangar. Í yfirlýsingu lögmanns, og fyrir hönd mægðnanna, er meðferð HRFÍ á málinu harðlega gagnrýnd. Þar er stjórn félagsins og formaðurinn Daníel Örn Hinriksson harðlega gagnrýnd. „Ný stjórn HRFÍ hefur náð að eyðileggja mannorð mæðgna, borið þær röngum sökum og lagt í rúst um 30 ára mjög kostnaðarsamt áhugarmál móður sem er menntaður búfræðingur og tamningakona,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Segja formann ráðast á félaga með illindum Formaðurinn, Daníel Örn, ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi og sagði málið eitt það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Það sé mjög alvarlegt brot gagnvart félaginu og félagsmönnum, reynist ættbókin röng. „Ég hef verið í félaginu í tuttugu ár og ég man ekki eftir svona alvarlegu broti,“ sagði Daníel meðal annars í samtali við fréttastofu. Þessu eru mæðgurnar ekki sammála og fullyrða að Daníel Örn hafi vitað að hundarnir sem um ræddi hafi verið hreinræktaðir. Kæran hafi verið röng en málið haldið áfram. „Þá liggur það fyrir að allir hundarnir í þessu máli er 100000% hreinræktaðir hundar. Að mati móður væri gaman að formaður upplýsti um sín afrek hjá félaginu önnur en ráðast á eigin félaga með ófriði og illindum,“ segir í yfirlýsingu mæðgnanna. „Álit móður er að hún hafi mátt þola ótrúlegan hroka, yfirgang og dónaskap af hálfu jafningja sem kosnir voru til trúnaðarstarfa en meint vald hefur stigið þeim til höfuðs. Þessi málsmeðferð er þeim til ævarandi skammar og gerir þetta félag óaðlaðandi kost fyrir hundaeigendur,“ segir orðrétt í yfirlýsingunni. Tengd skjöl Daníel_Örn_Hinriksson_formaður_HRFÍ_telur_got_rangskráðDOCX26KBSækja skjal
Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Man ekki eftir svo alvarlegu broti Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir mál mæðgna sem var vísað úr félaginu það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Mæðgurnar sæta fimmtán ára brottvísun, meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. 30. janúar 2022 09:31 Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Deilum innan Hundaræktarfélagsins vísað frá héraðsdómi Máli tveggja ræktenda gegn Hundaræktarfélagi Íslands og fulltrúum siðanefndar félagsins var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Að mati héraðsdóms voru margar dómkrafna bæði óskýrar og vanreifaðar og ræktendunum því gert að greiða félaginu málskostnað. 24. janúar 2022 15:31 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Man ekki eftir svo alvarlegu broti Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir mál mæðgna sem var vísað úr félaginu það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Mæðgurnar sæta fimmtán ára brottvísun, meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. 30. janúar 2022 09:31
Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19
Deilum innan Hundaræktarfélagsins vísað frá héraðsdómi Máli tveggja ræktenda gegn Hundaræktarfélagi Íslands og fulltrúum siðanefndar félagsins var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Að mati héraðsdóms voru margar dómkrafna bæði óskýrar og vanreifaðar og ræktendunum því gert að greiða félaginu málskostnað. 24. janúar 2022 15:31