Lögregla fjarlægði mótmælendur úr Kringlunni Smári Jökull Jónsson skrifar 30. janúar 2022 16:48 Mótmælendurnir voru grímuklæddir og voru fjarlægðir af lögreglu. Aðsend Lögregla var kölluð í Kringluna í dag vegna grímuklæddra mótmælenda sem þar höfðu safnast saman. Nafnlaus póstur var sendur út fyrr í dag þar sem boðað var til mótmæla vegna sóttvarna. Að sögn lögreglu óskaði Kringlan eftir því að mótmælendurnir yrðu fjarlægðir. „Kringlan ræður því hverjir eru þarna inni, þeir óskuðu eftir því að þeir yrðu fjarlægðir og við urðum við þeirri ósk,“ sagði vakthafandi lögreglumaður í samtali við fréttastofu. Hann sagði að málið yrði skoðað betur eftir helgina en sagði að engir eftirmálar hefðu orðið af hálfu lögreglu enn sem komið er. Að sögn Sigurjóns Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, sagði hann að vakthafandi gæsla Kringlunnar kallaði ítrekað til lögreglu ef þeir teldu þörf á. „Þeir hafa metið það að þetta hafi haft truflandi áhrif á gesti og starfsemi hússins,“ sagði Sigurjón þegar fréttastofa heyrði í honum hljóðið nú á fimmta tímanum. Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Í pósti sem barst fréttastofu vísa mótmælendur í kvikmyndina V for Vendetta og segja að um hafi verið að ræða „friðsæl mótmæli gegn ofríki, harðstjórn, einræði, þöggun og spillingu.“ Mótmælendur báru grímur sem koma fyrir í myndinni. Þar kemur einnig fram að borgaraleg óhlýðni sé ekki aðeins mikilvæg heldur nauðsynleg. Þá er spurt hvenær almenningi hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í ákvörðunum um sóttvarnir og að ríkið sé komið á hálan ís þegar hið opinbera hefur ítrekað tekið sér vald yfir lífi og heilsu borgarans. Stórum spurningum sé ósvarað nú þegar stjórnvöld hafa gefið út aðgerðaáætlun til afléttingar sóttvarnaaðgerða og horft sé yfir farinn veg. Ekki er ljóst hversu lengi mótmælin stóðu yfir en ljóst er að þau hafa vakið athygli gesta. Kringlan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Að sögn lögreglu óskaði Kringlan eftir því að mótmælendurnir yrðu fjarlægðir. „Kringlan ræður því hverjir eru þarna inni, þeir óskuðu eftir því að þeir yrðu fjarlægðir og við urðum við þeirri ósk,“ sagði vakthafandi lögreglumaður í samtali við fréttastofu. Hann sagði að málið yrði skoðað betur eftir helgina en sagði að engir eftirmálar hefðu orðið af hálfu lögreglu enn sem komið er. Að sögn Sigurjóns Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, sagði hann að vakthafandi gæsla Kringlunnar kallaði ítrekað til lögreglu ef þeir teldu þörf á. „Þeir hafa metið það að þetta hafi haft truflandi áhrif á gesti og starfsemi hússins,“ sagði Sigurjón þegar fréttastofa heyrði í honum hljóðið nú á fimmta tímanum. Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Í pósti sem barst fréttastofu vísa mótmælendur í kvikmyndina V for Vendetta og segja að um hafi verið að ræða „friðsæl mótmæli gegn ofríki, harðstjórn, einræði, þöggun og spillingu.“ Mótmælendur báru grímur sem koma fyrir í myndinni. Þar kemur einnig fram að borgaraleg óhlýðni sé ekki aðeins mikilvæg heldur nauðsynleg. Þá er spurt hvenær almenningi hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í ákvörðunum um sóttvarnir og að ríkið sé komið á hálan ís þegar hið opinbera hefur ítrekað tekið sér vald yfir lífi og heilsu borgarans. Stórum spurningum sé ósvarað nú þegar stjórnvöld hafa gefið út aðgerðaáætlun til afléttingar sóttvarnaaðgerða og horft sé yfir farinn veg. Ekki er ljóst hversu lengi mótmælin stóðu yfir en ljóst er að þau hafa vakið athygli gesta.
Kringlan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira