Man ekki eftir svo alvarlegu broti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2022 09:31 Daníel Örn Hinriksson er formaður Hundaræktarfélags Íslands. stöð2 Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir mál mæðgna sem var vísað úr félaginu það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Mæðgurnar sæta fimmtán ára brottvísun, meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Hundaræktarfélagið fékk ábendingu um málið fyrir tæpu ári síðan en siðanefnd félagsins úrskurðaði um málið fyrir helgi og telur hann um 76 blaðsíður. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár og er það niðurstaða málsins að þær hafi gerst brotlegar við lög félagsins. Brotin eru nokkur og snúa að rangfærslu í ættbókarskráningu: Þar segir að þær hafi vísvitandi skráð ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Þá hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað og skyldur. Þær hafi ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í sýnatöku til sönnunar á ætterni og neitað að gefa upp upplýsingar. Mæðgunum hefur verið vísað úr félaginu í fimmtán ár auk þess sem félagið svipti þær ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Alvarlegt brot Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að meginmarkmið félagsins sé að standa vörð um ræktun hundakynja. „Reynist ættbókin röng er það mjög alvarlegt brot gagnvart félaginu og félagsmönnum. Og ekki síst þeim hundaeigendum sem hafa keypt þessa hvolpa í góðri trú um að þeir séu rétt ættbókarfærðir,“ sagði Daníel Örn Hinriksson, formaður Hundaræktarfélags Íslands. Kaupendur könnuðu stöðu sína Þá hafi eigendur sem keyptu hvolpa af ræktuninni kannað stöðu sína gagnvart ræktendunum. „Á meðan á málinu stóð og á meðan það var til meðferðar siðanefndar þá auðvitað var fólk áhyggjufullt um rétt sinn og kannaði stöðu sína gagnvart þessum ræktanda.“ Hann segir óalgengt að ræktendum sé vísað úr félaginu. „Nei það gerist ekki oft og ég hef verið í félaginu í tuttugu ár og ég man ekki eftir svona alvarlegu broti.“ Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Hundaræktarfélagið fékk ábendingu um málið fyrir tæpu ári síðan en siðanefnd félagsins úrskurðaði um málið fyrir helgi og telur hann um 76 blaðsíður. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár og er það niðurstaða málsins að þær hafi gerst brotlegar við lög félagsins. Brotin eru nokkur og snúa að rangfærslu í ættbókarskráningu: Þar segir að þær hafi vísvitandi skráð ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Þá hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað og skyldur. Þær hafi ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í sýnatöku til sönnunar á ætterni og neitað að gefa upp upplýsingar. Mæðgunum hefur verið vísað úr félaginu í fimmtán ár auk þess sem félagið svipti þær ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Alvarlegt brot Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að meginmarkmið félagsins sé að standa vörð um ræktun hundakynja. „Reynist ættbókin röng er það mjög alvarlegt brot gagnvart félaginu og félagsmönnum. Og ekki síst þeim hundaeigendum sem hafa keypt þessa hvolpa í góðri trú um að þeir séu rétt ættbókarfærðir,“ sagði Daníel Örn Hinriksson, formaður Hundaræktarfélags Íslands. Kaupendur könnuðu stöðu sína Þá hafi eigendur sem keyptu hvolpa af ræktuninni kannað stöðu sína gagnvart ræktendunum. „Á meðan á málinu stóð og á meðan það var til meðferðar siðanefndar þá auðvitað var fólk áhyggjufullt um rétt sinn og kannaði stöðu sína gagnvart þessum ræktanda.“ Hann segir óalgengt að ræktendum sé vísað úr félaginu. „Nei það gerist ekki oft og ég hef verið í félaginu í tuttugu ár og ég man ekki eftir svona alvarlegu broti.“
Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19