Svarar Kolbrúnu Bergþórsdóttur fullum hálsi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2022 18:29 Borgarstórn Reykjavíkur fundar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segist hafa hlegið upphátt við lesturs nýlegs leiðara Kolbrúnar Bergþórsdóttur blaðamanns. Í pistlinum segir Kolbrún forystumenn meirihluta borgarstjórnar daufa og litlausa í skugga borgarstjóra. Leiðari Kolbrúnar birtist í Fréttablaðinu í gær en þar gagnrýnir hún þá flokka sem mynda meirihluta borgarstjórnar, utan Samfylkingarinnar, harðlega. Hún segir Viðreisn, Vinstri græna og Pírata karakterlausa og máttlausa og telur að frambjóðendur flokkanna verði í vandræðum í komandi kosningabaráttu. „Borgarbúar verða alls ekki varir við að flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar séu ólíkir. Samstarfið hefur gert þá svo keimlíka að engu er líkara en þeir hafi runnið saman í einn flokk. Viðreisn, Vinstri græn og Píratar eru orðnir eins og daufgerð útgáfa af Samfylkingunni,“ segir Kolbrún meðal annars í leiðaranum. „Frambjóðendur flokkanna munu því væntanlega reyna að stíga út úr litleysinu, rembast við að ljóma af karakter og þylja utan að loforðaflauminn um allt sem þeir ætli að vinna borgarbúum til hagsældar komist þeir aftur í Ráðhúsið,“ heldur Kolbrún áfram. „Er ég litlaust tilbrigði í skugga dags?“ Þessu er Þórdís Lóa alls ekki sammála en hún sendi inn grein á Vísi fyrr í dag sem bar yfirskriftina „Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags?“ Í greininni gagnrýnir hún leiðara Kolbrúnar harðlega. Hún bendir á að meirihlutinn í borginni sé skýrt dæmi um gott samstarf ólíkra flokka en það þýði þó ekki að flokkarnir séu sammála um allt. „Ég hef gaman að svona pistlum og ég hló upphátt nokkrum sinnum því litlaus og dauf eru ekki lýsingarorð sem ég myndi nota yfir sjálfa mig, sem fékk þau burtfararorð úr Seljaskóla hér forðum að ég væri kraftmikil stelpa en kjaftfor og erfið,“ segir Þórdís Lóa og bætir við að sama megi segja um Líf Magneudóttur og Dóru Björt borgarfulltrúa. Fána forystumanna sé langt frá því að vera litlaus. „Það er vissulega verkefni framundan að draga fram sérstöðu hvers og eins flokks en það verður ekki erfitt og er í raun alveg skýrt í dag ef fólk opnar augun fyrir því. Opna augun og hlusta er kannski lykilþáttur í þessu öllu,“ segir Þórdís Lóa í greininni. Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags? Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. 29. janúar 2022 08:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Leiðari Kolbrúnar birtist í Fréttablaðinu í gær en þar gagnrýnir hún þá flokka sem mynda meirihluta borgarstjórnar, utan Samfylkingarinnar, harðlega. Hún segir Viðreisn, Vinstri græna og Pírata karakterlausa og máttlausa og telur að frambjóðendur flokkanna verði í vandræðum í komandi kosningabaráttu. „Borgarbúar verða alls ekki varir við að flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar séu ólíkir. Samstarfið hefur gert þá svo keimlíka að engu er líkara en þeir hafi runnið saman í einn flokk. Viðreisn, Vinstri græn og Píratar eru orðnir eins og daufgerð útgáfa af Samfylkingunni,“ segir Kolbrún meðal annars í leiðaranum. „Frambjóðendur flokkanna munu því væntanlega reyna að stíga út úr litleysinu, rembast við að ljóma af karakter og þylja utan að loforðaflauminn um allt sem þeir ætli að vinna borgarbúum til hagsældar komist þeir aftur í Ráðhúsið,“ heldur Kolbrún áfram. „Er ég litlaust tilbrigði í skugga dags?“ Þessu er Þórdís Lóa alls ekki sammála en hún sendi inn grein á Vísi fyrr í dag sem bar yfirskriftina „Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags?“ Í greininni gagnrýnir hún leiðara Kolbrúnar harðlega. Hún bendir á að meirihlutinn í borginni sé skýrt dæmi um gott samstarf ólíkra flokka en það þýði þó ekki að flokkarnir séu sammála um allt. „Ég hef gaman að svona pistlum og ég hló upphátt nokkrum sinnum því litlaus og dauf eru ekki lýsingarorð sem ég myndi nota yfir sjálfa mig, sem fékk þau burtfararorð úr Seljaskóla hér forðum að ég væri kraftmikil stelpa en kjaftfor og erfið,“ segir Þórdís Lóa og bætir við að sama megi segja um Líf Magneudóttur og Dóru Björt borgarfulltrúa. Fána forystumanna sé langt frá því að vera litlaus. „Það er vissulega verkefni framundan að draga fram sérstöðu hvers og eins flokks en það verður ekki erfitt og er í raun alveg skýrt í dag ef fólk opnar augun fyrir því. Opna augun og hlusta er kannski lykilþáttur í þessu öllu,“ segir Þórdís Lóa í greininni.
Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags? Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. 29. janúar 2022 08:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags? Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. 29. janúar 2022 08:01