Skör í Hvammi mjólkaði um fjórtán þúsund lítra 2021 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. janúar 2022 20:03 Stoltir kúabændur í Hvammi í Ölfusi, Carlotte Clausen og Pétur Guðmundsson með Skör sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrin Skör á bænum Hvammi í Ölfusi er engin venjuleg kýr því hún mjólkar mest allra kúa á Íslandi, eða tæplega 14 þúsund lítra á nýliðinu ári. Skör er gæf og góð kýr, sem á von á sínum fjórða kálfi í vor. Á bænum Hvammi í Ölfusi reka þau Pétur Guðmundsson og Carlotte Clausen myndarlegt kúabú með um sjötíu mjólkandi kúm. Róbót er í fjósinu, sem kýrnar eru duglegar að fara í. Það er þó ein kýr, sem sker sig úr hópnum, en það er hún Skör, sem var nythæsta kýrin á Íslandi á síðasta ári með nákvæmlega 13.750 lítra af mjólk. Sagt var frá þessu í síðasta Bændablaði þegar niðurstöður skýrsluhalds mjólkurframleiðenda fyrir árið 2021 voru kynntar. Skör hefur átt þrjá kálfa og kemur sá fjórði í heiminn í maí í vor. Bændurnir í Hvammi eru að sjálfsögðu mjög stoltir með Skör og hennar árangur. „Hún er bara ljúf og góð og ein af þeim, sem maður finnur ekki mikið fyrir í fjósinu, hún sinnir bara sinni vinnu í rólegheitum. Við vorum eiginlega mjög hissa yfir því að hún hafi lent í þessu sæti, það kom okkur mjög á óvart,“ segir Carlotte. Carlotte segir að það séu aldrei nein læti eða vesen í kringum Skör. „Svo er hún lítil og nett og stundar róbótinn mjög vel. Hún er líka mjög falleg á litinn,“ bætir Carlotte við. Um 70 mjólkurkýr eru í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það hlítur að vera gaman að eiga Íslandsmeistara? „Já, það er mjög stórt fyrir Dani, nei ég segi svona, þetta er mjög gaman. Það er fínt að vera Danskur kúabóndi á Íslandi en samt alltaf pínu vandræðalegt þegar danskir bændur koma í heimsókn og ætla að skoða búið hjá mér. Þeir eru með þrjú og fjögur hundruð mjólkurkýr í Danmörku í sínum fjósum og ég er með sjötíu, manni finnst það vera í minni kantinum,“ segir Carlotte hlægjandi. Carlotte segir að það verði ekkert sérstakt gert fyrir Skör í tilefni árangursins, hún fái jú kannski aðeins meira kjarnfóður en venjulega næstu daga, en annars treysti hún bara á að hún haldi áfram að mjólka svona vel og mikið eins og hún gerði á nýliðnu ári. Ölfus Landbúnaður Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Á bænum Hvammi í Ölfusi reka þau Pétur Guðmundsson og Carlotte Clausen myndarlegt kúabú með um sjötíu mjólkandi kúm. Róbót er í fjósinu, sem kýrnar eru duglegar að fara í. Það er þó ein kýr, sem sker sig úr hópnum, en það er hún Skör, sem var nythæsta kýrin á Íslandi á síðasta ári með nákvæmlega 13.750 lítra af mjólk. Sagt var frá þessu í síðasta Bændablaði þegar niðurstöður skýrsluhalds mjólkurframleiðenda fyrir árið 2021 voru kynntar. Skör hefur átt þrjá kálfa og kemur sá fjórði í heiminn í maí í vor. Bændurnir í Hvammi eru að sjálfsögðu mjög stoltir með Skör og hennar árangur. „Hún er bara ljúf og góð og ein af þeim, sem maður finnur ekki mikið fyrir í fjósinu, hún sinnir bara sinni vinnu í rólegheitum. Við vorum eiginlega mjög hissa yfir því að hún hafi lent í þessu sæti, það kom okkur mjög á óvart,“ segir Carlotte. Carlotte segir að það séu aldrei nein læti eða vesen í kringum Skör. „Svo er hún lítil og nett og stundar róbótinn mjög vel. Hún er líka mjög falleg á litinn,“ bætir Carlotte við. Um 70 mjólkurkýr eru í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það hlítur að vera gaman að eiga Íslandsmeistara? „Já, það er mjög stórt fyrir Dani, nei ég segi svona, þetta er mjög gaman. Það er fínt að vera Danskur kúabóndi á Íslandi en samt alltaf pínu vandræðalegt þegar danskir bændur koma í heimsókn og ætla að skoða búið hjá mér. Þeir eru með þrjú og fjögur hundruð mjólkurkýr í Danmörku í sínum fjósum og ég er með sjötíu, manni finnst það vera í minni kantinum,“ segir Carlotte hlægjandi. Carlotte segir að það verði ekkert sérstakt gert fyrir Skör í tilefni árangursins, hún fái jú kannski aðeins meira kjarnfóður en venjulega næstu daga, en annars treysti hún bara á að hún haldi áfram að mjólka svona vel og mikið eins og hún gerði á nýliðnu ári.
Ölfus Landbúnaður Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira