Skör í Hvammi mjólkaði um fjórtán þúsund lítra 2021 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. janúar 2022 20:03 Stoltir kúabændur í Hvammi í Ölfusi, Carlotte Clausen og Pétur Guðmundsson með Skör sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrin Skör á bænum Hvammi í Ölfusi er engin venjuleg kýr því hún mjólkar mest allra kúa á Íslandi, eða tæplega 14 þúsund lítra á nýliðinu ári. Skör er gæf og góð kýr, sem á von á sínum fjórða kálfi í vor. Á bænum Hvammi í Ölfusi reka þau Pétur Guðmundsson og Carlotte Clausen myndarlegt kúabú með um sjötíu mjólkandi kúm. Róbót er í fjósinu, sem kýrnar eru duglegar að fara í. Það er þó ein kýr, sem sker sig úr hópnum, en það er hún Skör, sem var nythæsta kýrin á Íslandi á síðasta ári með nákvæmlega 13.750 lítra af mjólk. Sagt var frá þessu í síðasta Bændablaði þegar niðurstöður skýrsluhalds mjólkurframleiðenda fyrir árið 2021 voru kynntar. Skör hefur átt þrjá kálfa og kemur sá fjórði í heiminn í maí í vor. Bændurnir í Hvammi eru að sjálfsögðu mjög stoltir með Skör og hennar árangur. „Hún er bara ljúf og góð og ein af þeim, sem maður finnur ekki mikið fyrir í fjósinu, hún sinnir bara sinni vinnu í rólegheitum. Við vorum eiginlega mjög hissa yfir því að hún hafi lent í þessu sæti, það kom okkur mjög á óvart,“ segir Carlotte. Carlotte segir að það séu aldrei nein læti eða vesen í kringum Skör. „Svo er hún lítil og nett og stundar róbótinn mjög vel. Hún er líka mjög falleg á litinn,“ bætir Carlotte við. Um 70 mjólkurkýr eru í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það hlítur að vera gaman að eiga Íslandsmeistara? „Já, það er mjög stórt fyrir Dani, nei ég segi svona, þetta er mjög gaman. Það er fínt að vera Danskur kúabóndi á Íslandi en samt alltaf pínu vandræðalegt þegar danskir bændur koma í heimsókn og ætla að skoða búið hjá mér. Þeir eru með þrjú og fjögur hundruð mjólkurkýr í Danmörku í sínum fjósum og ég er með sjötíu, manni finnst það vera í minni kantinum,“ segir Carlotte hlægjandi. Carlotte segir að það verði ekkert sérstakt gert fyrir Skör í tilefni árangursins, hún fái jú kannski aðeins meira kjarnfóður en venjulega næstu daga, en annars treysti hún bara á að hún haldi áfram að mjólka svona vel og mikið eins og hún gerði á nýliðnu ári. Ölfus Landbúnaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Á bænum Hvammi í Ölfusi reka þau Pétur Guðmundsson og Carlotte Clausen myndarlegt kúabú með um sjötíu mjólkandi kúm. Róbót er í fjósinu, sem kýrnar eru duglegar að fara í. Það er þó ein kýr, sem sker sig úr hópnum, en það er hún Skör, sem var nythæsta kýrin á Íslandi á síðasta ári með nákvæmlega 13.750 lítra af mjólk. Sagt var frá þessu í síðasta Bændablaði þegar niðurstöður skýrsluhalds mjólkurframleiðenda fyrir árið 2021 voru kynntar. Skör hefur átt þrjá kálfa og kemur sá fjórði í heiminn í maí í vor. Bændurnir í Hvammi eru að sjálfsögðu mjög stoltir með Skör og hennar árangur. „Hún er bara ljúf og góð og ein af þeim, sem maður finnur ekki mikið fyrir í fjósinu, hún sinnir bara sinni vinnu í rólegheitum. Við vorum eiginlega mjög hissa yfir því að hún hafi lent í þessu sæti, það kom okkur mjög á óvart,“ segir Carlotte. Carlotte segir að það séu aldrei nein læti eða vesen í kringum Skör. „Svo er hún lítil og nett og stundar róbótinn mjög vel. Hún er líka mjög falleg á litinn,“ bætir Carlotte við. Um 70 mjólkurkýr eru í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það hlítur að vera gaman að eiga Íslandsmeistara? „Já, það er mjög stórt fyrir Dani, nei ég segi svona, þetta er mjög gaman. Það er fínt að vera Danskur kúabóndi á Íslandi en samt alltaf pínu vandræðalegt þegar danskir bændur koma í heimsókn og ætla að skoða búið hjá mér. Þeir eru með þrjú og fjögur hundruð mjólkurkýr í Danmörku í sínum fjósum og ég er með sjötíu, manni finnst það vera í minni kantinum,“ segir Carlotte hlægjandi. Carlotte segir að það verði ekkert sérstakt gert fyrir Skör í tilefni árangursins, hún fái jú kannski aðeins meira kjarnfóður en venjulega næstu daga, en annars treysti hún bara á að hún haldi áfram að mjólka svona vel og mikið eins og hún gerði á nýliðnu ári.
Ölfus Landbúnaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira