Viðtengingarháttur í útrýmingarhættu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. janúar 2022 09:02 Sigríður Sigurjónsdóttir er prófessor í málfræði við Háskóla Íslands. Viðtengingarháttur er á gríðarlegu undanhaldi í íslensku og gæti hreinlega verið horfinn úr íslensku á þessari öld. Svo virðist sem lestur og áhorf barna á enskt efni hafi hraðað þessari þróun. Þetta er ein af fjölmörgum niðurstöðum einnar stærstu íslensku málfræðirannsóknar síðustu ára sem hlaut öndvegisstyrk árið 2016. Það voru þau Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson málfræðiprófessorar sem stýrðu rannsókninni. Þar var lögð aðaláhersla á að kanna áhrif stafrænnar ensku á móðurmálið. Þar var stór hópur barna meðal annars beðinn um að velja milli ýmissa afbrigða setninga eftir því hver þeim þætti eðlilegust. Hér er eitt dæmi: Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verði þar. Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verður þar. Og furðulega mörg börn völdu þar setningu 2, þar sem sögnin verða er í framsöguhætti en ekki í viðtengingarhætti eins og eðlilegt væri. Hver klukkustund skiptir máli „Við fáum þá niðurstöðu að mikil stafræn enska í málumhverfi þriggja til tólf ára íslenskra barna tengist tölfræðilega óhefðbundinni notkun á viðtengingarhætti í íslensku,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor í málfræði við Háskóla Íslands. Þannig sé mjög beint samband á milli þess að lesa og horfa mikið á enskt efni, til dæmis sjónvarpsefnis og tölvuleikja, og þess að vera ekki með hefðbundnar reglur um viðtengingarhátt á hreinu. Raunar sýnir rannsóknin fram á að fyrir hvern klukkutíma sem barn eyðir með ensku efni á dag verður það um 6 til 11 prósent líklegra til að hafa vond tök á viðtengingarhættinum. Það hefur verið vitað um skeið að viðtengingarhátturinn sé á dálitlu undanhaldi í málinu. Það er þróun sem var hafin fyrir stafræna innrás enskunnar inn í daglegt líf Íslendinga en þessar niðurstöður sýna nú að enskan virðist hafa flýtt þeirri þróun. Sigríður veltir upp mögulegri ástæðu fyrir þessu. „Viðtengingarháttur er tiltölulega sjaldgæfur í íslensku þannig að börnin sem eru mikið í stafrænum heimi fá þá kannski bara ekki nógu mikið máláreiti til að ná valdi á hefðbundinni notkun viðtengingarháttar í íslensku,“ segir hún. Erum flest íhaldssöm þegar kemur að tungumálinu Þannig sé ekki galið að hugsa sér að viðtengingarhátturinn sé hreinlega að deyja út og geti verið horfinn úr málinu eftir einhverja áratugi. Sú þróun hefur þegar átt sér stað í mörgum tungumálum sem eru náskyld íslenskunni, til dæmis í færeysku. Viðtengingarhátturinn er þá lítið sem ekkert notaður í ensku og er þar ekki til sem virk regla í málinu þó hægt sé að nota hann undir vissum kringumstæðum. En er þetta endilega svo slæm þróun? „Ég veit það ekki. Auðvitað erum við alltaf íhaldssöm er það ekki og viljum að málið breytist ekki. Við viljum halda málinu eins og það var þegar við tókum það á barnsaldri. En nei, nei, auðvitað getum við áfram talað íslensku þó að viðtengingarhátturinn fari. En auðvitað verður eftirsjá af honum. Ég hef alltaf haldið mikið upp á hann,“ segir Sigríður. Íslensk fræði Háskólar Íslenska á tækniöld Börn og uppeldi Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Þetta er ein af fjölmörgum niðurstöðum einnar stærstu íslensku málfræðirannsóknar síðustu ára sem hlaut öndvegisstyrk árið 2016. Það voru þau Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson málfræðiprófessorar sem stýrðu rannsókninni. Þar var lögð aðaláhersla á að kanna áhrif stafrænnar ensku á móðurmálið. Þar var stór hópur barna meðal annars beðinn um að velja milli ýmissa afbrigða setninga eftir því hver þeim þætti eðlilegust. Hér er eitt dæmi: Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verði þar. Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verður þar. Og furðulega mörg börn völdu þar setningu 2, þar sem sögnin verða er í framsöguhætti en ekki í viðtengingarhætti eins og eðlilegt væri. Hver klukkustund skiptir máli „Við fáum þá niðurstöðu að mikil stafræn enska í málumhverfi þriggja til tólf ára íslenskra barna tengist tölfræðilega óhefðbundinni notkun á viðtengingarhætti í íslensku,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir prófessor í málfræði við Háskóla Íslands. Þannig sé mjög beint samband á milli þess að lesa og horfa mikið á enskt efni, til dæmis sjónvarpsefnis og tölvuleikja, og þess að vera ekki með hefðbundnar reglur um viðtengingarhátt á hreinu. Raunar sýnir rannsóknin fram á að fyrir hvern klukkutíma sem barn eyðir með ensku efni á dag verður það um 6 til 11 prósent líklegra til að hafa vond tök á viðtengingarhættinum. Það hefur verið vitað um skeið að viðtengingarhátturinn sé á dálitlu undanhaldi í málinu. Það er þróun sem var hafin fyrir stafræna innrás enskunnar inn í daglegt líf Íslendinga en þessar niðurstöður sýna nú að enskan virðist hafa flýtt þeirri þróun. Sigríður veltir upp mögulegri ástæðu fyrir þessu. „Viðtengingarháttur er tiltölulega sjaldgæfur í íslensku þannig að börnin sem eru mikið í stafrænum heimi fá þá kannski bara ekki nógu mikið máláreiti til að ná valdi á hefðbundinni notkun viðtengingarháttar í íslensku,“ segir hún. Erum flest íhaldssöm þegar kemur að tungumálinu Þannig sé ekki galið að hugsa sér að viðtengingarhátturinn sé hreinlega að deyja út og geti verið horfinn úr málinu eftir einhverja áratugi. Sú þróun hefur þegar átt sér stað í mörgum tungumálum sem eru náskyld íslenskunni, til dæmis í færeysku. Viðtengingarhátturinn er þá lítið sem ekkert notaður í ensku og er þar ekki til sem virk regla í málinu þó hægt sé að nota hann undir vissum kringumstæðum. En er þetta endilega svo slæm þróun? „Ég veit það ekki. Auðvitað erum við alltaf íhaldssöm er það ekki og viljum að málið breytist ekki. Við viljum halda málinu eins og það var þegar við tókum það á barnsaldri. En nei, nei, auðvitað getum við áfram talað íslensku þó að viðtengingarhátturinn fari. En auðvitað verður eftirsjá af honum. Ég hef alltaf haldið mikið upp á hann,“ segir Sigríður.
Íslensk fræði Háskólar Íslenska á tækniöld Börn og uppeldi Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira