Hanna Björg biðst afsökunar á frammistöðu sinni í Kastljósi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2022 13:38 Hanna Björg er ein þeirra sem hefur gagnrýnt Siggu Dögg kynfræðing fyrir að kenna unglingum kyrkingar í kynlífi. Vísir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, hefur beðist afsökunar á því að hafa staðið sig illa í Kastljósþætti gærkvöldsins, sem sýndur var á RÚV. Þar mættust þær Siggríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur, og ræddu kynfræðslu í skólum. „Ég er algjörlega miður mín eftir Kastljós þáttinn í gær. Frammistaða mín var ekki góð - ég virkaði hrokafull og dónaleg, ég axla fulla ábyrgð á því. Mér finnst ömurlegt að hafa dottið í þennan pytt - og þarna sýndi ég konu sem ég vil alls ekki vera. Ég bið Siggu Dögg hér með afsökunar í allri einlægni,“ skrifar Hanna á Twitter. BDSM er ekki ofbeldi.— Hanna Björg (@HannaBVilhj) January 28, 2022 Kveikjan að Kastljósþættinum var skoðanagrein sem Hanna Björg og María Hjálmtýsdóttir skrifuðu á Vísi á miðvikudag. Þar gagnrýndu þær Siggu Dögg fyrir að hafa kennt unglingum að „kyrkja hvert annað í nafi kynfrelsis.“ Sigga hefur síðan greinin birtist neitað því að kenna unglingum kyrkingar en hún hafi þó rætt opinskátt um kyrkingar í kynlífi við unglinga þegar hún hafi verið fengin að fræða þau um kynlíf, samþykki og allt sem því fylgir. „Ég kenni ekki kyrkingar í kynfræðslu. Þegar þetta kemur upp og við erum að tala um samþykki og hvernig við eigum að tala um samþykki og mörk þá gef ég stundum nokkra valkosti eða tala um það sem þau biðja um að fjallað sé um. Þannig að það er enginn að kenna kyrkingar, þetta er umræða um þetta: samþykki, mörk, hvernig við setjum það, hvernig við virðum það, hvernig erum við ólík í kynlífi,“ sagði Sigga í Kastljósi í gær. Hún sagðist hafa fjallað örsjaldan um kyrkingar í kennslustundum en þegar það hafi komið upp hafi kyrkingar verið umræðuefni í dægurmálum. Þá hafi henni þótt hún þurfa að ræða málið. Hanna Björg var mjög harðorð í garð Siggu og sagði hana meðal annars „normalísera ofbeldishegðun“ sem Sigga velti mikið fyrir sér. „Hvernig geri ég það? Ég tala um ekkert nema samþykki og mörk og ég er að tala um kynlíf, ekki ofbeldi.“ Hanna Björg segist á Twitter ekki ánægð með sína frammistöðu í þættinum og hefur beðið Siggu Dögg afsökunar á því að hún hafi ekki gert það skýrt að hún fjalli um mikilvæg mál. „Það er rétt að taka fram“ skrifar Hanna á Twitter, „og hefði kannski átt að koma fram miklu fyrr, mér finnst Sigga Dögg hafa gert frábæra hluti, sett mál á dagskrá og komið með nýjan tón í kynfræðslu - þetta met ég.“ Hún segir gagnrýni hennar snúast að viðhorfi Siggu Daggar til kláms og kyrkinga í kynfræðslu. „Við þessa gagnrýni stend ég um leið og ég harma að frammistaða mín í gærkvöldi hafi kæft málefnalega umræðu um kynfræðslu - mikilvæg sem hún er,“ skrifar Hanna og bætir við í öðru tísti: „BDSM er ekki ofbeldi.“ Börn og uppeldi Klám Kynlíf Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Ég kenni ekki kyrkingar“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið. 27. janúar 2022 19:49 Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33 Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
„Ég er algjörlega miður mín eftir Kastljós þáttinn í gær. Frammistaða mín var ekki góð - ég virkaði hrokafull og dónaleg, ég axla fulla ábyrgð á því. Mér finnst ömurlegt að hafa dottið í þennan pytt - og þarna sýndi ég konu sem ég vil alls ekki vera. Ég bið Siggu Dögg hér með afsökunar í allri einlægni,“ skrifar Hanna á Twitter. BDSM er ekki ofbeldi.— Hanna Björg (@HannaBVilhj) January 28, 2022 Kveikjan að Kastljósþættinum var skoðanagrein sem Hanna Björg og María Hjálmtýsdóttir skrifuðu á Vísi á miðvikudag. Þar gagnrýndu þær Siggu Dögg fyrir að hafa kennt unglingum að „kyrkja hvert annað í nafi kynfrelsis.“ Sigga hefur síðan greinin birtist neitað því að kenna unglingum kyrkingar en hún hafi þó rætt opinskátt um kyrkingar í kynlífi við unglinga þegar hún hafi verið fengin að fræða þau um kynlíf, samþykki og allt sem því fylgir. „Ég kenni ekki kyrkingar í kynfræðslu. Þegar þetta kemur upp og við erum að tala um samþykki og hvernig við eigum að tala um samþykki og mörk þá gef ég stundum nokkra valkosti eða tala um það sem þau biðja um að fjallað sé um. Þannig að það er enginn að kenna kyrkingar, þetta er umræða um þetta: samþykki, mörk, hvernig við setjum það, hvernig við virðum það, hvernig erum við ólík í kynlífi,“ sagði Sigga í Kastljósi í gær. Hún sagðist hafa fjallað örsjaldan um kyrkingar í kennslustundum en þegar það hafi komið upp hafi kyrkingar verið umræðuefni í dægurmálum. Þá hafi henni þótt hún þurfa að ræða málið. Hanna Björg var mjög harðorð í garð Siggu og sagði hana meðal annars „normalísera ofbeldishegðun“ sem Sigga velti mikið fyrir sér. „Hvernig geri ég það? Ég tala um ekkert nema samþykki og mörk og ég er að tala um kynlíf, ekki ofbeldi.“ Hanna Björg segist á Twitter ekki ánægð með sína frammistöðu í þættinum og hefur beðið Siggu Dögg afsökunar á því að hún hafi ekki gert það skýrt að hún fjalli um mikilvæg mál. „Það er rétt að taka fram“ skrifar Hanna á Twitter, „og hefði kannski átt að koma fram miklu fyrr, mér finnst Sigga Dögg hafa gert frábæra hluti, sett mál á dagskrá og komið með nýjan tón í kynfræðslu - þetta met ég.“ Hún segir gagnrýni hennar snúast að viðhorfi Siggu Daggar til kláms og kyrkinga í kynfræðslu. „Við þessa gagnrýni stend ég um leið og ég harma að frammistaða mín í gærkvöldi hafi kæft málefnalega umræðu um kynfræðslu - mikilvæg sem hún er,“ skrifar Hanna og bætir við í öðru tísti: „BDSM er ekki ofbeldi.“
Börn og uppeldi Klám Kynlíf Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Ég kenni ekki kyrkingar“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið. 27. janúar 2022 19:49 Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33 Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
„Ég kenni ekki kyrkingar“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið. 27. janúar 2022 19:49
Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33
Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00