Hanna Björg biðst afsökunar á frammistöðu sinni í Kastljósi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2022 13:38 Hanna Björg er ein þeirra sem hefur gagnrýnt Siggu Dögg kynfræðing fyrir að kenna unglingum kyrkingar í kynlífi. Vísir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, hefur beðist afsökunar á því að hafa staðið sig illa í Kastljósþætti gærkvöldsins, sem sýndur var á RÚV. Þar mættust þær Siggríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur, og ræddu kynfræðslu í skólum. „Ég er algjörlega miður mín eftir Kastljós þáttinn í gær. Frammistaða mín var ekki góð - ég virkaði hrokafull og dónaleg, ég axla fulla ábyrgð á því. Mér finnst ömurlegt að hafa dottið í þennan pytt - og þarna sýndi ég konu sem ég vil alls ekki vera. Ég bið Siggu Dögg hér með afsökunar í allri einlægni,“ skrifar Hanna á Twitter. BDSM er ekki ofbeldi.— Hanna Björg (@HannaBVilhj) January 28, 2022 Kveikjan að Kastljósþættinum var skoðanagrein sem Hanna Björg og María Hjálmtýsdóttir skrifuðu á Vísi á miðvikudag. Þar gagnrýndu þær Siggu Dögg fyrir að hafa kennt unglingum að „kyrkja hvert annað í nafi kynfrelsis.“ Sigga hefur síðan greinin birtist neitað því að kenna unglingum kyrkingar en hún hafi þó rætt opinskátt um kyrkingar í kynlífi við unglinga þegar hún hafi verið fengin að fræða þau um kynlíf, samþykki og allt sem því fylgir. „Ég kenni ekki kyrkingar í kynfræðslu. Þegar þetta kemur upp og við erum að tala um samþykki og hvernig við eigum að tala um samþykki og mörk þá gef ég stundum nokkra valkosti eða tala um það sem þau biðja um að fjallað sé um. Þannig að það er enginn að kenna kyrkingar, þetta er umræða um þetta: samþykki, mörk, hvernig við setjum það, hvernig við virðum það, hvernig erum við ólík í kynlífi,“ sagði Sigga í Kastljósi í gær. Hún sagðist hafa fjallað örsjaldan um kyrkingar í kennslustundum en þegar það hafi komið upp hafi kyrkingar verið umræðuefni í dægurmálum. Þá hafi henni þótt hún þurfa að ræða málið. Hanna Björg var mjög harðorð í garð Siggu og sagði hana meðal annars „normalísera ofbeldishegðun“ sem Sigga velti mikið fyrir sér. „Hvernig geri ég það? Ég tala um ekkert nema samþykki og mörk og ég er að tala um kynlíf, ekki ofbeldi.“ Hanna Björg segist á Twitter ekki ánægð með sína frammistöðu í þættinum og hefur beðið Siggu Dögg afsökunar á því að hún hafi ekki gert það skýrt að hún fjalli um mikilvæg mál. „Það er rétt að taka fram“ skrifar Hanna á Twitter, „og hefði kannski átt að koma fram miklu fyrr, mér finnst Sigga Dögg hafa gert frábæra hluti, sett mál á dagskrá og komið með nýjan tón í kynfræðslu - þetta met ég.“ Hún segir gagnrýni hennar snúast að viðhorfi Siggu Daggar til kláms og kyrkinga í kynfræðslu. „Við þessa gagnrýni stend ég um leið og ég harma að frammistaða mín í gærkvöldi hafi kæft málefnalega umræðu um kynfræðslu - mikilvæg sem hún er,“ skrifar Hanna og bætir við í öðru tísti: „BDSM er ekki ofbeldi.“ Börn og uppeldi Klám Kynlíf Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Ég kenni ekki kyrkingar“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið. 27. janúar 2022 19:49 Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33 Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira
„Ég er algjörlega miður mín eftir Kastljós þáttinn í gær. Frammistaða mín var ekki góð - ég virkaði hrokafull og dónaleg, ég axla fulla ábyrgð á því. Mér finnst ömurlegt að hafa dottið í þennan pytt - og þarna sýndi ég konu sem ég vil alls ekki vera. Ég bið Siggu Dögg hér með afsökunar í allri einlægni,“ skrifar Hanna á Twitter. BDSM er ekki ofbeldi.— Hanna Björg (@HannaBVilhj) January 28, 2022 Kveikjan að Kastljósþættinum var skoðanagrein sem Hanna Björg og María Hjálmtýsdóttir skrifuðu á Vísi á miðvikudag. Þar gagnrýndu þær Siggu Dögg fyrir að hafa kennt unglingum að „kyrkja hvert annað í nafi kynfrelsis.“ Sigga hefur síðan greinin birtist neitað því að kenna unglingum kyrkingar en hún hafi þó rætt opinskátt um kyrkingar í kynlífi við unglinga þegar hún hafi verið fengin að fræða þau um kynlíf, samþykki og allt sem því fylgir. „Ég kenni ekki kyrkingar í kynfræðslu. Þegar þetta kemur upp og við erum að tala um samþykki og hvernig við eigum að tala um samþykki og mörk þá gef ég stundum nokkra valkosti eða tala um það sem þau biðja um að fjallað sé um. Þannig að það er enginn að kenna kyrkingar, þetta er umræða um þetta: samþykki, mörk, hvernig við setjum það, hvernig við virðum það, hvernig erum við ólík í kynlífi,“ sagði Sigga í Kastljósi í gær. Hún sagðist hafa fjallað örsjaldan um kyrkingar í kennslustundum en þegar það hafi komið upp hafi kyrkingar verið umræðuefni í dægurmálum. Þá hafi henni þótt hún þurfa að ræða málið. Hanna Björg var mjög harðorð í garð Siggu og sagði hana meðal annars „normalísera ofbeldishegðun“ sem Sigga velti mikið fyrir sér. „Hvernig geri ég það? Ég tala um ekkert nema samþykki og mörk og ég er að tala um kynlíf, ekki ofbeldi.“ Hanna Björg segist á Twitter ekki ánægð með sína frammistöðu í þættinum og hefur beðið Siggu Dögg afsökunar á því að hún hafi ekki gert það skýrt að hún fjalli um mikilvæg mál. „Það er rétt að taka fram“ skrifar Hanna á Twitter, „og hefði kannski átt að koma fram miklu fyrr, mér finnst Sigga Dögg hafa gert frábæra hluti, sett mál á dagskrá og komið með nýjan tón í kynfræðslu - þetta met ég.“ Hún segir gagnrýni hennar snúast að viðhorfi Siggu Daggar til kláms og kyrkinga í kynfræðslu. „Við þessa gagnrýni stend ég um leið og ég harma að frammistaða mín í gærkvöldi hafi kæft málefnalega umræðu um kynfræðslu - mikilvæg sem hún er,“ skrifar Hanna og bætir við í öðru tísti: „BDSM er ekki ofbeldi.“
Börn og uppeldi Klám Kynlíf Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Ég kenni ekki kyrkingar“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið. 27. janúar 2022 19:49 Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33 Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira
„Ég kenni ekki kyrkingar“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið. 27. janúar 2022 19:49
Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33
Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00