„Ég kenni ekki kyrkingar“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2022 19:49 Sigga Dögg kynfræðingur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari og Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur tókust á um kyrkingar í kynfræðslu í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hanna Björg hafði áður beint spjótum sínum að Siggu Dögg í aðsendri grein á Vísi í gær sem Hanna skrifaði ásamt Maríu Hjálmtýsdóttur kynjafræðikennara. Þær gagnrýndu harðlega að kyrkingar væru kenndar í skólum landsins. „Auðvitað vorum við hvassyrtar og stóryrtar og allt það. Stundum þarf bara að tala hátt svo að fólk hlusti,“ segir Hanna Björg. Hún bætir við að fara þurfi hægt í sakirnar og eins og staðan er í dag, með lítilli áherslu á kynfræðslu í námskrám, þurfi að fara hægt í sakirnar. Það þýði ekki að byrja á því að kenna kyrkingar: „Kyrking er auðvitað ofbeldi [...] Ég skipti mér ekkert að því hvað fólk er að gera heima hjá sér en ég er að tala um börn og ungmenni.“ „Þetta er ekki glæra fjögur“ Sigga Dögg áttar sig ekki alveg á því hvers vegna kynjafræðikennararnir hafi tekið upp á því að gagnrýna sig með þeim hætti sem þær Hanna og María gerðu í aðsendu greininni í gær. „Ég kenni ekki kyrkingar, ég geri það ekki. Og það hefði verið gaman ef Hanna hefði setið einn fyrirlestur hjá mér af því ég er búin að vera að þessu í tólf ár. Þannig að það hefði líka verið skemmtilegt. Af því að ég hef aldrei kennt kyrkingar, ég hef kennt samþykki og mörk,“ segir Sigga Dögg. Bæði Hanna Björg og Sigga Dögg eru sammála um að bæta þurfi kynfræðslu í skólum. „Þetta er ekki glæra fjögur. Við erum ekki bara hér er píka, hér er typpi nú kyrkjum við. Þetta er ekki svoleiðis, höfum það alveg á kristaltæru. Það hafa komið upp spurningar […] og þá auðvitað fer ég ofan í saumana á því. Ég sem ábyrgur fræðari get ekki sagt: „Heyrðu ég ætla ekki að tala um það.“,“ segir Sigga Dögg í viðtalinu. „Þetta [kyrkingar] hefur verið innan við fjögur prósent af fyrirlestrum sem ég hef verið með undanfarin tólf ár. Ég hef spurt [börnin] er þetta málefni sem við þurfum að taka fyrir og ef þau segja nei þá tek ég það ekki fyrir. Þannig að ég myndi segja að ég beri þessa spurningu fram í einum af hverjum 20 eða 25 fyrirlestrum“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33 Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Sjá meira
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari og Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur tókust á um kyrkingar í kynfræðslu í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hanna Björg hafði áður beint spjótum sínum að Siggu Dögg í aðsendri grein á Vísi í gær sem Hanna skrifaði ásamt Maríu Hjálmtýsdóttur kynjafræðikennara. Þær gagnrýndu harðlega að kyrkingar væru kenndar í skólum landsins. „Auðvitað vorum við hvassyrtar og stóryrtar og allt það. Stundum þarf bara að tala hátt svo að fólk hlusti,“ segir Hanna Björg. Hún bætir við að fara þurfi hægt í sakirnar og eins og staðan er í dag, með lítilli áherslu á kynfræðslu í námskrám, þurfi að fara hægt í sakirnar. Það þýði ekki að byrja á því að kenna kyrkingar: „Kyrking er auðvitað ofbeldi [...] Ég skipti mér ekkert að því hvað fólk er að gera heima hjá sér en ég er að tala um börn og ungmenni.“ „Þetta er ekki glæra fjögur“ Sigga Dögg áttar sig ekki alveg á því hvers vegna kynjafræðikennararnir hafi tekið upp á því að gagnrýna sig með þeim hætti sem þær Hanna og María gerðu í aðsendu greininni í gær. „Ég kenni ekki kyrkingar, ég geri það ekki. Og það hefði verið gaman ef Hanna hefði setið einn fyrirlestur hjá mér af því ég er búin að vera að þessu í tólf ár. Þannig að það hefði líka verið skemmtilegt. Af því að ég hef aldrei kennt kyrkingar, ég hef kennt samþykki og mörk,“ segir Sigga Dögg. Bæði Hanna Björg og Sigga Dögg eru sammála um að bæta þurfi kynfræðslu í skólum. „Þetta er ekki glæra fjögur. Við erum ekki bara hér er píka, hér er typpi nú kyrkjum við. Þetta er ekki svoleiðis, höfum það alveg á kristaltæru. Það hafa komið upp spurningar […] og þá auðvitað fer ég ofan í saumana á því. Ég sem ábyrgur fræðari get ekki sagt: „Heyrðu ég ætla ekki að tala um það.“,“ segir Sigga Dögg í viðtalinu. „Þetta [kyrkingar] hefur verið innan við fjögur prósent af fyrirlestrum sem ég hef verið með undanfarin tólf ár. Ég hef spurt [börnin] er þetta málefni sem við þurfum að taka fyrir og ef þau segja nei þá tek ég það ekki fyrir. Þannig að ég myndi segja að ég beri þessa spurningu fram í einum af hverjum 20 eða 25 fyrirlestrum“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33 Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Sjá meira
Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33
Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00