Jafnrétti er allskyns Tatjana Latinovic skrifar 27. janúar 2022 09:00 Kvenréttindafélag Íslands fagnar í dag 115 ára afmæli sínu. Félagið var stofnað þann 27. janúar 1907 með það að markmiði að berjast fyrir kosningarétti kvenna og hefur alla tíð unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Þrátt fyrir að hafa starfað á aðra öld er félagið enn ungt í anda, enda nauðsyn til. Mikilvægt er að tryggja það að við öll sem búum á Íslandi njótum jafnra réttinda og góðs af gæðum samfélagsins. Hjartað í baráttu Kvenréttindafélagsins hefur ávallt verið að tryggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og aðgengi að ákvarðanatöku. Sá árangur sem við höfum þó þegar náð í jafnréttismálum hefur að miklu leyti áunnist vegna þess að konur hafa verið kjörnar í embætti, hvort sem er í sveitarstjórnum eða á Alþingi, og hafa þar með vald til að setja mál á dagskrá og atkvæðisrétt til að greiða þeim málum atkvæði. Konum sem eru kjörnar í sveitarstjórnir hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin og eru eftir síðustu kosningar 47% sveitarstjórnarfulltrúa. Jafnt hlutfall kvenna á við karla í sveitarstjórnum er stór áfangi í sögu íslenska lýðveldisins og honum ber að sjálfsögðu að fagna. En einnig er okkur nauðsynlegt að hlúa að þessum árangri, því ef ekki er að gætt er hætta á því að konum fækki á ný í sveitarstjórnum. Skemmst er að minnast Alþingiskosninganna 2017, þegar hlutfall kvenna á Alþingi hrapaði úr 47% í 38%. Á sama tíma er mikilvægt að við sem samfélag lítum alvarlega á leiðir til að auka fjölbreytileika í stjórnkerfi okkar. Samfélag okkar verður litríkara og fjölbreyttara með hverju árinu sem líður en sveitarstjórnir og Alþingi endurspegla ekki þessa þróun. Aðkallandi er að tryggja að framboðslistar stjórnmálaflokka séu lýsandi fyrir fjölbreytileika sveitarfélaganna og geti þannig með sanni haft hagsmuni allra íbúa að leiðarljósi. Íbúar á Íslandi ganga til sveitarstjórnarkosninga í maí á þessu ári. Kvenréttindafélag Íslands skorar á íslenska stjórnmálaflokka að huga að þátttöku kvenna og fjölbreytileika í framboðslistum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2022, og setji sér reglur þar að lútandi. Kvenréttindafélag Íslands og Jafnréttisstofa standa á næstu vikum fyrir átaki í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarsetur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og forsætisráðuneytið, þar sem mikilvægi fjölbreytileika í sveitarstjórnum er til umfjöllunar ásamt hvatningu til að kjósa fjölbreytt fólk til stjórnar. Jafnrétti mun aðeins nást þegar fjölbreytt fólk af öllum kynjum tekur þátt. Er gott framboð á þínum lista? Kjósum jafnrétti í vor. #JÁTAK Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Tatjana Latinovic Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands fagnar í dag 115 ára afmæli sínu. Félagið var stofnað þann 27. janúar 1907 með það að markmiði að berjast fyrir kosningarétti kvenna og hefur alla tíð unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Þrátt fyrir að hafa starfað á aðra öld er félagið enn ungt í anda, enda nauðsyn til. Mikilvægt er að tryggja það að við öll sem búum á Íslandi njótum jafnra réttinda og góðs af gæðum samfélagsins. Hjartað í baráttu Kvenréttindafélagsins hefur ávallt verið að tryggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og aðgengi að ákvarðanatöku. Sá árangur sem við höfum þó þegar náð í jafnréttismálum hefur að miklu leyti áunnist vegna þess að konur hafa verið kjörnar í embætti, hvort sem er í sveitarstjórnum eða á Alþingi, og hafa þar með vald til að setja mál á dagskrá og atkvæðisrétt til að greiða þeim málum atkvæði. Konum sem eru kjörnar í sveitarstjórnir hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin og eru eftir síðustu kosningar 47% sveitarstjórnarfulltrúa. Jafnt hlutfall kvenna á við karla í sveitarstjórnum er stór áfangi í sögu íslenska lýðveldisins og honum ber að sjálfsögðu að fagna. En einnig er okkur nauðsynlegt að hlúa að þessum árangri, því ef ekki er að gætt er hætta á því að konum fækki á ný í sveitarstjórnum. Skemmst er að minnast Alþingiskosninganna 2017, þegar hlutfall kvenna á Alþingi hrapaði úr 47% í 38%. Á sama tíma er mikilvægt að við sem samfélag lítum alvarlega á leiðir til að auka fjölbreytileika í stjórnkerfi okkar. Samfélag okkar verður litríkara og fjölbreyttara með hverju árinu sem líður en sveitarstjórnir og Alþingi endurspegla ekki þessa þróun. Aðkallandi er að tryggja að framboðslistar stjórnmálaflokka séu lýsandi fyrir fjölbreytileika sveitarfélaganna og geti þannig með sanni haft hagsmuni allra íbúa að leiðarljósi. Íbúar á Íslandi ganga til sveitarstjórnarkosninga í maí á þessu ári. Kvenréttindafélag Íslands skorar á íslenska stjórnmálaflokka að huga að þátttöku kvenna og fjölbreytileika í framboðslistum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2022, og setji sér reglur þar að lútandi. Kvenréttindafélag Íslands og Jafnréttisstofa standa á næstu vikum fyrir átaki í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarsetur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og forsætisráðuneytið, þar sem mikilvægi fjölbreytileika í sveitarstjórnum er til umfjöllunar ásamt hvatningu til að kjósa fjölbreytt fólk til stjórnar. Jafnrétti mun aðeins nást þegar fjölbreytt fólk af öllum kynjum tekur þátt. Er gott framboð á þínum lista? Kjósum jafnrétti í vor. #JÁTAK Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar