Gömul eldflaug SpaceX stefnir hraðbyr á tunglið Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2022 14:00 Talið er að eldflaugin muni brotlenda á myrku hlið tunglsins þann 4. mars. Vísir/Vilhelm Falcon 9 eldflaug sem starfsmenn SpaceX skutu út í geim frá Flórída árið 2015 virðist ætla að brotlenda á tunglinu á næstu vikum. Síðan þá hefur eldflaugin verið á fleygiferð í kringum jörðina og tunglið. Við hefðbundnar kringumstæður er Falcon 9 eldflaugum lent aftur á jörðinni en það var ekki hægt í þessu tilfelli. Eldflaugin bar Deep Space Climate Observatory-gervihnöttinn út í geim en honum þurfti að koma í um milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu, á svokallaðan Lagrange punkt-1. Lagrange-punktar eru sérstakir kyrrstöðupunktar sem verða til út frá þyngdarkrafti tveggja fyrirbæra sem hafa sömu þyngdarmiðjuna, eins og það er orðað á Vísindavefnum. Í þessu tilfelli eru fyrirbærin sólin og jörðin. James Webb geimsjónaukinn lauk í vikunni ferðalagi sínu til Lagrange punkts-2. Sjá einnig: James Webb kominn á áfangastað Áhugasamir geta kynnt sér Lagrange-punktana frekar og á myndrænan hátt hér á vef NASA. Þetta var í fyrsta sinn sem SpaceX sendi farm svo langt út í geim. Vegna þess hve langt þurfti að koma DSCO var ekki hægt að lenda eldflauginni aftur. Þó eldflaugin hafi farið langt, fór hún ekki nógu langt til að komast undan þyngdarafli jarðarinnar og tunglsins og hefur verið á ferð um svæðið frá 2015. Nú virðist þeirri ferð vera að ljúka. Jonathan McDowell er stjarnfræðingur við Harvard-háskóla. Hann segir brotlendinguna áhugaverða en ekkert merkilega. For those asking: yes, an old Falcon 9 second stage left in high orbit in 2015 is going to hit the moon on March 4. It's interesting, but not a big deal.— Jonathan McDowell (@planet4589) January 25, 2022 Í nýlegri grein á vef Ars Technica segir að sérfræðingar telji að eldflaugin muni brotlenda á tunglinu þann 4. mars. Ekki er talið að brotlendingin verði sjáanleg frá jörðinni þar sem eldflaugin mun líklegast skella á bakhlið tunglsins, um miðbaug þess. Gervihnettir sem eru á braut um tunglið gætu þó aflað upplýsinga um brotlendinguna, þó þeir muni líklega ekki fanga brotlendinguna sjálfa. Eldflaugin er um fjögur tonn að þyngd og ætti að skella á tunglinu á um 2,58 kílómetra hraða á sekúndu. SpaceX Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Eini almyrkvi ársins séður úr geimnum og frá Suðurskautinu Eini almyrkvi ársins var eingöngu sýnilegur frá Suðurskautslandinu um helgina, eða úr geimnum þar sem hann var fangaður á mynd. 6. desember 2021 10:50 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Kvarta eftir að hafa þurft að færa geimstöðina vegna gervihnatta Musk Yfirvöld í Kína hafa kvartað til Sameinuðu þjóðanna eftir að gervihnettir á vegum SpaceX, geimfyrirtækis auðkýfingsins Elon Musk, voru nærri því að að klessa á kínversku geimstöðina á árinu. 28. desember 2021 08:07 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum Sjá meira
Við hefðbundnar kringumstæður er Falcon 9 eldflaugum lent aftur á jörðinni en það var ekki hægt í þessu tilfelli. Eldflaugin bar Deep Space Climate Observatory-gervihnöttinn út í geim en honum þurfti að koma í um milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu, á svokallaðan Lagrange punkt-1. Lagrange-punktar eru sérstakir kyrrstöðupunktar sem verða til út frá þyngdarkrafti tveggja fyrirbæra sem hafa sömu þyngdarmiðjuna, eins og það er orðað á Vísindavefnum. Í þessu tilfelli eru fyrirbærin sólin og jörðin. James Webb geimsjónaukinn lauk í vikunni ferðalagi sínu til Lagrange punkts-2. Sjá einnig: James Webb kominn á áfangastað Áhugasamir geta kynnt sér Lagrange-punktana frekar og á myndrænan hátt hér á vef NASA. Þetta var í fyrsta sinn sem SpaceX sendi farm svo langt út í geim. Vegna þess hve langt þurfti að koma DSCO var ekki hægt að lenda eldflauginni aftur. Þó eldflaugin hafi farið langt, fór hún ekki nógu langt til að komast undan þyngdarafli jarðarinnar og tunglsins og hefur verið á ferð um svæðið frá 2015. Nú virðist þeirri ferð vera að ljúka. Jonathan McDowell er stjarnfræðingur við Harvard-háskóla. Hann segir brotlendinguna áhugaverða en ekkert merkilega. For those asking: yes, an old Falcon 9 second stage left in high orbit in 2015 is going to hit the moon on March 4. It's interesting, but not a big deal.— Jonathan McDowell (@planet4589) January 25, 2022 Í nýlegri grein á vef Ars Technica segir að sérfræðingar telji að eldflaugin muni brotlenda á tunglinu þann 4. mars. Ekki er talið að brotlendingin verði sjáanleg frá jörðinni þar sem eldflaugin mun líklegast skella á bakhlið tunglsins, um miðbaug þess. Gervihnettir sem eru á braut um tunglið gætu þó aflað upplýsinga um brotlendinguna, þó þeir muni líklega ekki fanga brotlendinguna sjálfa. Eldflaugin er um fjögur tonn að þyngd og ætti að skella á tunglinu á um 2,58 kílómetra hraða á sekúndu.
SpaceX Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Eini almyrkvi ársins séður úr geimnum og frá Suðurskautinu Eini almyrkvi ársins var eingöngu sýnilegur frá Suðurskautslandinu um helgina, eða úr geimnum þar sem hann var fangaður á mynd. 6. desember 2021 10:50 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Kvarta eftir að hafa þurft að færa geimstöðina vegna gervihnatta Musk Yfirvöld í Kína hafa kvartað til Sameinuðu þjóðanna eftir að gervihnettir á vegum SpaceX, geimfyrirtækis auðkýfingsins Elon Musk, voru nærri því að að klessa á kínversku geimstöðina á árinu. 28. desember 2021 08:07 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum Sjá meira
Eini almyrkvi ársins séður úr geimnum og frá Suðurskautinu Eini almyrkvi ársins var eingöngu sýnilegur frá Suðurskautslandinu um helgina, eða úr geimnum þar sem hann var fangaður á mynd. 6. desember 2021 10:50
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
Kvarta eftir að hafa þurft að færa geimstöðina vegna gervihnatta Musk Yfirvöld í Kína hafa kvartað til Sameinuðu þjóðanna eftir að gervihnettir á vegum SpaceX, geimfyrirtækis auðkýfingsins Elon Musk, voru nærri því að að klessa á kínversku geimstöðina á árinu. 28. desember 2021 08:07
Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47