27 íbúar greinst í hópsýkingu á Grund Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2022 10:05 Um er að ræða stærstu hópsýkingu sem komið hefur upp á hjúkrunarheimilinu frá því faraldurinn hófst. Vísir/Vilhelm 27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga. Einn heimilismaður hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna veikinda sinna. Þetta staðfestir Sigrún Faulk, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Grund, en RÚV greindi fyrst frá hópsýkingunni. Þetta er sú umfangsmesta sem greinst hefur á Grund frá því faraldurinn hófst. Nær allir íbúar hafa verið þríbólusettir gegn Covid-19 og er lítið um alvarleg veikindi í hópnum. „Við erum mjög þakklát fyrir að þetta er bundið við eina deild og öll áherslan hjá okkur er á að það haldist þannig, að það verði ekki hópsmit á fleiri deildum. Fólk er ekki svo veikt og við bara tökum einn dag í einu hérna,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Íbúar almennt tekið þessu með ró Heimsóknatakmarkanir hafa verið í gildi á hjúkrunarheimilinu og er heimilismönnum á öðrum deildum einungis heimilt að fá til sín einn gest á dag. Eru þeir beðnir um að fara sérstaklega varlega og taka hraðpróf áður en mætt er á heimilið. Sigrún segir að nokkur fjöldi starfsmanna hafi lent í einangrun að undanförnu, líkt og á öðrum stórum vinnustöðum, og hjúkrunarheimilið því verið undirmannað. „En þetta einhvern veginn gengur með góðum vilja og samstöðu, skilningsríkum aðstandendum og æðrulausu heimilisfólki, það er kannski fyrst og fremst það að íbúarnir hérna eru alveg einstakir.“ Um sé að ræða æðrulausa kynslóð sem hafi upplifað ýmislegt á sinni ævi og láti ekki hvað sem er slá sig út af laginu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Einn heimilismaður hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna veikinda sinna. Þetta staðfestir Sigrún Faulk, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Grund, en RÚV greindi fyrst frá hópsýkingunni. Þetta er sú umfangsmesta sem greinst hefur á Grund frá því faraldurinn hófst. Nær allir íbúar hafa verið þríbólusettir gegn Covid-19 og er lítið um alvarleg veikindi í hópnum. „Við erum mjög þakklát fyrir að þetta er bundið við eina deild og öll áherslan hjá okkur er á að það haldist þannig, að það verði ekki hópsmit á fleiri deildum. Fólk er ekki svo veikt og við bara tökum einn dag í einu hérna,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Íbúar almennt tekið þessu með ró Heimsóknatakmarkanir hafa verið í gildi á hjúkrunarheimilinu og er heimilismönnum á öðrum deildum einungis heimilt að fá til sín einn gest á dag. Eru þeir beðnir um að fara sérstaklega varlega og taka hraðpróf áður en mætt er á heimilið. Sigrún segir að nokkur fjöldi starfsmanna hafi lent í einangrun að undanförnu, líkt og á öðrum stórum vinnustöðum, og hjúkrunarheimilið því verið undirmannað. „En þetta einhvern veginn gengur með góðum vilja og samstöðu, skilningsríkum aðstandendum og æðrulausu heimilisfólki, það er kannski fyrst og fremst það að íbúarnir hérna eru alveg einstakir.“ Um sé að ræða æðrulausa kynslóð sem hafi upplifað ýmislegt á sinni ævi og láti ekki hvað sem er slá sig út af laginu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira