Ragnhildur vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. janúar 2022 22:09 Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur og varabæjarfulltrúi. Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur og varabæjarfulltrúi, mun gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri flokksins þann 26. febrúar næstkomandi. Þar með hafa þrjú tilkynnt að þau sækist eftir að leiða lista flokksins á Seltjarnarnesi í komandi sveitastjórnarkosningum í vor en auk Ragnhildar hafa Magnús Örn Guðmundsson og Þór Sigurgeirsson tilkynnt um framboð. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri ætlar sér að hætta eftir kjörtímabilið. Ragnhildur hefur verið varbæjarfulltrúi frá árinu 2018 og hefur sinnt formennsku í skipulags- og umferðarnefnd, setið í skólanefnd og svæðisskipulagsnefnd Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Áður sat hún í foreldraráði Leikskóla Seltjarnarness 2015-2017. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið leggur Ragnhildur áherslu á að álögur séu lágar á Nesinu og að þjónusta bæjarins sé framúrskarandi. „Við þurfum að fara vel með skattfé og gæta að því að rekstur bæjarins sé sjálfbær og staða hans sé þannig að við ráðum við sveiflur vegna utanaðkomandi áfalla. Skólarnir á Seltjarnarnesi eiga að vera fyrsta flokks og bærinn á að nýta sér tæknina bæði til sparnaðar og bættrar þjónustu við íbúa“ segir Ragnhildur. Þá eigi Seltjarnanesið að vera grænn og fjölskylduvænn bær og til þess þurfi íþrótta- og æskulýðsstarf að blómstra og félagsstarf eldri borgara að vera líflegt og skemmtilegt. „Það skiptir líka máli að hlúa að umhverfinu og gæta þess að það sé bæði snyrtilegt og fallegt. Okkur á að líða vel í heilbrigðu umhverfi í bæ sem við erum stolt af. Ég boða aukið gagnsæi í ákvarðanatöku og að unnið sé að bættri lýðheilsu, líðan og lífsgæðum bæjarbúa á öllum aldri,“ segir hún enn fremur. Auk starfa hennar sem varabæjarfulltrúi hefur Ragnhildur víðtæka og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, hefur unnið við rannsóknir og hagspár, efnahagsgreiningu og eignastýringu, kennslu, skrif og heilsueflingu og setið í stjórnum fyrirtækja og stofnana. Hún er gift Tryggva Þorgeirssyni, lækni og forstjóra heilbrigðistæknifyrirtækisins Sidekick Health, og eiga þau saman þrjú börn á grunnskólaaldri. Sjálfstæðisflokkurinn Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Þór gefur kost á sér í fyrsta sæti á Seltjarnarnesi Þór Sigurgeirsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 23. janúar 2022 22:19 Magnús Örn vill leiða lista Sjálfstæðisflokks á Seltjarnarnesi Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur boðið sig fram í oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Seltjarnarrnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið mun fara fram fyrir kosningarnar í febrúar á nýju ári. 16. desember 2021 18:45 Miklar breytingar fram undan Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast. 15. desember 2021 09:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Þar með hafa þrjú tilkynnt að þau sækist eftir að leiða lista flokksins á Seltjarnarnesi í komandi sveitastjórnarkosningum í vor en auk Ragnhildar hafa Magnús Örn Guðmundsson og Þór Sigurgeirsson tilkynnt um framboð. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri ætlar sér að hætta eftir kjörtímabilið. Ragnhildur hefur verið varbæjarfulltrúi frá árinu 2018 og hefur sinnt formennsku í skipulags- og umferðarnefnd, setið í skólanefnd og svæðisskipulagsnefnd Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Áður sat hún í foreldraráði Leikskóla Seltjarnarness 2015-2017. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið leggur Ragnhildur áherslu á að álögur séu lágar á Nesinu og að þjónusta bæjarins sé framúrskarandi. „Við þurfum að fara vel með skattfé og gæta að því að rekstur bæjarins sé sjálfbær og staða hans sé þannig að við ráðum við sveiflur vegna utanaðkomandi áfalla. Skólarnir á Seltjarnarnesi eiga að vera fyrsta flokks og bærinn á að nýta sér tæknina bæði til sparnaðar og bættrar þjónustu við íbúa“ segir Ragnhildur. Þá eigi Seltjarnanesið að vera grænn og fjölskylduvænn bær og til þess þurfi íþrótta- og æskulýðsstarf að blómstra og félagsstarf eldri borgara að vera líflegt og skemmtilegt. „Það skiptir líka máli að hlúa að umhverfinu og gæta þess að það sé bæði snyrtilegt og fallegt. Okkur á að líða vel í heilbrigðu umhverfi í bæ sem við erum stolt af. Ég boða aukið gagnsæi í ákvarðanatöku og að unnið sé að bættri lýðheilsu, líðan og lífsgæðum bæjarbúa á öllum aldri,“ segir hún enn fremur. Auk starfa hennar sem varabæjarfulltrúi hefur Ragnhildur víðtæka og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, hefur unnið við rannsóknir og hagspár, efnahagsgreiningu og eignastýringu, kennslu, skrif og heilsueflingu og setið í stjórnum fyrirtækja og stofnana. Hún er gift Tryggva Þorgeirssyni, lækni og forstjóra heilbrigðistæknifyrirtækisins Sidekick Health, og eiga þau saman þrjú börn á grunnskólaaldri.
Sjálfstæðisflokkurinn Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Þór gefur kost á sér í fyrsta sæti á Seltjarnarnesi Þór Sigurgeirsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 23. janúar 2022 22:19 Magnús Örn vill leiða lista Sjálfstæðisflokks á Seltjarnarnesi Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur boðið sig fram í oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Seltjarnarrnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið mun fara fram fyrir kosningarnar í febrúar á nýju ári. 16. desember 2021 18:45 Miklar breytingar fram undan Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast. 15. desember 2021 09:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Þór gefur kost á sér í fyrsta sæti á Seltjarnarnesi Þór Sigurgeirsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 23. janúar 2022 22:19
Magnús Örn vill leiða lista Sjálfstæðisflokks á Seltjarnarnesi Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur boðið sig fram í oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Seltjarnarrnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið mun fara fram fyrir kosningarnar í febrúar á nýju ári. 16. desember 2021 18:45
Miklar breytingar fram undan Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast. 15. desember 2021 09:58