Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2022 13:11 Vindhraðinn fer allt upp í 28 metra á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Myndin er tekin við Gróttuvita í morgun. Vísir/Vilhelm Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag. Flugi Icelandair til Parísar, Amsterdam, Lundúna, Kaupmannahafnar og Dyflinnar var aflýst í morgun og Play felldi niður flug til Tenerife og Alicante vegna veðursins. Icelandair hefur einnig aflýst flugi til Seattle í Bandaríkjunum síðdegis. Þá hefur sex flugferðum Wizz Air, Easy Jet og Lufthansa sem áttu að fara frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi og fram til klukkan þrjú verið frestað fram á kvöld. Allt innanlandsflug hefur einnig legið niðri í morgun en flugfélagið Ernir er þó enn með áætlun um að fljúga til Húsavíkur klukkan fimm mínútur í fjögur en veðrið er skárst á Norðausturlandi. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir ekki hægt að nota landganga fyrir flugvélar í þeim veðurofsa sem verið hafi á Keflavíkurflugvelli í dag.Vísir/Vilhelm Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Ísavía segir vindhraða hafa áhrif á þjónustu við flugvélar á Keflavíkurflugvelli. „Landgöngubrýrnar hjá okkur voru teknar úr notkun á sjöunda tímanum í morgun. Það er erfitt að nota stigabíla sem flugþjónustufyrirtækin reka og taka farangur frá borði. Öryggisviðmiðin varðandi landganga eru fimmtíu hnútar sem eru tæpir 26 metrar á sekúndu. Vindhraðinn núna eftir hádegi samkvæmt þeim spám sem við höfum gæti farið upp í 73 hnúta eða 37,5 metra á sekúndu í hviðunum,“ segir Guðjón. Útlitið er því áfram tvísýnt á Keflavíkurflugvelli. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mjög hvasst hafa verið sunnan og suðvestanlands í morgun. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir hvessa síðdegis á Vestur-, Suður- og Austurlandi en veðrið gangi niður á landinu í kvöld og nótt.Vísir „Þetta er vestanátt, ekki sú algengasta hér. Strengur suður af lægðarmiðju. Það eru líkur á að veðrið nái hámarki til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum nú eftir hádegi,“ segir Einar. Vindstrengurinn gangi síðan austur- og norðureftir landinu. „Það er nú útlit fyrir að bæði á Hellisheiði og í Þrengslum verði erfið færð. Aðallega vegan blindu nú í eftirmiðdaginn og eftir hádegi. Það sama má segja austur með ströndinni. Feykihvasst til dæmis við Reynisfjall í Mýrdal og svo áfram austar í kvöld,“ segir Einar. Veður muni versna á fjallvegum á Vesturlandi í dag en Vestfirðir sleppi nokkuð vel. Veðrið muni hins vegar ganga yfir á þessum sólarhring. „Það verður komið hæglætisveður strax í nótt á landinu og lítur vel út á morgun. Það eru fleiri lægðir á leiðinni. Ein minniháttar aðfararnótt fimmtudags. Það muggar frá henni víða um landið. Sérstaklega vestantil um nóttina og morguninn. Síðan er útlit fyrir að það geri dálítið ákveðna leysingu hér á föstudag,“ segir Einar Sveinbjörnsson. Veður Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. 25. janúar 2022 11:04 Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25. janúar 2022 07:36 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Flugi Icelandair til Parísar, Amsterdam, Lundúna, Kaupmannahafnar og Dyflinnar var aflýst í morgun og Play felldi niður flug til Tenerife og Alicante vegna veðursins. Icelandair hefur einnig aflýst flugi til Seattle í Bandaríkjunum síðdegis. Þá hefur sex flugferðum Wizz Air, Easy Jet og Lufthansa sem áttu að fara frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi og fram til klukkan þrjú verið frestað fram á kvöld. Allt innanlandsflug hefur einnig legið niðri í morgun en flugfélagið Ernir er þó enn með áætlun um að fljúga til Húsavíkur klukkan fimm mínútur í fjögur en veðrið er skárst á Norðausturlandi. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir ekki hægt að nota landganga fyrir flugvélar í þeim veðurofsa sem verið hafi á Keflavíkurflugvelli í dag.Vísir/Vilhelm Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Ísavía segir vindhraða hafa áhrif á þjónustu við flugvélar á Keflavíkurflugvelli. „Landgöngubrýrnar hjá okkur voru teknar úr notkun á sjöunda tímanum í morgun. Það er erfitt að nota stigabíla sem flugþjónustufyrirtækin reka og taka farangur frá borði. Öryggisviðmiðin varðandi landganga eru fimmtíu hnútar sem eru tæpir 26 metrar á sekúndu. Vindhraðinn núna eftir hádegi samkvæmt þeim spám sem við höfum gæti farið upp í 73 hnúta eða 37,5 metra á sekúndu í hviðunum,“ segir Guðjón. Útlitið er því áfram tvísýnt á Keflavíkurflugvelli. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mjög hvasst hafa verið sunnan og suðvestanlands í morgun. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir hvessa síðdegis á Vestur-, Suður- og Austurlandi en veðrið gangi niður á landinu í kvöld og nótt.Vísir „Þetta er vestanátt, ekki sú algengasta hér. Strengur suður af lægðarmiðju. Það eru líkur á að veðrið nái hámarki til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum nú eftir hádegi,“ segir Einar. Vindstrengurinn gangi síðan austur- og norðureftir landinu. „Það er nú útlit fyrir að bæði á Hellisheiði og í Þrengslum verði erfið færð. Aðallega vegan blindu nú í eftirmiðdaginn og eftir hádegi. Það sama má segja austur með ströndinni. Feykihvasst til dæmis við Reynisfjall í Mýrdal og svo áfram austar í kvöld,“ segir Einar. Veður muni versna á fjallvegum á Vesturlandi í dag en Vestfirðir sleppi nokkuð vel. Veðrið muni hins vegar ganga yfir á þessum sólarhring. „Það verður komið hæglætisveður strax í nótt á landinu og lítur vel út á morgun. Það eru fleiri lægðir á leiðinni. Ein minniháttar aðfararnótt fimmtudags. Það muggar frá henni víða um landið. Sérstaklega vestantil um nóttina og morguninn. Síðan er útlit fyrir að það geri dálítið ákveðna leysingu hér á föstudag,“ segir Einar Sveinbjörnsson.
Veður Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. 25. janúar 2022 11:04 Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25. janúar 2022 07:36 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. 25. janúar 2022 11:04
Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25. janúar 2022 07:36