Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. janúar 2022 19:16 ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum. Talsverðar verðhækkanir hafa orðið í heimsfaraldrinum, en samkvæmt tölum frá verðlagseftirliti ASÍ hefur grænmeti hækkað um allt að 5,7 prósent á tveggja ára tímabili, þ.e frá 2019-2021. Innfluttar mat- og drykkjarvörur hafa hækkað um 7,6 prósent, og innlendar mat- og drykkjarvörur um 9,7 prósent, svo dæmi séu tekin. Fram undan eru enn frekari hækkanir en stórar heildsölur hér á landi hafa lýst því að viðlíkar hækkanir erlendis frá hafi ekki sést, og þá telja Hagar að hækkanirnar muni dynja yfir á næstu vikum sem muni skila sér út í verðlagið. „Það er áhugavert að fylgjast með þessu, að fylgjast með forstjórum stórra verslana og heildsala stíga ítrekað fram í fjölmiðlum og lýsa því yfir að verðhækkanirnar séu óumflýjanlegar,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. „Þetta eru fyrirtæki sem eru á samkeppnismarkaði og maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hversu mikil samkeppni sé á markaði þar sem slík háttsemi tíðkast og af hverju vel rekin fyrirtæki leita ekki leiða til þess að hagræða í stað þess að útlista um áform sín um verðhækkanir.“ Þannig vísar hún til þess að þeir aðilar sem boðað hafi verðhækkanir velti allir milljörðum á hverju ári og hagnist samhliða því. Ekkert þessara fyrirtækja sé á flæðiskeri statt. „Það er nauðsynlegt að taka fram að innflutningsverð er einungis einn af mörgum þáttum sem mynda þetta lokaverð til neytenda. Og ýmsir aðrir þættir í rekstrarumhverfi fyrirtækja hafa breyst og til hins betra í mörgum tilfellum. Þrátt fyrir að innkaupsverð hækki eitthvað þá á það ekki að skila sér nema að litlu leyti út í verðlag til neytanda. Og þyrfti í raun og veru ekki að gera það vegna breytinga á öðrum rekstrarþáttum,“ segir Auður. Verðhækkanir séu ekki réttlætanlegar á þessum tímapunkti. „Við teljum ekki tilefni til verðhækkana og það er ekkert sem myndi útskýra slíkar verðhækkanir miðað við hversu góð afkoma er hjá þessum fyrirtækjum.“ Neytendur Verðlag Verslun Tengdar fréttir Heildsölur hafa ekki séð viðlíka hækkanir á einu bretti Stærstu heildsölur landsins hafa ekki séð á eins víðtækar og skarpar verðhækkanir, og þær sem hafa gengið yfir á síðustu vikum. Fyrirtækin koma litlum vörnum við og telja að hækkanir frá erlendum framleiðendum og birgjum eigi eftir að seytla inn í smásöluverð á næstu mánuðum. 21. janúar 2022 07:00 Við höfum aðeins séð toppinn á ísjakanum, segir forstjóri Innness um verðhækkanir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innnes, segir að búast megi við verulegum hækkunum á verðlagi eftir því sem áhrif hækkana frá erlendum birgjum brjótast fram á smásölumarkaði. Honum kæmi ekki á óvart ef verð innfluttra vara myndi hækka um 10 til 12 prósent á næstu mánuðum. 20. janúar 2022 07:01 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Talsverðar verðhækkanir hafa orðið í heimsfaraldrinum, en samkvæmt tölum frá verðlagseftirliti ASÍ hefur grænmeti hækkað um allt að 5,7 prósent á tveggja ára tímabili, þ.e frá 2019-2021. Innfluttar mat- og drykkjarvörur hafa hækkað um 7,6 prósent, og innlendar mat- og drykkjarvörur um 9,7 prósent, svo dæmi séu tekin. Fram undan eru enn frekari hækkanir en stórar heildsölur hér á landi hafa lýst því að viðlíkar hækkanir erlendis frá hafi ekki sést, og þá telja Hagar að hækkanirnar muni dynja yfir á næstu vikum sem muni skila sér út í verðlagið. „Það er áhugavert að fylgjast með þessu, að fylgjast með forstjórum stórra verslana og heildsala stíga ítrekað fram í fjölmiðlum og lýsa því yfir að verðhækkanirnar séu óumflýjanlegar,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. „Þetta eru fyrirtæki sem eru á samkeppnismarkaði og maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hversu mikil samkeppni sé á markaði þar sem slík háttsemi tíðkast og af hverju vel rekin fyrirtæki leita ekki leiða til þess að hagræða í stað þess að útlista um áform sín um verðhækkanir.“ Þannig vísar hún til þess að þeir aðilar sem boðað hafi verðhækkanir velti allir milljörðum á hverju ári og hagnist samhliða því. Ekkert þessara fyrirtækja sé á flæðiskeri statt. „Það er nauðsynlegt að taka fram að innflutningsverð er einungis einn af mörgum þáttum sem mynda þetta lokaverð til neytenda. Og ýmsir aðrir þættir í rekstrarumhverfi fyrirtækja hafa breyst og til hins betra í mörgum tilfellum. Þrátt fyrir að innkaupsverð hækki eitthvað þá á það ekki að skila sér nema að litlu leyti út í verðlag til neytanda. Og þyrfti í raun og veru ekki að gera það vegna breytinga á öðrum rekstrarþáttum,“ segir Auður. Verðhækkanir séu ekki réttlætanlegar á þessum tímapunkti. „Við teljum ekki tilefni til verðhækkana og það er ekkert sem myndi útskýra slíkar verðhækkanir miðað við hversu góð afkoma er hjá þessum fyrirtækjum.“
Neytendur Verðlag Verslun Tengdar fréttir Heildsölur hafa ekki séð viðlíka hækkanir á einu bretti Stærstu heildsölur landsins hafa ekki séð á eins víðtækar og skarpar verðhækkanir, og þær sem hafa gengið yfir á síðustu vikum. Fyrirtækin koma litlum vörnum við og telja að hækkanir frá erlendum framleiðendum og birgjum eigi eftir að seytla inn í smásöluverð á næstu mánuðum. 21. janúar 2022 07:00 Við höfum aðeins séð toppinn á ísjakanum, segir forstjóri Innness um verðhækkanir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innnes, segir að búast megi við verulegum hækkunum á verðlagi eftir því sem áhrif hækkana frá erlendum birgjum brjótast fram á smásölumarkaði. Honum kæmi ekki á óvart ef verð innfluttra vara myndi hækka um 10 til 12 prósent á næstu mánuðum. 20. janúar 2022 07:01 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Heildsölur hafa ekki séð viðlíka hækkanir á einu bretti Stærstu heildsölur landsins hafa ekki séð á eins víðtækar og skarpar verðhækkanir, og þær sem hafa gengið yfir á síðustu vikum. Fyrirtækin koma litlum vörnum við og telja að hækkanir frá erlendum framleiðendum og birgjum eigi eftir að seytla inn í smásöluverð á næstu mánuðum. 21. janúar 2022 07:00
Við höfum aðeins séð toppinn á ísjakanum, segir forstjóri Innness um verðhækkanir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innnes, segir að búast megi við verulegum hækkunum á verðlagi eftir því sem áhrif hækkana frá erlendum birgjum brjótast fram á smásölumarkaði. Honum kæmi ekki á óvart ef verð innfluttra vara myndi hækka um 10 til 12 prósent á næstu mánuðum. 20. janúar 2022 07:01