Frá þessu er greint á vef danskra heilbrigðisyfirvalda. Þar segir að ef einstaklingur greinist jákvæður, en er einungis með væg eða engin einkenni, þá sé hægt að ljúka einangrun að fjórum sólarhringum liðnum.
Á vef dönsku heilbrigðisstofnunarinnar, Sundhedsstyrelsen, er haft eftir forstjóranum Helene Probst að það sé vel réttlætanlegt að slaka á kröfum með þessum hætti vegna aukins ónæmis þjóðarinnar og þar sem búið sé að verja þá sem eiga á mestri hættu að verða alvarlega veikir.