Þór gefur kost á sér í fyrsta sæti á Seltjarnarnesi Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2022 22:19 Þór Sigurgeirsson gefur kost á sér í fyrsta sæti. Aðsend Þór Sigurgeirsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þór kveðst hafa reynslu af bæjarmálum Seltjarnarness en hann var bæjarfulltrúi á árunum 2006 til 2010. Þá hafi hann setið í nefndum á vegum bæjarins. „Eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera og eftir mikla hvatningu frá fjölda vina og kunningja í gegnum tíðina, af meiri þunga nú undanfarið, varð ákvörðunin á endanum einföld,“ segir Þór í framboðstilkynningu á Facebooksíðu sinni. Í samtali við Vísi segist Þór vera fjölskyldumaður, kvæntur Maríu Björk Óskarsdóttur sviðsstjóra hjá Seltjarnarnesbæ og saman eigi þau fjögur börn á aldrinum 12 til 24 ára. Fetar í fótspor föður síns Nú sé fram undan mikil endurnýjun í forystuhópi Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi og því telji hann tíma til kominn að hann stígi á svið bæjarmálanna á ný. „Akkúrat 20 árum frá því að pabbi lét af embætti eftir 40 ára farsælan feril – ákveðin rómantík í því!“ segir Þór, en faðir hans Sigurgeir Sigurðsson, var bæjarstjóri Seltjarnarness í áratugi og sat í bæjarstjórn í 40 ár. Stoltur af því að tilheyra fyrirmyndar samfélagi Þór segir Seltjarnarnes alltaf hafa verið sinn heimabæ og verði alltaf. Hann segist stoltur af því að tilheyra fyrirmyndar samfélagi og reyna ávallt að láta gott af sér leiða hvort heldur til að efla bæinn eða íþróttafélögin. „Ræturnar liggja klárlega í sportinu, ég hef alist upp með Gróttu, spilaði þar bæði handbolta og fótbolta. Stunda nú golf af kappi í Nesklúbbnum og er fastagestur í Sundlaug Seltjarness, bestu laug landsins, segir Þór í samtali við Vísi. Hann segir öll málefni bæjarfélagsins vera áherslumál. Þó að Seltjarnarnesbær sé nærri fullbyggður standi íbúar hans frammi fyrir fjölda áskorana í takt við nýja tíma. „Ég tel mig afbragðsefni í góðan fyrirliða samtaka liðs í kosningunum í maí og mun leggja mig allan fram við að auka fylgi Sjálfstæðismanna og sameina okkar sterka lið fái ég til þess umboð kjósenda í prófkjörinu,“ segir hann. Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stefnir í æsispennandi bæjarstjóraslag á Seltjarnarnesi Fjögur eru nefnd til sögunnar og talin líkleg til að reyna fyrir sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, en sögulega tryggir oddvitasætið á lista flokksins jafnframt bæjarstjórastólinn. 9. janúar 2022 22:59 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Þór kveðst hafa reynslu af bæjarmálum Seltjarnarness en hann var bæjarfulltrúi á árunum 2006 til 2010. Þá hafi hann setið í nefndum á vegum bæjarins. „Eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera og eftir mikla hvatningu frá fjölda vina og kunningja í gegnum tíðina, af meiri þunga nú undanfarið, varð ákvörðunin á endanum einföld,“ segir Þór í framboðstilkynningu á Facebooksíðu sinni. Í samtali við Vísi segist Þór vera fjölskyldumaður, kvæntur Maríu Björk Óskarsdóttur sviðsstjóra hjá Seltjarnarnesbæ og saman eigi þau fjögur börn á aldrinum 12 til 24 ára. Fetar í fótspor föður síns Nú sé fram undan mikil endurnýjun í forystuhópi Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi og því telji hann tíma til kominn að hann stígi á svið bæjarmálanna á ný. „Akkúrat 20 árum frá því að pabbi lét af embætti eftir 40 ára farsælan feril – ákveðin rómantík í því!“ segir Þór, en faðir hans Sigurgeir Sigurðsson, var bæjarstjóri Seltjarnarness í áratugi og sat í bæjarstjórn í 40 ár. Stoltur af því að tilheyra fyrirmyndar samfélagi Þór segir Seltjarnarnes alltaf hafa verið sinn heimabæ og verði alltaf. Hann segist stoltur af því að tilheyra fyrirmyndar samfélagi og reyna ávallt að láta gott af sér leiða hvort heldur til að efla bæinn eða íþróttafélögin. „Ræturnar liggja klárlega í sportinu, ég hef alist upp með Gróttu, spilaði þar bæði handbolta og fótbolta. Stunda nú golf af kappi í Nesklúbbnum og er fastagestur í Sundlaug Seltjarness, bestu laug landsins, segir Þór í samtali við Vísi. Hann segir öll málefni bæjarfélagsins vera áherslumál. Þó að Seltjarnarnesbær sé nærri fullbyggður standi íbúar hans frammi fyrir fjölda áskorana í takt við nýja tíma. „Ég tel mig afbragðsefni í góðan fyrirliða samtaka liðs í kosningunum í maí og mun leggja mig allan fram við að auka fylgi Sjálfstæðismanna og sameina okkar sterka lið fái ég til þess umboð kjósenda í prófkjörinu,“ segir hann.
Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stefnir í æsispennandi bæjarstjóraslag á Seltjarnarnesi Fjögur eru nefnd til sögunnar og talin líkleg til að reyna fyrir sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, en sögulega tryggir oddvitasætið á lista flokksins jafnframt bæjarstjórastólinn. 9. janúar 2022 22:59 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Stefnir í æsispennandi bæjarstjóraslag á Seltjarnarnesi Fjögur eru nefnd til sögunnar og talin líkleg til að reyna fyrir sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, en sögulega tryggir oddvitasætið á lista flokksins jafnframt bæjarstjórastólinn. 9. janúar 2022 22:59