Þór gefur kost á sér í fyrsta sæti á Seltjarnarnesi Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2022 22:19 Þór Sigurgeirsson gefur kost á sér í fyrsta sæti. Aðsend Þór Sigurgeirsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þór kveðst hafa reynslu af bæjarmálum Seltjarnarness en hann var bæjarfulltrúi á árunum 2006 til 2010. Þá hafi hann setið í nefndum á vegum bæjarins. „Eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera og eftir mikla hvatningu frá fjölda vina og kunningja í gegnum tíðina, af meiri þunga nú undanfarið, varð ákvörðunin á endanum einföld,“ segir Þór í framboðstilkynningu á Facebooksíðu sinni. Í samtali við Vísi segist Þór vera fjölskyldumaður, kvæntur Maríu Björk Óskarsdóttur sviðsstjóra hjá Seltjarnarnesbæ og saman eigi þau fjögur börn á aldrinum 12 til 24 ára. Fetar í fótspor föður síns Nú sé fram undan mikil endurnýjun í forystuhópi Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi og því telji hann tíma til kominn að hann stígi á svið bæjarmálanna á ný. „Akkúrat 20 árum frá því að pabbi lét af embætti eftir 40 ára farsælan feril – ákveðin rómantík í því!“ segir Þór, en faðir hans Sigurgeir Sigurðsson, var bæjarstjóri Seltjarnarness í áratugi og sat í bæjarstjórn í 40 ár. Stoltur af því að tilheyra fyrirmyndar samfélagi Þór segir Seltjarnarnes alltaf hafa verið sinn heimabæ og verði alltaf. Hann segist stoltur af því að tilheyra fyrirmyndar samfélagi og reyna ávallt að láta gott af sér leiða hvort heldur til að efla bæinn eða íþróttafélögin. „Ræturnar liggja klárlega í sportinu, ég hef alist upp með Gróttu, spilaði þar bæði handbolta og fótbolta. Stunda nú golf af kappi í Nesklúbbnum og er fastagestur í Sundlaug Seltjarness, bestu laug landsins, segir Þór í samtali við Vísi. Hann segir öll málefni bæjarfélagsins vera áherslumál. Þó að Seltjarnarnesbær sé nærri fullbyggður standi íbúar hans frammi fyrir fjölda áskorana í takt við nýja tíma. „Ég tel mig afbragðsefni í góðan fyrirliða samtaka liðs í kosningunum í maí og mun leggja mig allan fram við að auka fylgi Sjálfstæðismanna og sameina okkar sterka lið fái ég til þess umboð kjósenda í prófkjörinu,“ segir hann. Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stefnir í æsispennandi bæjarstjóraslag á Seltjarnarnesi Fjögur eru nefnd til sögunnar og talin líkleg til að reyna fyrir sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, en sögulega tryggir oddvitasætið á lista flokksins jafnframt bæjarstjórastólinn. 9. janúar 2022 22:59 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Innlent Sex taldir af eftir kafbátaslys Erlent Fleiri fréttir Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Sjá meira
Þór kveðst hafa reynslu af bæjarmálum Seltjarnarness en hann var bæjarfulltrúi á árunum 2006 til 2010. Þá hafi hann setið í nefndum á vegum bæjarins. „Eitthvað sem mig hefur lengi langað til að gera og eftir mikla hvatningu frá fjölda vina og kunningja í gegnum tíðina, af meiri þunga nú undanfarið, varð ákvörðunin á endanum einföld,“ segir Þór í framboðstilkynningu á Facebooksíðu sinni. Í samtali við Vísi segist Þór vera fjölskyldumaður, kvæntur Maríu Björk Óskarsdóttur sviðsstjóra hjá Seltjarnarnesbæ og saman eigi þau fjögur börn á aldrinum 12 til 24 ára. Fetar í fótspor föður síns Nú sé fram undan mikil endurnýjun í forystuhópi Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi og því telji hann tíma til kominn að hann stígi á svið bæjarmálanna á ný. „Akkúrat 20 árum frá því að pabbi lét af embætti eftir 40 ára farsælan feril – ákveðin rómantík í því!“ segir Þór, en faðir hans Sigurgeir Sigurðsson, var bæjarstjóri Seltjarnarness í áratugi og sat í bæjarstjórn í 40 ár. Stoltur af því að tilheyra fyrirmyndar samfélagi Þór segir Seltjarnarnes alltaf hafa verið sinn heimabæ og verði alltaf. Hann segist stoltur af því að tilheyra fyrirmyndar samfélagi og reyna ávallt að láta gott af sér leiða hvort heldur til að efla bæinn eða íþróttafélögin. „Ræturnar liggja klárlega í sportinu, ég hef alist upp með Gróttu, spilaði þar bæði handbolta og fótbolta. Stunda nú golf af kappi í Nesklúbbnum og er fastagestur í Sundlaug Seltjarness, bestu laug landsins, segir Þór í samtali við Vísi. Hann segir öll málefni bæjarfélagsins vera áherslumál. Þó að Seltjarnarnesbær sé nærri fullbyggður standi íbúar hans frammi fyrir fjölda áskorana í takt við nýja tíma. „Ég tel mig afbragðsefni í góðan fyrirliða samtaka liðs í kosningunum í maí og mun leggja mig allan fram við að auka fylgi Sjálfstæðismanna og sameina okkar sterka lið fái ég til þess umboð kjósenda í prófkjörinu,“ segir hann.
Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stefnir í æsispennandi bæjarstjóraslag á Seltjarnarnesi Fjögur eru nefnd til sögunnar og talin líkleg til að reyna fyrir sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, en sögulega tryggir oddvitasætið á lista flokksins jafnframt bæjarstjórastólinn. 9. janúar 2022 22:59 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Innlent Sex taldir af eftir kafbátaslys Erlent Fleiri fréttir Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Sjá meira
Stefnir í æsispennandi bæjarstjóraslag á Seltjarnarnesi Fjögur eru nefnd til sögunnar og talin líkleg til að reyna fyrir sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, en sögulega tryggir oddvitasætið á lista flokksins jafnframt bæjarstjórastólinn. 9. janúar 2022 22:59