Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2022 19:09 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ætlar að freista þess að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata mælti fyrir frumvarpi um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna í þriðja sinn á Alþingi í vikunni. Frumvarp fyrrverandi heilbrigðisráðherra svipaðs efnis dagaði uppi í nefnd á Alþingi rétt fyrir kosningar. Málið er þingmönnum því greinilega erfitt þótt stuðningur við það sé mikill úti í þjóðfélaginu og innan flestra flokka. Skálað með löglegum neysluskömmtum í Kryddsíld Stöðvar 2. Halldóra Mogensen vill einnig lögleiða neysluskammta ávana- og fíkniefna.Vísir/Vilhelm „Það hefur sýnt sig í þeim löndum þar sem afglæpavæðingin hefur verið prufuð að þetta fækkar dauðsföllum vegna ofneyslu vímuefna. Þetta dregur úr skaðanum sem verður af vímuefnaneyslu. Við ættum frekar að spyrja okkur hvers vegna að halda áfram með refsistefnu sem hefur sýnt okkur eftir áratuga reynslu að virkar ekki. Skilar ekki tilætluðum árangri heldur veldur skaða,“ sagði Halldóra í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Willum Þór Þórsson núverandi heilbrigðisráðherra stefnir að því að leggja sjálfur fram frumvarp í þessum efnum eins og Svandís Svavarsdóttir gerði þegar hún var heilbrigðisráðherra þrátt fyrir að þá lægi einnig fyrir frumvarp frá Halldóru og fleirum. Hann hefur kallað saman hóp fólks sem kemur að þessum málum og fulltrúa lögreglu sem sagt hafa erfitt að skilgreina neysluskammta. Það hafi kannski að hans mati komið í veg fyrir afgreiðslu málsins síðast liðið vor. Heilbrigðisráðherra útilokar ekki samkomulag við Halldóru Mogensen og fleiri þingmenn um sameiginlegt frumvarp um lögleiðingu neysluskammta.Vísir/Vilhelm „Við verðum að hlusta á þá sem eru á vettvangi að vinna með þessa hluti til að leiða okkur áfram með þetta. Ef það kemur betrumbætt inn í þingið er hægt að finna lausn á því. Þá tel ég að það eigi greiðari leið.” En væri það ekki í anda góðrar samvinnu að sameinast um eitt frumvarp þannig að þetta sé ekki eitthvað þvælumál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu þar sem stuðningurinn virðist liggja víða í flokkum? „Jú auðvitað getur það alveg þróast þangað. Það gerist oft, sem betur fer,“ segir Willum Þór Þórsson. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Fíkn er sjúkdómur! Að sópa rykinu undir teppið er mörgum tamt ef ekki á að þrífa almennilega. Skyndilausnir henta stjórnmálamönnum yfirleitt betur heldur en framtíðarsýn og lausnir sem taka langan tíma. 11. febrúar 2021 12:30 Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata mælti fyrir frumvarpi um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna í þriðja sinn á Alþingi í vikunni. Frumvarp fyrrverandi heilbrigðisráðherra svipaðs efnis dagaði uppi í nefnd á Alþingi rétt fyrir kosningar. Málið er þingmönnum því greinilega erfitt þótt stuðningur við það sé mikill úti í þjóðfélaginu og innan flestra flokka. Skálað með löglegum neysluskömmtum í Kryddsíld Stöðvar 2. Halldóra Mogensen vill einnig lögleiða neysluskammta ávana- og fíkniefna.Vísir/Vilhelm „Það hefur sýnt sig í þeim löndum þar sem afglæpavæðingin hefur verið prufuð að þetta fækkar dauðsföllum vegna ofneyslu vímuefna. Þetta dregur úr skaðanum sem verður af vímuefnaneyslu. Við ættum frekar að spyrja okkur hvers vegna að halda áfram með refsistefnu sem hefur sýnt okkur eftir áratuga reynslu að virkar ekki. Skilar ekki tilætluðum árangri heldur veldur skaða,“ sagði Halldóra í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Willum Þór Þórsson núverandi heilbrigðisráðherra stefnir að því að leggja sjálfur fram frumvarp í þessum efnum eins og Svandís Svavarsdóttir gerði þegar hún var heilbrigðisráðherra þrátt fyrir að þá lægi einnig fyrir frumvarp frá Halldóru og fleirum. Hann hefur kallað saman hóp fólks sem kemur að þessum málum og fulltrúa lögreglu sem sagt hafa erfitt að skilgreina neysluskammta. Það hafi kannski að hans mati komið í veg fyrir afgreiðslu málsins síðast liðið vor. Heilbrigðisráðherra útilokar ekki samkomulag við Halldóru Mogensen og fleiri þingmenn um sameiginlegt frumvarp um lögleiðingu neysluskammta.Vísir/Vilhelm „Við verðum að hlusta á þá sem eru á vettvangi að vinna með þessa hluti til að leiða okkur áfram með þetta. Ef það kemur betrumbætt inn í þingið er hægt að finna lausn á því. Þá tel ég að það eigi greiðari leið.” En væri það ekki í anda góðrar samvinnu að sameinast um eitt frumvarp þannig að þetta sé ekki eitthvað þvælumál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu þar sem stuðningurinn virðist liggja víða í flokkum? „Jú auðvitað getur það alveg þróast þangað. Það gerist oft, sem betur fer,“ segir Willum Þór Þórsson.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Fíkn er sjúkdómur! Að sópa rykinu undir teppið er mörgum tamt ef ekki á að þrífa almennilega. Skyndilausnir henta stjórnmálamönnum yfirleitt betur heldur en framtíðarsýn og lausnir sem taka langan tíma. 11. febrúar 2021 12:30 Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Fíkn er sjúkdómur! Að sópa rykinu undir teppið er mörgum tamt ef ekki á að þrífa almennilega. Skyndilausnir henta stjórnmálamönnum yfirleitt betur heldur en framtíðarsýn og lausnir sem taka langan tíma. 11. febrúar 2021 12:30
Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00
Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30