Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2022 19:09 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ætlar að freista þess að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata mælti fyrir frumvarpi um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna í þriðja sinn á Alþingi í vikunni. Frumvarp fyrrverandi heilbrigðisráðherra svipaðs efnis dagaði uppi í nefnd á Alþingi rétt fyrir kosningar. Málið er þingmönnum því greinilega erfitt þótt stuðningur við það sé mikill úti í þjóðfélaginu og innan flestra flokka. Skálað með löglegum neysluskömmtum í Kryddsíld Stöðvar 2. Halldóra Mogensen vill einnig lögleiða neysluskammta ávana- og fíkniefna.Vísir/Vilhelm „Það hefur sýnt sig í þeim löndum þar sem afglæpavæðingin hefur verið prufuð að þetta fækkar dauðsföllum vegna ofneyslu vímuefna. Þetta dregur úr skaðanum sem verður af vímuefnaneyslu. Við ættum frekar að spyrja okkur hvers vegna að halda áfram með refsistefnu sem hefur sýnt okkur eftir áratuga reynslu að virkar ekki. Skilar ekki tilætluðum árangri heldur veldur skaða,“ sagði Halldóra í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Willum Þór Þórsson núverandi heilbrigðisráðherra stefnir að því að leggja sjálfur fram frumvarp í þessum efnum eins og Svandís Svavarsdóttir gerði þegar hún var heilbrigðisráðherra þrátt fyrir að þá lægi einnig fyrir frumvarp frá Halldóru og fleirum. Hann hefur kallað saman hóp fólks sem kemur að þessum málum og fulltrúa lögreglu sem sagt hafa erfitt að skilgreina neysluskammta. Það hafi kannski að hans mati komið í veg fyrir afgreiðslu málsins síðast liðið vor. Heilbrigðisráðherra útilokar ekki samkomulag við Halldóru Mogensen og fleiri þingmenn um sameiginlegt frumvarp um lögleiðingu neysluskammta.Vísir/Vilhelm „Við verðum að hlusta á þá sem eru á vettvangi að vinna með þessa hluti til að leiða okkur áfram með þetta. Ef það kemur betrumbætt inn í þingið er hægt að finna lausn á því. Þá tel ég að það eigi greiðari leið.” En væri það ekki í anda góðrar samvinnu að sameinast um eitt frumvarp þannig að þetta sé ekki eitthvað þvælumál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu þar sem stuðningurinn virðist liggja víða í flokkum? „Jú auðvitað getur það alveg þróast þangað. Það gerist oft, sem betur fer,“ segir Willum Þór Þórsson. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Fíkn er sjúkdómur! Að sópa rykinu undir teppið er mörgum tamt ef ekki á að þrífa almennilega. Skyndilausnir henta stjórnmálamönnum yfirleitt betur heldur en framtíðarsýn og lausnir sem taka langan tíma. 11. febrúar 2021 12:30 Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata mælti fyrir frumvarpi um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna í þriðja sinn á Alþingi í vikunni. Frumvarp fyrrverandi heilbrigðisráðherra svipaðs efnis dagaði uppi í nefnd á Alþingi rétt fyrir kosningar. Málið er þingmönnum því greinilega erfitt þótt stuðningur við það sé mikill úti í þjóðfélaginu og innan flestra flokka. Skálað með löglegum neysluskömmtum í Kryddsíld Stöðvar 2. Halldóra Mogensen vill einnig lögleiða neysluskammta ávana- og fíkniefna.Vísir/Vilhelm „Það hefur sýnt sig í þeim löndum þar sem afglæpavæðingin hefur verið prufuð að þetta fækkar dauðsföllum vegna ofneyslu vímuefna. Þetta dregur úr skaðanum sem verður af vímuefnaneyslu. Við ættum frekar að spyrja okkur hvers vegna að halda áfram með refsistefnu sem hefur sýnt okkur eftir áratuga reynslu að virkar ekki. Skilar ekki tilætluðum árangri heldur veldur skaða,“ sagði Halldóra í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Willum Þór Þórsson núverandi heilbrigðisráðherra stefnir að því að leggja sjálfur fram frumvarp í þessum efnum eins og Svandís Svavarsdóttir gerði þegar hún var heilbrigðisráðherra þrátt fyrir að þá lægi einnig fyrir frumvarp frá Halldóru og fleirum. Hann hefur kallað saman hóp fólks sem kemur að þessum málum og fulltrúa lögreglu sem sagt hafa erfitt að skilgreina neysluskammta. Það hafi kannski að hans mati komið í veg fyrir afgreiðslu málsins síðast liðið vor. Heilbrigðisráðherra útilokar ekki samkomulag við Halldóru Mogensen og fleiri þingmenn um sameiginlegt frumvarp um lögleiðingu neysluskammta.Vísir/Vilhelm „Við verðum að hlusta á þá sem eru á vettvangi að vinna með þessa hluti til að leiða okkur áfram með þetta. Ef það kemur betrumbætt inn í þingið er hægt að finna lausn á því. Þá tel ég að það eigi greiðari leið.” En væri það ekki í anda góðrar samvinnu að sameinast um eitt frumvarp þannig að þetta sé ekki eitthvað þvælumál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu þar sem stuðningurinn virðist liggja víða í flokkum? „Jú auðvitað getur það alveg þróast þangað. Það gerist oft, sem betur fer,“ segir Willum Þór Þórsson.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Fíkn er sjúkdómur! Að sópa rykinu undir teppið er mörgum tamt ef ekki á að þrífa almennilega. Skyndilausnir henta stjórnmálamönnum yfirleitt betur heldur en framtíðarsýn og lausnir sem taka langan tíma. 11. febrúar 2021 12:30 Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Fíkn er sjúkdómur! Að sópa rykinu undir teppið er mörgum tamt ef ekki á að þrífa almennilega. Skyndilausnir henta stjórnmálamönnum yfirleitt betur heldur en framtíðarsýn og lausnir sem taka langan tíma. 11. febrúar 2021 12:30
Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00
Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30