Flytjum út mengun Þorsteinn Sæmundsson skrifar 20. janúar 2022 18:31 Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. Mengunin á semsagt að vera einhvers staðar annarsstaðar. Nú er rétt að gera sér grein fyrir að áburður er víðast hvar í heiminum framleiddur með orkugjöfum sem ekki eru endurnýjanlegir. Við Íslendingar erum í einstæðri stöðu til að framleiða þessa vöru með lágmarkskolefnislosun. Sú staðreynd mun hafa áhrif á sölu afurða sem framleiddar eru á grunni áburðar sem framleiddur er á þennan einstaka hátt. Aukin framleiðsla landbúnaðarafurða á Íslandi til innanlandsneyslu og útflutnings er eitt stærsta hagsmunamál íslendinga og verðmætt framlag til þess að minnka kolefnislosun á heimsvísu. Ekki þarf að fjölyrða um kolefnisspor þess að fljúga hingað grænmeti frá S-Evrópu eða ávöxtum frá Perú svo dæmi séu tekin Með raunhæfri verðlagningu raforku til landbúnaðar má stórauka innlenda framleiðslu og úrval. Það er hægt að gera Ísland að mestu sjálfbært hvað grænmetisframleiðslu varðar. ,,Vilji er allt sem þarf.” (EB) Nú ber þess að geta að formaður NÍ er ekki einhver maður útí bæ heldur einstaklingur sem sótt hefur líklega allflestar ráðstefnur um loftslagsmál í heiminum í áratugi, allt frá Ríó til Bali til S-Afríku til Skotlands. Mér liggur forvitni á að vita hvort málflutningur formanns NÍ á ráðstefnum þessum hefur markast af skoðunum eins og þeim sem fram koma í viðtali dagsins. Hvort hann hafi þar haldið því á lofti að einhverjir aðrir en Íslendingar eigi að sitja uppi með mengun af framleiðslu gæða sem við síðan njótum. Ég viðurkenni að þarna finnst mér kveða við afskaplega eigingjarnan tón. Sá tónn hefur heyrst áður úr ranni þeirra sem segjast bera náttúruvernd fyrir brjósti. Skemmst er að minnast orða fyrrverandi þingmanns VG sem sagði í umræðum um uppbyggingu hágæðasorpbrennslu á Alþingi eitthvað á þá leið að nær væri fyrir Íslendinga að flytja út sorp til brennslu vegna mengunaráhrifa brennslunnar en að brenna það hér við bestu aðstæður auk þess að framleiða orku við brennsluna. Semsagt sagði VG þingmaðurinn að aðrir ættu að sitja uppi með áhrif af viljaleysi Íslendinga til að ganga almennilega frá sorpi í stað þess að urða um allar koppagrundir án þess að því er virðist að kanna langtímaáhrif urðunarinnar á loftslag og vatnsbúskap. Þesum fyrrverandi þingmanni fannst sjálfsagt að sigla sorpi milli landa með tilheyrandi kolefnisspori til að Íslendingar slyppu sjálfir við áhrif af neyslu sinni Þessi hugsunarháttur er á pari við að senda farsíma og jafnvel heilu skipin til niðurrifs við Indlandshaf. Ef mengun af okkar völdum sést ekki hér er hún ekki til. Ótrúlega skammsýnt og eigingjarnt sjónarmið. Sem betur fer eru á Íslandi stjórnmálamenn sem sjá heildarmynd hlutanna. Sem sjá hnattræn áhrif þess að framleiða ál á Íslandi svo dæmi sé tekið. Sem sjá möguleikana í hátæknisorpbrennslu, stórátaki í skógrækt til kolefnisjöfnunar. Sem sjá þá ótrúlegu möguleika sem búa í aukinni ylrækt s.s. að rækta hér vanillu undir gleri. Gramm af vanillu er um þessar mundir jafnverðmætt og gramm silfurs. Er ekki einnar messu virði að kanna jákvæð áhrif áburðarframleiðslu innanlands á alla slíka möguleika í stað þess að vilja kasta ábyrgð og mengunaráhrifum vegna framleiðslu gæða í okkar þágu í fang annarra? Ætli sé ekki full ástæða fyrir einstaklinga sem eiga líklega stærst einkakolefnisspor Íslendinga til að horfa út fyrir eigið nef og láta af nesjamennsku og einangrunarhyggju. Í leiðinni geta þeir sömu hugleitt að spara sér (kolefnis)sporin. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Orkumál Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. Mengunin á semsagt að vera einhvers staðar annarsstaðar. Nú er rétt að gera sér grein fyrir að áburður er víðast hvar í heiminum framleiddur með orkugjöfum sem ekki eru endurnýjanlegir. Við Íslendingar erum í einstæðri stöðu til að framleiða þessa vöru með lágmarkskolefnislosun. Sú staðreynd mun hafa áhrif á sölu afurða sem framleiddar eru á grunni áburðar sem framleiddur er á þennan einstaka hátt. Aukin framleiðsla landbúnaðarafurða á Íslandi til innanlandsneyslu og útflutnings er eitt stærsta hagsmunamál íslendinga og verðmætt framlag til þess að minnka kolefnislosun á heimsvísu. Ekki þarf að fjölyrða um kolefnisspor þess að fljúga hingað grænmeti frá S-Evrópu eða ávöxtum frá Perú svo dæmi séu tekin Með raunhæfri verðlagningu raforku til landbúnaðar má stórauka innlenda framleiðslu og úrval. Það er hægt að gera Ísland að mestu sjálfbært hvað grænmetisframleiðslu varðar. ,,Vilji er allt sem þarf.” (EB) Nú ber þess að geta að formaður NÍ er ekki einhver maður útí bæ heldur einstaklingur sem sótt hefur líklega allflestar ráðstefnur um loftslagsmál í heiminum í áratugi, allt frá Ríó til Bali til S-Afríku til Skotlands. Mér liggur forvitni á að vita hvort málflutningur formanns NÍ á ráðstefnum þessum hefur markast af skoðunum eins og þeim sem fram koma í viðtali dagsins. Hvort hann hafi þar haldið því á lofti að einhverjir aðrir en Íslendingar eigi að sitja uppi með mengun af framleiðslu gæða sem við síðan njótum. Ég viðurkenni að þarna finnst mér kveða við afskaplega eigingjarnan tón. Sá tónn hefur heyrst áður úr ranni þeirra sem segjast bera náttúruvernd fyrir brjósti. Skemmst er að minnast orða fyrrverandi þingmanns VG sem sagði í umræðum um uppbyggingu hágæðasorpbrennslu á Alþingi eitthvað á þá leið að nær væri fyrir Íslendinga að flytja út sorp til brennslu vegna mengunaráhrifa brennslunnar en að brenna það hér við bestu aðstæður auk þess að framleiða orku við brennsluna. Semsagt sagði VG þingmaðurinn að aðrir ættu að sitja uppi með áhrif af viljaleysi Íslendinga til að ganga almennilega frá sorpi í stað þess að urða um allar koppagrundir án þess að því er virðist að kanna langtímaáhrif urðunarinnar á loftslag og vatnsbúskap. Þesum fyrrverandi þingmanni fannst sjálfsagt að sigla sorpi milli landa með tilheyrandi kolefnisspori til að Íslendingar slyppu sjálfir við áhrif af neyslu sinni Þessi hugsunarháttur er á pari við að senda farsíma og jafnvel heilu skipin til niðurrifs við Indlandshaf. Ef mengun af okkar völdum sést ekki hér er hún ekki til. Ótrúlega skammsýnt og eigingjarnt sjónarmið. Sem betur fer eru á Íslandi stjórnmálamenn sem sjá heildarmynd hlutanna. Sem sjá hnattræn áhrif þess að framleiða ál á Íslandi svo dæmi sé tekið. Sem sjá möguleikana í hátæknisorpbrennslu, stórátaki í skógrækt til kolefnisjöfnunar. Sem sjá þá ótrúlegu möguleika sem búa í aukinni ylrækt s.s. að rækta hér vanillu undir gleri. Gramm af vanillu er um þessar mundir jafnverðmætt og gramm silfurs. Er ekki einnar messu virði að kanna jákvæð áhrif áburðarframleiðslu innanlands á alla slíka möguleika í stað þess að vilja kasta ábyrgð og mengunaráhrifum vegna framleiðslu gæða í okkar þágu í fang annarra? Ætli sé ekki full ástæða fyrir einstaklinga sem eiga líklega stærst einkakolefnisspor Íslendinga til að horfa út fyrir eigið nef og láta af nesjamennsku og einangrunarhyggju. Í leiðinni geta þeir sömu hugleitt að spara sér (kolefnis)sporin. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar