Tvær aðrar tilkynningar bárust lögreglu um ónæði í nótt. Önnur varðaði framkvæmdahávaða í póstnúmerinu 108 en þar reyndist um að ræða vörubifreið í gangi. Hin varðaði hávaða í heimahúsi í Vesturbænum.
Um klukkan 2.30 var tilkynnt um þjófnað í matvöruverslun í póstnúmerinu 108 og þá barst tilkynning um klukkan 5 um að maður væri að skoða inn í bifreiðar í póstnúmerinu 103. Lögregla leitaði að viðkomandi en fann ekki.
Alvarlegasta mál næturinnar varðaði tilkynningu um mann með hníf inni í íbúð í Kópavogi. Lögregla fór á vettvang og málið er í rannsókn, að því er segir í tilkynningu lögreglu.