Segir ekki standa til að stækka starfsemi Ísteka þrátt fyrir leyfi Umhverfisstofnunar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. janúar 2022 13:30 Arnþór Guðlaugsson Framkvæmdastjóri Ísteka segir að þau hafi engin áform um stækkun starfseminnar þrátt fyrir að nýútgefið starfsleyfi Umhverfisstofnunar geri ráð fyrir því. Hann hafnar því að Ísteka stefni á að allt að fjórfalda starfsemi sína og segir það ekki raunhæft á þessum tíma. Umhverfisstofnun hefur veitt Ísteka starfsleyfi til 13. janúar 2038 en í heild bárust á þriðja hundruð umsagna um starfsleyfistillöguna, sem auglýst var í fyrra. Umsagnirnar sneru flestar að öflun blóðs úr fylfullum merum, sem Ísteka hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir eftir að alþjóðlegu dýraverndarsamtökin AWF/TSB birtu myndband um kaldranalega meðferð hryssa við blóðtöku. Umhverfisstofnun ítrekar þó að starfsleyfið varði aðeins lyfjaframleiðslu í tilgreindri starfsstöð rekstraraðila og nær ekki til birgja eða öflunar blóðs þess er rekstraraðili vinnur með. Starfsleyfið gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt að 20 kíló á ári af lyfjaefni úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa. Ísteka framleiðir sem stendur tíu kíló af frjósemislyfirnu eCG og er því um að ræða tvöföldun á starfseminni. Erfitt að stækka mikið meira Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, segir þó að engin raunhæf áform um stækkun starfseminnar séu á teikniborðinu. Tölurnar sem Umhverfisstofnun vísar til séu aðeins hámarksafkastageta verksmiðja. „Staðan í dag í fjöldatölum er sú að síðustu tíu fimmtán árin höfum verið að stækka innan mengis stóðhryssa á Íslandi, það mengi hefur hvorki stækkað né minnkað mikið seinustu tíu, fimmtán árin,“ segir Arnþór. „Hins vegar höfum við verið að stækka innan þess og nú er svo komið að við erum að nýta flestar stóðhryssur á landinu,“ segir hann enn fremur. Hann segir auðvelt að stækka inni í ákveðnu mengi en segir þau ekki sjá fyrir sér að það yrði auðvelt að stækka mikið meira utan þess. „Það hefur verið talað um það í fjölmiðlum að við viljum stækka tvöfalt, þrefalt eða fjórfalt, það er ekki rétt. Við höfum ekkert á móti því að stækka en við sjáum ekki fyrir okkur að það geti raungerst,“ segir Arnþór. Hestar Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57 Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur veitt Ísteka starfsleyfi til 13. janúar 2038 en í heild bárust á þriðja hundruð umsagna um starfsleyfistillöguna, sem auglýst var í fyrra. Umsagnirnar sneru flestar að öflun blóðs úr fylfullum merum, sem Ísteka hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir eftir að alþjóðlegu dýraverndarsamtökin AWF/TSB birtu myndband um kaldranalega meðferð hryssa við blóðtöku. Umhverfisstofnun ítrekar þó að starfsleyfið varði aðeins lyfjaframleiðslu í tilgreindri starfsstöð rekstraraðila og nær ekki til birgja eða öflunar blóðs þess er rekstraraðili vinnur með. Starfsleyfið gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt að 20 kíló á ári af lyfjaefni úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa. Ísteka framleiðir sem stendur tíu kíló af frjósemislyfirnu eCG og er því um að ræða tvöföldun á starfseminni. Erfitt að stækka mikið meira Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, segir þó að engin raunhæf áform um stækkun starfseminnar séu á teikniborðinu. Tölurnar sem Umhverfisstofnun vísar til séu aðeins hámarksafkastageta verksmiðja. „Staðan í dag í fjöldatölum er sú að síðustu tíu fimmtán árin höfum verið að stækka innan mengis stóðhryssa á Íslandi, það mengi hefur hvorki stækkað né minnkað mikið seinustu tíu, fimmtán árin,“ segir Arnþór. „Hins vegar höfum við verið að stækka innan þess og nú er svo komið að við erum að nýta flestar stóðhryssur á landinu,“ segir hann enn fremur. Hann segir auðvelt að stækka inni í ákveðnu mengi en segir þau ekki sjá fyrir sér að það yrði auðvelt að stækka mikið meira utan þess. „Það hefur verið talað um það í fjölmiðlum að við viljum stækka tvöfalt, þrefalt eða fjórfalt, það er ekki rétt. Við höfum ekkert á móti því að stækka en við sjáum ekki fyrir okkur að það geti raungerst,“ segir Arnþór.
Hestar Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57 Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sjá meira
MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57
Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09