Segir ekki standa til að stækka starfsemi Ísteka þrátt fyrir leyfi Umhverfisstofnunar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. janúar 2022 13:30 Arnþór Guðlaugsson Framkvæmdastjóri Ísteka segir að þau hafi engin áform um stækkun starfseminnar þrátt fyrir að nýútgefið starfsleyfi Umhverfisstofnunar geri ráð fyrir því. Hann hafnar því að Ísteka stefni á að allt að fjórfalda starfsemi sína og segir það ekki raunhæft á þessum tíma. Umhverfisstofnun hefur veitt Ísteka starfsleyfi til 13. janúar 2038 en í heild bárust á þriðja hundruð umsagna um starfsleyfistillöguna, sem auglýst var í fyrra. Umsagnirnar sneru flestar að öflun blóðs úr fylfullum merum, sem Ísteka hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir eftir að alþjóðlegu dýraverndarsamtökin AWF/TSB birtu myndband um kaldranalega meðferð hryssa við blóðtöku. Umhverfisstofnun ítrekar þó að starfsleyfið varði aðeins lyfjaframleiðslu í tilgreindri starfsstöð rekstraraðila og nær ekki til birgja eða öflunar blóðs þess er rekstraraðili vinnur með. Starfsleyfið gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt að 20 kíló á ári af lyfjaefni úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa. Ísteka framleiðir sem stendur tíu kíló af frjósemislyfirnu eCG og er því um að ræða tvöföldun á starfseminni. Erfitt að stækka mikið meira Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, segir þó að engin raunhæf áform um stækkun starfseminnar séu á teikniborðinu. Tölurnar sem Umhverfisstofnun vísar til séu aðeins hámarksafkastageta verksmiðja. „Staðan í dag í fjöldatölum er sú að síðustu tíu fimmtán árin höfum verið að stækka innan mengis stóðhryssa á Íslandi, það mengi hefur hvorki stækkað né minnkað mikið seinustu tíu, fimmtán árin,“ segir Arnþór. „Hins vegar höfum við verið að stækka innan þess og nú er svo komið að við erum að nýta flestar stóðhryssur á landinu,“ segir hann enn fremur. Hann segir auðvelt að stækka inni í ákveðnu mengi en segir þau ekki sjá fyrir sér að það yrði auðvelt að stækka mikið meira utan þess. „Það hefur verið talað um það í fjölmiðlum að við viljum stækka tvöfalt, þrefalt eða fjórfalt, það er ekki rétt. Við höfum ekkert á móti því að stækka en við sjáum ekki fyrir okkur að það geti raungerst,“ segir Arnþór. Hestar Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57 Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur veitt Ísteka starfsleyfi til 13. janúar 2038 en í heild bárust á þriðja hundruð umsagna um starfsleyfistillöguna, sem auglýst var í fyrra. Umsagnirnar sneru flestar að öflun blóðs úr fylfullum merum, sem Ísteka hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir eftir að alþjóðlegu dýraverndarsamtökin AWF/TSB birtu myndband um kaldranalega meðferð hryssa við blóðtöku. Umhverfisstofnun ítrekar þó að starfsleyfið varði aðeins lyfjaframleiðslu í tilgreindri starfsstöð rekstraraðila og nær ekki til birgja eða öflunar blóðs þess er rekstraraðili vinnur með. Starfsleyfið gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt að 20 kíló á ári af lyfjaefni úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa. Ísteka framleiðir sem stendur tíu kíló af frjósemislyfirnu eCG og er því um að ræða tvöföldun á starfseminni. Erfitt að stækka mikið meira Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, segir þó að engin raunhæf áform um stækkun starfseminnar séu á teikniborðinu. Tölurnar sem Umhverfisstofnun vísar til séu aðeins hámarksafkastageta verksmiðja. „Staðan í dag í fjöldatölum er sú að síðustu tíu fimmtán árin höfum verið að stækka innan mengis stóðhryssa á Íslandi, það mengi hefur hvorki stækkað né minnkað mikið seinustu tíu, fimmtán árin,“ segir Arnþór. „Hins vegar höfum við verið að stækka innan þess og nú er svo komið að við erum að nýta flestar stóðhryssur á landinu,“ segir hann enn fremur. Hann segir auðvelt að stækka inni í ákveðnu mengi en segir þau ekki sjá fyrir sér að það yrði auðvelt að stækka mikið meira utan þess. „Það hefur verið talað um það í fjölmiðlum að við viljum stækka tvöfalt, þrefalt eða fjórfalt, það er ekki rétt. Við höfum ekkert á móti því að stækka en við sjáum ekki fyrir okkur að það geti raungerst,“ segir Arnþór.
Hestar Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57 Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57
Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09