Hvers vegna óskaði Viðreisn eftir skýrslu ráðherra um sóttvarnaaðgerðir? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 18. janúar 2022 08:01 Í gær lagði þingflokkur Viðreisnar fram ósk um að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu samdægurs eða svo fljótt sem hægt er þegar ríkisstjórnin tilkynnir um sóttvarnaaðgerðir. Hvers vegna gerðum við það? Opin umræða er nauðsynleg Í upphafi árs 2022 virðist því miður enn nokkuð í land í viðureigninni við heimsfaraldurinn og óvissa ríkir enn um hvenær daglegt líf fólksins í landinu kemst aftur í eðlilegt horf. Það er eðlilegt að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu þegar ríkisstjórnin boðar sóttvarnaaðgerðir sem hafa áhrif á samfélagið allt. Með þessu gefst tækifæri á opinni umræðu á þingi um forsendur, fyrirhuguð áhrif og afleiðingar aðgerða hverju sinni. Og með því gefst samhliða tækifæri til umræðu um úrræði stjórnvalda hvað varðar efnahagslega og félagslega þætti. Það er nauðsynlegt og tímabært að ráðherra og ríkisstjórnin ræði og rökstyðji forsendur á þingi, enda rík eftirlitsskylda á þinginu með stjórnvöldum. Forsenda þess að hægt sé að sinna því hlutverki er hins vegar að opin og gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Að tveimur árum liðnum verður jafnframt að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún kynni efnahagsaðgerðir samhliða sóttvarnaaðgerðum. Það eru óboðleg vinnubrögð að ríkisstjórnin veiti fyrirtækjum og fólki nokkurra daga frest til að bregðast við nýjum sóttvarnareglum en taki sér sjálfar margar vikur til að smíða úrræði vegna þess tekjutaps sem þessi fyrirtæki verða fyrir. Stærstu verkefni í kjölfar heimsfaraldursins eru enn hin sömu og frá upphafi heimsfaraldurs. Það er grunnskylda ríkisins að verja líf og heilbrigði og í dag virðist verkefnið raunar ekki síst að verja álag á heilbrigðiskerfi. Samhliða eru það hinar gríðarmiklu efnahagslegu afleiðingar, atvinna fólks og gangverk atvinnulífs. Síðast en ekki síst eru það félagslegar þættir og líðan þjóðar á tímum langvarandi aðgerða. Allt eru þetta grundvallarhagsmunir í hverju samfélagi. Ráðherra geri grein fyrir markmiðum og áhrifum Á upphafsstigum faraldursins vantaði mikið upp á að Alþingi fengi í hendur nauðsynlegar upplýsingar um forsendur þeirra sóttvarnaaðgerða sem gripið var til. Staðan vegna heimsfaraldurs var mun krítískari þá en nú, bóluefni voru ekki tryggð og bólusetning ekki hafin. Strax í nóvember 2020 lögðum við þess vegna fram ósk um að heilbrigðisráðherra gæfi Alþingi skýrslu hálfs mánaðarlega um stöðuna og um sóttvarnaraðgerðir. Þáverandi heilbrigðisráðherra varð við þessu. Það sem skilaði því að fram fór reglubundin umræða á þinginu um stöðuna í heimsfaraldri og sóttvarnaráðstafanir. Sú umræða var ekki bara gagnleg heldur nauðsynleg. Hún styrkti þingið í þeim verkefnum sem unnið var að. Hvar er framtíðarstefnan? Viðreisn hefur þannig frá upphafi kallað eftir opinni og gagnrýnni umræðu og kallað eftir plani stjórnvalda varðandi þessi þrjú meginverkefni í heimsfaraldrinum sem tengjast auðvitað innbyrðis. Síðastliðið sumar boðaði ríkisstjórnin svo loks að stefnumótunarvinna væri hafin um framtíðarstefnu um viðbrögð við heimsfaraldrinum og að hún yrði kynnt innan 2-3 vikna. Ekkert hefur þó spurst til þessarar stefnumótunarvinnu síðan. Mikilvægt er að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað á vettvangi þingsins um aðgerðir stjórnvalda sem víðtæk áhrif hafa á samfélagið í heild sinni. Við aðstæður eins og nú eru uppi á ekki að halda aftur af umræðu eða eftirlitshlutverki þingsins. Þvert á móti hefur sjaldnar verið mikilvægara að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Hana á ekki að óttast. Þingið á að sinna því hlutverki sem því er ætlað að sinna. Það er einfaldlega eðlileg krafa að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra geri Alþingi grein fyrir forsendum þeirra ákvarðana sem stjórnvöld taka og að umræða fari fram í þingsal strax í kjölfar þess að ákvarðanir ríkisstjórnarinnar eru kynntar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær lagði þingflokkur Viðreisnar fram ósk um að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu samdægurs eða svo fljótt sem hægt er þegar ríkisstjórnin tilkynnir um sóttvarnaaðgerðir. Hvers vegna gerðum við það? Opin umræða er nauðsynleg Í upphafi árs 2022 virðist því miður enn nokkuð í land í viðureigninni við heimsfaraldurinn og óvissa ríkir enn um hvenær daglegt líf fólksins í landinu kemst aftur í eðlilegt horf. Það er eðlilegt að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu þegar ríkisstjórnin boðar sóttvarnaaðgerðir sem hafa áhrif á samfélagið allt. Með þessu gefst tækifæri á opinni umræðu á þingi um forsendur, fyrirhuguð áhrif og afleiðingar aðgerða hverju sinni. Og með því gefst samhliða tækifæri til umræðu um úrræði stjórnvalda hvað varðar efnahagslega og félagslega þætti. Það er nauðsynlegt og tímabært að ráðherra og ríkisstjórnin ræði og rökstyðji forsendur á þingi, enda rík eftirlitsskylda á þinginu með stjórnvöldum. Forsenda þess að hægt sé að sinna því hlutverki er hins vegar að opin og gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Að tveimur árum liðnum verður jafnframt að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún kynni efnahagsaðgerðir samhliða sóttvarnaaðgerðum. Það eru óboðleg vinnubrögð að ríkisstjórnin veiti fyrirtækjum og fólki nokkurra daga frest til að bregðast við nýjum sóttvarnareglum en taki sér sjálfar margar vikur til að smíða úrræði vegna þess tekjutaps sem þessi fyrirtæki verða fyrir. Stærstu verkefni í kjölfar heimsfaraldursins eru enn hin sömu og frá upphafi heimsfaraldurs. Það er grunnskylda ríkisins að verja líf og heilbrigði og í dag virðist verkefnið raunar ekki síst að verja álag á heilbrigðiskerfi. Samhliða eru það hinar gríðarmiklu efnahagslegu afleiðingar, atvinna fólks og gangverk atvinnulífs. Síðast en ekki síst eru það félagslegar þættir og líðan þjóðar á tímum langvarandi aðgerða. Allt eru þetta grundvallarhagsmunir í hverju samfélagi. Ráðherra geri grein fyrir markmiðum og áhrifum Á upphafsstigum faraldursins vantaði mikið upp á að Alþingi fengi í hendur nauðsynlegar upplýsingar um forsendur þeirra sóttvarnaaðgerða sem gripið var til. Staðan vegna heimsfaraldurs var mun krítískari þá en nú, bóluefni voru ekki tryggð og bólusetning ekki hafin. Strax í nóvember 2020 lögðum við þess vegna fram ósk um að heilbrigðisráðherra gæfi Alþingi skýrslu hálfs mánaðarlega um stöðuna og um sóttvarnaraðgerðir. Þáverandi heilbrigðisráðherra varð við þessu. Það sem skilaði því að fram fór reglubundin umræða á þinginu um stöðuna í heimsfaraldri og sóttvarnaráðstafanir. Sú umræða var ekki bara gagnleg heldur nauðsynleg. Hún styrkti þingið í þeim verkefnum sem unnið var að. Hvar er framtíðarstefnan? Viðreisn hefur þannig frá upphafi kallað eftir opinni og gagnrýnni umræðu og kallað eftir plani stjórnvalda varðandi þessi þrjú meginverkefni í heimsfaraldrinum sem tengjast auðvitað innbyrðis. Síðastliðið sumar boðaði ríkisstjórnin svo loks að stefnumótunarvinna væri hafin um framtíðarstefnu um viðbrögð við heimsfaraldrinum og að hún yrði kynnt innan 2-3 vikna. Ekkert hefur þó spurst til þessarar stefnumótunarvinnu síðan. Mikilvægt er að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað á vettvangi þingsins um aðgerðir stjórnvalda sem víðtæk áhrif hafa á samfélagið í heild sinni. Við aðstæður eins og nú eru uppi á ekki að halda aftur af umræðu eða eftirlitshlutverki þingsins. Þvert á móti hefur sjaldnar verið mikilvægara að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Hana á ekki að óttast. Þingið á að sinna því hlutverki sem því er ætlað að sinna. Það er einfaldlega eðlileg krafa að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra geri Alþingi grein fyrir forsendum þeirra ákvarðana sem stjórnvöld taka og að umræða fari fram í þingsal strax í kjölfar þess að ákvarðanir ríkisstjórnarinnar eru kynntar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun