Mögnuð leikskólastétt sem verðskuldar virðingu Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 17. janúar 2022 11:31 Leikskólar Reykjavíkur geyma yngstu borgaranna, kynslóðina sem tekur við og glíma þarf við fjölmörg vandamál sem við eldri höfum skilið eftir. Á fyrstu árunum mótast framtíðin og í leiktækjunum hoppa og skoppa áhyggjulaust forsætisráðherrar, seðlabankastjórar, sjómenn og eflaust leynast nokkrir lögfræðingar í sandkassaleik. Þetta er mikilvægur og viðkvæmur hópur og því eru starfsmenn leikskóla í miklu ábyrgðarstarfi. En hvers vegna er þá starfið ekki metið að verðleikum? Starfsfólk leikskóla á erfitt með að sinna starfi sínu eins það vildi, það er ekkert afleysingarfólk sem leysir af þegar upp koma veikindi og eykst álagið með því sem fleiri starfsmenn veikjast. Erfitt er að manna stöður á leikskólum og skyldi engan undra. Tími er kominn til að skilgreina hlutverk starfsfólks upp á nýtt og leggja áherslu á að samræmi sé á milli launakjara og ábyrgðar í starfi. Það að starfa á leikskóla snýst ekki eingöngu um að gæta barna því hlutverkið er miklu frekar að mennta, kenna og þjálfa. Starfsmenn leikskóla þurfa að geta greint vanda barna og komið með tillögur að lausn. Að mínu mati eiga leikskólamálin að vera eitt af forgangsmálum í næstu kosningum því þar er aldeilis tækifæri til að gera betur, við starfsfólk, börnin og borgarbúa. Lykillinn er mögulega sá að hlusta á skoðanir skólastjórnenda og starfsmanna leikskóla. Þau hafa tilfinningu fyrir málaflokknum og hafa áhyggjur af fjölmörgum þáttum. Þetta er mögnuð stétt og hún verðskuldar þá virðingu og kjör sem hún skilið. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólar Reykjavíkur geyma yngstu borgaranna, kynslóðina sem tekur við og glíma þarf við fjölmörg vandamál sem við eldri höfum skilið eftir. Á fyrstu árunum mótast framtíðin og í leiktækjunum hoppa og skoppa áhyggjulaust forsætisráðherrar, seðlabankastjórar, sjómenn og eflaust leynast nokkrir lögfræðingar í sandkassaleik. Þetta er mikilvægur og viðkvæmur hópur og því eru starfsmenn leikskóla í miklu ábyrgðarstarfi. En hvers vegna er þá starfið ekki metið að verðleikum? Starfsfólk leikskóla á erfitt með að sinna starfi sínu eins það vildi, það er ekkert afleysingarfólk sem leysir af þegar upp koma veikindi og eykst álagið með því sem fleiri starfsmenn veikjast. Erfitt er að manna stöður á leikskólum og skyldi engan undra. Tími er kominn til að skilgreina hlutverk starfsfólks upp á nýtt og leggja áherslu á að samræmi sé á milli launakjara og ábyrgðar í starfi. Það að starfa á leikskóla snýst ekki eingöngu um að gæta barna því hlutverkið er miklu frekar að mennta, kenna og þjálfa. Starfsmenn leikskóla þurfa að geta greint vanda barna og komið með tillögur að lausn. Að mínu mati eiga leikskólamálin að vera eitt af forgangsmálum í næstu kosningum því þar er aldeilis tækifæri til að gera betur, við starfsfólk, börnin og borgarbúa. Lykillinn er mögulega sá að hlusta á skoðanir skólastjórnenda og starfsmanna leikskóla. Þau hafa tilfinningu fyrir málaflokknum og hafa áhyggjur af fjölmörgum þáttum. Þetta er mögnuð stétt og hún verðskuldar þá virðingu og kjör sem hún skilið. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun