Umdeild launahækkun Björns Zoëga í kastljósi sænskra fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2022 14:29 Björn Zoëga tók við stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi árið 2019. Hann var nýverið kynntur sem sérlegur ráðgjafi Willums Þórs Þórssonar, nýs heilbrigðisráðherra. Karolinska Mánaðarlaun Björns Zoëga, forstjóra Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð, hækkuðu á síðasta ári um nærri 30 þúsund sænskar krónur, jafnvirði um 430 þúsund íslenska króna. Laun hans eftir hækkunina nema rúmlega 270 þúsund sænskum krónum eða 3,9 milljónum íslenskra króna. Úttekt Dagens Nyheter sýnir að laun Björns hafi hækkað nokkuð umfram það sem gengur og gerist meðal annarra sambærilegra stjórnenda og er formaður Læknafélagsins í Stokkhólmi í hópi þeirra sem sett hafa spurningamerki við launahækkun forstjórans. DN segir laun Björns vera há í samanburði við aðra sjúkrahúsforstjóra og hafi þessi tólf prósenta launahækkun á síðasta ári verið mun hærri en hjá öðrum. Þannig hafi forstjóri Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg, Ann-Marie Wennberg Larkö, til dæmis verið með rúmelga 170 þúsund sænskra króna í mánaðarlaun. Í greininni eru upphæðirnar sömuleiðis bornar saman við mánaðarlaun sænska forsætisráðherrans sem eru 180 þúsund, um 2,6 milljónir íslenskra króna. Björn Zoëga tók við sem forstjóri Karolinska árið 2019, en dagana fyrir síðustu jól var tilkynnt að hann myndi gegna sérstöku ráðgjafarhlutverki fyrir nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldurinn og stöðuna á Landspítalanum. Karolinska skorar jafnan hátt á listum yfir bestu sjúkrahús heims.Getty Hafi tekist að snúa við miklum hallarekstri Carina Lundberg Uudelepp, forstjóri Region Stockholm sem er ábyrg fyrir að halda úti heilbrigðisþjónustu í Stokkhólmi og nágrenni, segir að laun æðstu stjórnenda séu ákvörðuð úr frá hæfni, rekstrarniðurstöðu og stöðunni á markaði. Hún segir að þegar kemur að Birni þá hafi spítalanum – undir hans stjórn – tekist að snúa við miklum hallarekstri, á sama tíma og tekist hafi að fjölga sjúkrarýmum og stytt biðlista hjá þeim sem bíða meðferðar við krabbameini. Hafi rekstrarniðurstaðan raunar verið talsvert umfram þess sem var krafist. Läkartidningen, Læknablaðið sænska, segir frá því að á síðasta ári hafi laun sænskra lækna hækkað um tvö prósent að jafnaði að síðasta ári. Johan Styrud er formaður Læknafélags Stokkhólms.Slf Setur spurningar við launahækkunina Johan Styrud, formaður Læknafélags Stokkhólms, telur að læknum hafi hins vegar ekki verið umbunað nægilega vegna þeirrar miklu vinnu sem þeir hafi skilað af hendi í heimsfaraldrinum og sömuleiðis nú í fjórðu bylgjunni. Hann setur spurningar við þessa miklu launahækkun sjúkrahúsforstjóra Karolinska. „Tólf prósent er mjög mikið. Að Karolinska hafi snúið við hallarekstri tengist því að maður hafi hægt á flæði bráðasjúklinga þangað. Í ástandi þar sem allir hafi slitið sig út er gott að fara varlega í allar svona launahækkanir.“ Emma Jonsson, formaður Félags heilbrigðisstarfsmanna í Stokkhólmi.Vårdförbundet Emma Jonsson, formaður Félags heilbrigðisstarfsmanna í Stokkhólmi, er sömuleiðis gagnrýnin á launahækkun Björns þar sem sérstök umbun til fjölda heilbrigðisstarfsmanna, sem rætt hafi verið um í tengslum við auka álag í faraldrinum, hafi ekki skilað sér. „Ég hugsa um hvernig meðlimir okkar hafa slitið, einnig fyrir faraldur og nú síðast um hátíðarnar, með því að taka aukavaktir, tvöfaldar vaktir og yfirvinnu. Þetta stingur í augun,“ segir Jonsson um launahækkun Björns. Í frétt DN segir að þegar Björn tók við forstjórastöðunni árið 2019 hafi mánaðarlaun hans verið 234 þúsund sænskar krónur, tæpar 3,4 milljónir íslenskra króna. Þegar Björn hafi tekið við hafi hann farið fram á að fá sömu laun og forverinn, 247 þúsund sænskar, en ekki fengið. Nú séu þau hins vegar 270.600 sænskar krónur á mánuði. Svíþjóð Íslendingar erlendis Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27 Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Úttekt Dagens Nyheter sýnir að laun Björns hafi hækkað nokkuð umfram það sem gengur og gerist meðal annarra sambærilegra stjórnenda og er formaður Læknafélagsins í Stokkhólmi í hópi þeirra sem sett hafa spurningamerki við launahækkun forstjórans. DN segir laun Björns vera há í samanburði við aðra sjúkrahúsforstjóra og hafi þessi tólf prósenta launahækkun á síðasta ári verið mun hærri en hjá öðrum. Þannig hafi forstjóri Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg, Ann-Marie Wennberg Larkö, til dæmis verið með rúmelga 170 þúsund sænskra króna í mánaðarlaun. Í greininni eru upphæðirnar sömuleiðis bornar saman við mánaðarlaun sænska forsætisráðherrans sem eru 180 þúsund, um 2,6 milljónir íslenskra króna. Björn Zoëga tók við sem forstjóri Karolinska árið 2019, en dagana fyrir síðustu jól var tilkynnt að hann myndi gegna sérstöku ráðgjafarhlutverki fyrir nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldurinn og stöðuna á Landspítalanum. Karolinska skorar jafnan hátt á listum yfir bestu sjúkrahús heims.Getty Hafi tekist að snúa við miklum hallarekstri Carina Lundberg Uudelepp, forstjóri Region Stockholm sem er ábyrg fyrir að halda úti heilbrigðisþjónustu í Stokkhólmi og nágrenni, segir að laun æðstu stjórnenda séu ákvörðuð úr frá hæfni, rekstrarniðurstöðu og stöðunni á markaði. Hún segir að þegar kemur að Birni þá hafi spítalanum – undir hans stjórn – tekist að snúa við miklum hallarekstri, á sama tíma og tekist hafi að fjölga sjúkrarýmum og stytt biðlista hjá þeim sem bíða meðferðar við krabbameini. Hafi rekstrarniðurstaðan raunar verið talsvert umfram þess sem var krafist. Läkartidningen, Læknablaðið sænska, segir frá því að á síðasta ári hafi laun sænskra lækna hækkað um tvö prósent að jafnaði að síðasta ári. Johan Styrud er formaður Læknafélags Stokkhólms.Slf Setur spurningar við launahækkunina Johan Styrud, formaður Læknafélags Stokkhólms, telur að læknum hafi hins vegar ekki verið umbunað nægilega vegna þeirrar miklu vinnu sem þeir hafi skilað af hendi í heimsfaraldrinum og sömuleiðis nú í fjórðu bylgjunni. Hann setur spurningar við þessa miklu launahækkun sjúkrahúsforstjóra Karolinska. „Tólf prósent er mjög mikið. Að Karolinska hafi snúið við hallarekstri tengist því að maður hafi hægt á flæði bráðasjúklinga þangað. Í ástandi þar sem allir hafi slitið sig út er gott að fara varlega í allar svona launahækkanir.“ Emma Jonsson, formaður Félags heilbrigðisstarfsmanna í Stokkhólmi.Vårdförbundet Emma Jonsson, formaður Félags heilbrigðisstarfsmanna í Stokkhólmi, er sömuleiðis gagnrýnin á launahækkun Björns þar sem sérstök umbun til fjölda heilbrigðisstarfsmanna, sem rætt hafi verið um í tengslum við auka álag í faraldrinum, hafi ekki skilað sér. „Ég hugsa um hvernig meðlimir okkar hafa slitið, einnig fyrir faraldur og nú síðast um hátíðarnar, með því að taka aukavaktir, tvöfaldar vaktir og yfirvinnu. Þetta stingur í augun,“ segir Jonsson um launahækkun Björns. Í frétt DN segir að þegar Björn tók við forstjórastöðunni árið 2019 hafi mánaðarlaun hans verið 234 þúsund sænskar krónur, tæpar 3,4 milljónir íslenskra króna. Þegar Björn hafi tekið við hafi hann farið fram á að fá sömu laun og forverinn, 247 þúsund sænskar, en ekki fengið. Nú séu þau hins vegar 270.600 sænskar krónur á mánuði.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27 Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27
Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13. desember 2021 18:16